Völlurinn sem hristist eitt af vandamálum Rússa fyrir HM 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2016 09:30 Verkamenn á fullu að laga til Krestovsky leikvanginn. Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur áhyggjur af einum leikvellinum sem verður notaður á HM í Rússlandi 2018. Rússar byggðu Krestovsky leikvanginn í Sankti Pétursborg sérstaklega fyrir HM 2018 en völlurinn mun taka yfir 68 þúsund manns í sæti. Rannsókn fulltrúa FIFA leiddi í ljós að leikvöllurinn sjálfur sé óstöðugur. Byggingin sé í fínu lagi en að sjálft undirlagið þarfnist lagfæringar. Verkfræðingar leita nú lausna. Hér fylgir sögunni að það er hægt að renna grasinu útaf leikvanginum til að hlífa því fyrir ágangi á tónleiknum eða hjálpa umsjónarmönnum að rækta það upp við betri skilyrði. Krestovsky leikvangurinn, mun heita Sankti Pétursborg leikvangurinn á meðan keppninni stendur en hann verður síðan framtíðarheimavöllur Zenit Sankti Pétursborg. Vitaly Mutko, varaforsætisráðherra Rússa, gerir lítið úr vandamálinu og segir að menn þar á bæ fari nú í að leysa þetta og að þeir muni verða með allt klárt þegar frestur þeirra rennur út í næsta mánuði. „Þetta er ekkert óeðlilegt. Við þurfum bara að treysta undirstöður leikvallarins og það verður gert,“ sagði Vitaly Mutko. Fréttirnar hafa kallað á gagnrýni í heimalandinu enda kostaði 550 milljón pund, 76 milljarða íslenskra króna, að byggja leikvanginn. Hann hefur verið í byggingu í tíu ár og því þykir mörgum ótrúlegt að svona vandamál geti komið upp á þessum tímapunkti. Andspyrnubloggarinn Rustem Adagamov hitti kannski naglann á höfuðið. „Einmitt það sem við þurfum. Eyðum tíu árum í að byggja leikvang, hendum í hann hálfum milljarði dollara og stöndum síðan uppi með völl sem er ekki hægt að spila á,“ skrifaði Rustem Adagamov á Twitter. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur áhyggjur af einum leikvellinum sem verður notaður á HM í Rússlandi 2018. Rússar byggðu Krestovsky leikvanginn í Sankti Pétursborg sérstaklega fyrir HM 2018 en völlurinn mun taka yfir 68 þúsund manns í sæti. Rannsókn fulltrúa FIFA leiddi í ljós að leikvöllurinn sjálfur sé óstöðugur. Byggingin sé í fínu lagi en að sjálft undirlagið þarfnist lagfæringar. Verkfræðingar leita nú lausna. Hér fylgir sögunni að það er hægt að renna grasinu útaf leikvanginum til að hlífa því fyrir ágangi á tónleiknum eða hjálpa umsjónarmönnum að rækta það upp við betri skilyrði. Krestovsky leikvangurinn, mun heita Sankti Pétursborg leikvangurinn á meðan keppninni stendur en hann verður síðan framtíðarheimavöllur Zenit Sankti Pétursborg. Vitaly Mutko, varaforsætisráðherra Rússa, gerir lítið úr vandamálinu og segir að menn þar á bæ fari nú í að leysa þetta og að þeir muni verða með allt klárt þegar frestur þeirra rennur út í næsta mánuði. „Þetta er ekkert óeðlilegt. Við þurfum bara að treysta undirstöður leikvallarins og það verður gert,“ sagði Vitaly Mutko. Fréttirnar hafa kallað á gagnrýni í heimalandinu enda kostaði 550 milljón pund, 76 milljarða íslenskra króna, að byggja leikvanginn. Hann hefur verið í byggingu í tíu ár og því þykir mörgum ótrúlegt að svona vandamál geti komið upp á þessum tímapunkti. Andspyrnubloggarinn Rustem Adagamov hitti kannski naglann á höfuðið. „Einmitt það sem við þurfum. Eyðum tíu árum í að byggja leikvang, hendum í hann hálfum milljarði dollara og stöndum síðan uppi með völl sem er ekki hægt að spila á,“ skrifaði Rustem Adagamov á Twitter.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira