Íþróttirnar árið 2000 Stefán Pálsson skrifar 5. nóvember 2016 11:30 Um síðustu aldamót var heimsmetið í 5.000 metra hlaupi 12 mínútur og 39 sekúndur ... og var í eigu Eþíópíumannsins Haile Gebrselassie. Mynd/Getty/NordicPhoto Það er erfitt að spá, einkum um framtíðina,“ sagði danski eðlisfræðingurinn Níels Bohr og þótti hnyttið. Auðvitað var þetta hárrétt hjá karlinum. Að segja fyrir um óorðna hluti er vandaverk, einkum ef spádómarnir eiga að vera djarfir. Það er hins vegar lítið fjör að lesa varfærna og íhaldssama spádóma sem giska aðeins á hið augljósa. Góður spámaður þarf að vera frumlegur í hugsun og getur þá borið höfuðið hátt þegar spádómarnir ganga eftir. Í versta falli hafa mislukkaðar spásagnirnar þá skemmtigildi fyrir fólk í framtíðinni. Vorið 1973 skrifaði íþróttafréttamaðurinn Steinar J. Lúðvíksson mikla grein í Morgunblaðið þar sem hann reyndi að gera sér í hugarlund hvernig íþróttalífið yrði á Íslandi og á heimsvísu árið 2000. Óhætt er að segja að Steinar hafi skipað sér í raðir hinna djarfari og þar af leiðandi skemmtilegri spámanna. Líkt og gildir svo oft um spádóma, sagði pistillinn þó mest um samtíma höfundarins, væntingar í bland við óskhyggju og fól í sér bæði beina og óbeina gagnrýni á ríkjandi ástand. Greinin ber með sér að vera rituð á tímum deilna um atvinnumennsku eða áhugamennsku í íþróttum. Alþjóðaólympíuhreyfingin reyndi að ríghalda í gildi áhugamennskunnar, þótt sífellt betur mætti vera ljóst að um falska glansmynd væri að ræða. Á Ólympíuleikum kepptu herskarar íþróttamanna frá kommúnistaríkjum Austur-Evrópu sem voru áhugamenn að nafninu til en gátu í raun helgað sig æfingum á launum frá ríkinu. Kollegar þeirra vestan járntjalds nutu sömuleiðis í vaxandi mæli opinberra styrkja eða högnuðust á auglýsingasamningum við stórfyrirtæki. Greinar þar sem tekjurnar voru mestar, svo sem tennis og golf, voru ekki á Ólympíuleikum og knattspyrnukeppni leikanna var skipuð ungmenna- og áhugamannaliðum. Þótt hin yfirlýsta áhugamennskuhugsjón Ólympíuleikanna væri með þessum hætti að molna niður fyrir allra augum, neituðu forystumenn hreyfingarinnar að horfast í augu við þróunina. Þremur dögum fyrir vetrarólympíuleikana í Sapporo árið 1972 lét Avery Brundage, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, til skarar skríða gegn keppendum í alpagreinum sem græddu vel á auglýsingasamningum og gátu unnið til hárra peningaverðlauna. Austurríski skíðakappinn Karl Schranz var sendur heim fyrir brot á reglunum og átti það að vera öðrum víti til varnaðar. Schranz var um þær mundir einn kunnasti alpaskíðamaður heims og þjóðhetja í heimalandinu. Íhuguðu Austurríkismenn alvarlega að draga alla íþróttamenn sína úr keppni í mótmælaskyni.Atvinnuloddarar Augljóst er hvar samúð blaðamanns Morgunblaðsins lá í þessum deilum, enda velti hann því fyrir sér hvort tími atvinnumennskunnar væri að líða undir lok? Vísaði hann til þess að áhorfendur á skíða- og skautakeppnum væru í vaxandi mæli farnir að snúa baki við mótum atvinnumanna eða „atvinnuloddara“ eins og fjölmiðlar kölluðu þá. Þjálfun afreksíþróttamanna var að mati Steinars löngu komin út í öfgar. Tölvur hefðu reiknað út að miðað við þróun heimsmetsins í 100 metra hlaupi yrði það komið niður fyrir 9,4 sekúndur um aldamótin. Vísindamenn stórþjóðanna ynnu baki brotnu að því að gera íþróttafólki kleift að bæta sig um brot úr sekúndu, sentimetra eða grömm. Í þessu skyni væri notast við hormónalyf sem gætu reynst stórskaðleg og jafnvel banvæn, en á áttunda áratugnum voru augu manna fyrir lyfjamisnotkun í íþróttum aðeins tekin að opnast. Almenningsíþróttir voru talsvert í umræðunni, með vaxandi þátttöku í trimmi, sundi og almennri leikfimi. Taldi blaðamaður Morgunblaðsins að vaxtarbroddur íþróttanna yrði á því sviði þar sem almenn líkamsrækt yrði jafn sjálfsagður hluti daglegrar tilveru og að tannbursta sig eða fara í bað. Með almennari íþróttaþátttöku hlyti áherslan á afrekskeppni að minnka. Atvinnumennskan myndi ef til vill eflast enn um sinn en síðan hlyti að draga úr henni. Líklega yrði staða atvinnumennskunnar svipuð um aldamótin 2000 og árið 1973 en 21. öldin myndi svo sjá endurreisn áhugamennskunnar og hálf-atvinnumennskunnar. Máli sínu til stuðnings benti greinarhöfundur á þróun mála í knattspyrnuheiminum. „Áhorfendum á leikjum þeirra fækkar jafnt og þétt og það þykir ekki lengur áhugavert þótt fréttir berist um að frægir leikmenn séu seldir milli félaga fyrir svo og svo háar upphæðir.“ Fækkun áhorfenda þýddi lægri laun til leikmanna, enda væri staðan sú í Englandi og Vestur-Þýskalandi að mörg knattspyrnufyrirtæki væru rekin með tapi „og slíkt gengur vitanlega ekki nema um takmarkaðan tíma“. Óneitanlega hljómar þessi spádómur furðulega í dag, þar sem knattspyrnuheimurinn dansar kringum gullkálfinn sem aldrei fyrr. Í byrjun áttunda áratugarins var staðan hins vegar önnur, knattspyrnan var íþrótt verkalýðsstéttarinnar og á fallanda fæti. Knattspyrnuleikvangar voru að grotna niður og „betri borgarar“ héldu sig fjarri íþróttinni af ótta við boltabullur. Fleiri dæmi mætti nefna um að spámaðurinn vanmæti mátt kapítalismans á íþróttasviðinu. Ekki taldi blaðamaðurinn ólíklegt að Ólympíuleikarnir myndu leggjast af innan skamms tíma og svo kynni að fara Montreal-leikarnir árið 1976 yrðu hinir síðustu. Þess í stað myndu heimsmeistaramót í hinum ýmsu greinum taka við hlutverki Ólympíuleikanna. Spá þessi var rökrétt enda höfðu Ólympíuleikarnir þanist út frá árinu 1960 og virtist aðeins á færi ríkustu þjóða að halda þá með stórkostlegum útgjöldum. Árið 1972 hafði bandaríska borgin Denver meira að segja afsalað sér vetrarólympíuleikum eftir hörð mótmæli óánægðra skattgreiðenda. Leikarnir í Montreal enduðu að sönnu með fjárhagslegum ósköpum, enda þeir síðustu sem einkum treystu á miðasölu á viðburði til að standa straum af kostnaðinum. Á níunda áratugnum áttu sjónvarpstekjur og auglýsingasamningar hins vegar eftir að gjörbreyta myndinni og í stað þess að draga saman seglin hefur Ólympíuhreyfingin fremur bætt í.Stjarnan á sigurbraut Á Íslandi, taldi Steinar, yrðu fótbolti og handbolti ugglaust vinsælustu greinarnar næsta áratuginn eða svo, en nýjar íþróttir ættu þó eftir að láta mikið að sér kveða: borðtennis og blak. Vinsældir þessara greina skýrðust af því hversu auðvelt væri að iðka þær í litlum íþróttahúsum, til að mynda á landsbyggðinni. Var þetta lítt dulbúið skot á stefnu og tómlæti stjórnvalda í íþróttahúsbyggingum þar sem áhersla var lögð á lítil hús með aðstöðu fyrir fáa áhorfendur. Íþróttastefna ríkisvaldsins fékk annars lága einkunn og var því spáð að verðlaun Vilhjálms Einarssonar á ÓL 1956 yrðu þau einu í sögunni. Spámaðurinn misreiknaði sig um fjórtán ár þegar hann spáði Stjörnunni í Garðabæ Íslandsmeistaratitlinum árið 2000, eftir harða samkeppni við Selfoss, Njarðvík og ÍR. Fylkismenn yrðu Íslandsmeistarar í handbolta en Eyjamenn, Egilsstaðabúar og Blönduósingar berðust um titilinn í körfunni. Það segir þó kannski mesta sögu um tíðarandann árið 1973 að ekkert var hirt um að nefna meistara í kvennaflokki. Mestu íþróttaafrek Íslendinga árið 2000 voru samkvæmt spánni í plásslitlu inniíþróttunum: stórsigur á Kínverjum í borðtennis, naumt tap fyrir Indónesíu í badminton og Norðurlandameistaratitill í blaki. Sundkappinn Jón synti 100 metra skriðsund á 50 sek. sléttum (Íslandsmet Arnar Arnarsonar frá 2007 er 48,42 sek.). Í stangarstökkinu urðu framfarirnar minni en ráð var fyrir gert. Samkvæmt spánni lyfti Jón J. Jónsson sér yfir 5,9 metra og varð ofarlega á heimsafrekalistanum. Í raun hefur engum stökkvara tekist að bæta 5,31 metra Íslandsmet Sigurðar T. Sigurðssonar frá 1984. Eftir velgengni Kamerún á HM í knattspyrnu árið 1990 spáðu margir því að ekki liði á löngu uns Afríka myndi eignast sína fyrstu heimsmeistara. Steinar J. Lúðvíksson var því langt á undan sinni samtíð með því að spá Úganda heimsmeistaratitlinum í fótbolta. Því miður kom ekki fram hverja liðsmenn Úganda öttu kappi við í lokaleiknum, né hvers konar íþrótt „höfuðstökk“ sé – en sigur Ungverja í henni þótti í það minnsta markverður. Galsi færist í spámanninn í lokasetningum hins bráðskemmtilega pistils, þar sem sagt er frá heimsmeti bandaríska beljakans John Long Strong í kringlukasti. 86,86 metra kastið hans slær þó rækilega við gildandi meti upp á rúma 74 metra sem austurþýskur kastari náði fyrir þremur áratugum. Og um síðustu aldamót var heimsmetið í 5.000 metra hlaupi 12 mínútur og 39 sekúndur en ekki 12:01 og var í eigu Eþíópíumannsins Haile Gebrselassie en ekki Danans Tofusprenge, þótt það hefði óneitanlega verið mun skemmtilegra!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember. Lífið Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er erfitt að spá, einkum um framtíðina,“ sagði danski eðlisfræðingurinn Níels Bohr og þótti hnyttið. Auðvitað var þetta hárrétt hjá karlinum. Að segja fyrir um óorðna hluti er vandaverk, einkum ef spádómarnir eiga að vera djarfir. Það er hins vegar lítið fjör að lesa varfærna og íhaldssama spádóma sem giska aðeins á hið augljósa. Góður spámaður þarf að vera frumlegur í hugsun og getur þá borið höfuðið hátt þegar spádómarnir ganga eftir. Í versta falli hafa mislukkaðar spásagnirnar þá skemmtigildi fyrir fólk í framtíðinni. Vorið 1973 skrifaði íþróttafréttamaðurinn Steinar J. Lúðvíksson mikla grein í Morgunblaðið þar sem hann reyndi að gera sér í hugarlund hvernig íþróttalífið yrði á Íslandi og á heimsvísu árið 2000. Óhætt er að segja að Steinar hafi skipað sér í raðir hinna djarfari og þar af leiðandi skemmtilegri spámanna. Líkt og gildir svo oft um spádóma, sagði pistillinn þó mest um samtíma höfundarins, væntingar í bland við óskhyggju og fól í sér bæði beina og óbeina gagnrýni á ríkjandi ástand. Greinin ber með sér að vera rituð á tímum deilna um atvinnumennsku eða áhugamennsku í íþróttum. Alþjóðaólympíuhreyfingin reyndi að ríghalda í gildi áhugamennskunnar, þótt sífellt betur mætti vera ljóst að um falska glansmynd væri að ræða. Á Ólympíuleikum kepptu herskarar íþróttamanna frá kommúnistaríkjum Austur-Evrópu sem voru áhugamenn að nafninu til en gátu í raun helgað sig æfingum á launum frá ríkinu. Kollegar þeirra vestan járntjalds nutu sömuleiðis í vaxandi mæli opinberra styrkja eða högnuðust á auglýsingasamningum við stórfyrirtæki. Greinar þar sem tekjurnar voru mestar, svo sem tennis og golf, voru ekki á Ólympíuleikum og knattspyrnukeppni leikanna var skipuð ungmenna- og áhugamannaliðum. Þótt hin yfirlýsta áhugamennskuhugsjón Ólympíuleikanna væri með þessum hætti að molna niður fyrir allra augum, neituðu forystumenn hreyfingarinnar að horfast í augu við þróunina. Þremur dögum fyrir vetrarólympíuleikana í Sapporo árið 1972 lét Avery Brundage, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, til skarar skríða gegn keppendum í alpagreinum sem græddu vel á auglýsingasamningum og gátu unnið til hárra peningaverðlauna. Austurríski skíðakappinn Karl Schranz var sendur heim fyrir brot á reglunum og átti það að vera öðrum víti til varnaðar. Schranz var um þær mundir einn kunnasti alpaskíðamaður heims og þjóðhetja í heimalandinu. Íhuguðu Austurríkismenn alvarlega að draga alla íþróttamenn sína úr keppni í mótmælaskyni.Atvinnuloddarar Augljóst er hvar samúð blaðamanns Morgunblaðsins lá í þessum deilum, enda velti hann því fyrir sér hvort tími atvinnumennskunnar væri að líða undir lok? Vísaði hann til þess að áhorfendur á skíða- og skautakeppnum væru í vaxandi mæli farnir að snúa baki við mótum atvinnumanna eða „atvinnuloddara“ eins og fjölmiðlar kölluðu þá. Þjálfun afreksíþróttamanna var að mati Steinars löngu komin út í öfgar. Tölvur hefðu reiknað út að miðað við þróun heimsmetsins í 100 metra hlaupi yrði það komið niður fyrir 9,4 sekúndur um aldamótin. Vísindamenn stórþjóðanna ynnu baki brotnu að því að gera íþróttafólki kleift að bæta sig um brot úr sekúndu, sentimetra eða grömm. Í þessu skyni væri notast við hormónalyf sem gætu reynst stórskaðleg og jafnvel banvæn, en á áttunda áratugnum voru augu manna fyrir lyfjamisnotkun í íþróttum aðeins tekin að opnast. Almenningsíþróttir voru talsvert í umræðunni, með vaxandi þátttöku í trimmi, sundi og almennri leikfimi. Taldi blaðamaður Morgunblaðsins að vaxtarbroddur íþróttanna yrði á því sviði þar sem almenn líkamsrækt yrði jafn sjálfsagður hluti daglegrar tilveru og að tannbursta sig eða fara í bað. Með almennari íþróttaþátttöku hlyti áherslan á afrekskeppni að minnka. Atvinnumennskan myndi ef til vill eflast enn um sinn en síðan hlyti að draga úr henni. Líklega yrði staða atvinnumennskunnar svipuð um aldamótin 2000 og árið 1973 en 21. öldin myndi svo sjá endurreisn áhugamennskunnar og hálf-atvinnumennskunnar. Máli sínu til stuðnings benti greinarhöfundur á þróun mála í knattspyrnuheiminum. „Áhorfendum á leikjum þeirra fækkar jafnt og þétt og það þykir ekki lengur áhugavert þótt fréttir berist um að frægir leikmenn séu seldir milli félaga fyrir svo og svo háar upphæðir.“ Fækkun áhorfenda þýddi lægri laun til leikmanna, enda væri staðan sú í Englandi og Vestur-Þýskalandi að mörg knattspyrnufyrirtæki væru rekin með tapi „og slíkt gengur vitanlega ekki nema um takmarkaðan tíma“. Óneitanlega hljómar þessi spádómur furðulega í dag, þar sem knattspyrnuheimurinn dansar kringum gullkálfinn sem aldrei fyrr. Í byrjun áttunda áratugarins var staðan hins vegar önnur, knattspyrnan var íþrótt verkalýðsstéttarinnar og á fallanda fæti. Knattspyrnuleikvangar voru að grotna niður og „betri borgarar“ héldu sig fjarri íþróttinni af ótta við boltabullur. Fleiri dæmi mætti nefna um að spámaðurinn vanmæti mátt kapítalismans á íþróttasviðinu. Ekki taldi blaðamaðurinn ólíklegt að Ólympíuleikarnir myndu leggjast af innan skamms tíma og svo kynni að fara Montreal-leikarnir árið 1976 yrðu hinir síðustu. Þess í stað myndu heimsmeistaramót í hinum ýmsu greinum taka við hlutverki Ólympíuleikanna. Spá þessi var rökrétt enda höfðu Ólympíuleikarnir þanist út frá árinu 1960 og virtist aðeins á færi ríkustu þjóða að halda þá með stórkostlegum útgjöldum. Árið 1972 hafði bandaríska borgin Denver meira að segja afsalað sér vetrarólympíuleikum eftir hörð mótmæli óánægðra skattgreiðenda. Leikarnir í Montreal enduðu að sönnu með fjárhagslegum ósköpum, enda þeir síðustu sem einkum treystu á miðasölu á viðburði til að standa straum af kostnaðinum. Á níunda áratugnum áttu sjónvarpstekjur og auglýsingasamningar hins vegar eftir að gjörbreyta myndinni og í stað þess að draga saman seglin hefur Ólympíuhreyfingin fremur bætt í.Stjarnan á sigurbraut Á Íslandi, taldi Steinar, yrðu fótbolti og handbolti ugglaust vinsælustu greinarnar næsta áratuginn eða svo, en nýjar íþróttir ættu þó eftir að láta mikið að sér kveða: borðtennis og blak. Vinsældir þessara greina skýrðust af því hversu auðvelt væri að iðka þær í litlum íþróttahúsum, til að mynda á landsbyggðinni. Var þetta lítt dulbúið skot á stefnu og tómlæti stjórnvalda í íþróttahúsbyggingum þar sem áhersla var lögð á lítil hús með aðstöðu fyrir fáa áhorfendur. Íþróttastefna ríkisvaldsins fékk annars lága einkunn og var því spáð að verðlaun Vilhjálms Einarssonar á ÓL 1956 yrðu þau einu í sögunni. Spámaðurinn misreiknaði sig um fjórtán ár þegar hann spáði Stjörnunni í Garðabæ Íslandsmeistaratitlinum árið 2000, eftir harða samkeppni við Selfoss, Njarðvík og ÍR. Fylkismenn yrðu Íslandsmeistarar í handbolta en Eyjamenn, Egilsstaðabúar og Blönduósingar berðust um titilinn í körfunni. Það segir þó kannski mesta sögu um tíðarandann árið 1973 að ekkert var hirt um að nefna meistara í kvennaflokki. Mestu íþróttaafrek Íslendinga árið 2000 voru samkvæmt spánni í plásslitlu inniíþróttunum: stórsigur á Kínverjum í borðtennis, naumt tap fyrir Indónesíu í badminton og Norðurlandameistaratitill í blaki. Sundkappinn Jón synti 100 metra skriðsund á 50 sek. sléttum (Íslandsmet Arnar Arnarsonar frá 2007 er 48,42 sek.). Í stangarstökkinu urðu framfarirnar minni en ráð var fyrir gert. Samkvæmt spánni lyfti Jón J. Jónsson sér yfir 5,9 metra og varð ofarlega á heimsafrekalistanum. Í raun hefur engum stökkvara tekist að bæta 5,31 metra Íslandsmet Sigurðar T. Sigurðssonar frá 1984. Eftir velgengni Kamerún á HM í knattspyrnu árið 1990 spáðu margir því að ekki liði á löngu uns Afríka myndi eignast sína fyrstu heimsmeistara. Steinar J. Lúðvíksson var því langt á undan sinni samtíð með því að spá Úganda heimsmeistaratitlinum í fótbolta. Því miður kom ekki fram hverja liðsmenn Úganda öttu kappi við í lokaleiknum, né hvers konar íþrótt „höfuðstökk“ sé – en sigur Ungverja í henni þótti í það minnsta markverður. Galsi færist í spámanninn í lokasetningum hins bráðskemmtilega pistils, þar sem sagt er frá heimsmeti bandaríska beljakans John Long Strong í kringlukasti. 86,86 metra kastið hans slær þó rækilega við gildandi meti upp á rúma 74 metra sem austurþýskur kastari náði fyrir þremur áratugum. Og um síðustu aldamót var heimsmetið í 5.000 metra hlaupi 12 mínútur og 39 sekúndur en ekki 12:01 og var í eigu Eþíópíumannsins Haile Gebrselassie en ekki Danans Tofusprenge, þótt það hefði óneitanlega verið mun skemmtilegra!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember.
Lífið Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira