Hinn 19 ára gamli Mike Neero fékk sér húðflúr þar sem stóð „Meistarar 2016“ og svo voru merki Cleveland Indians og Cleveland Cavaliers þar við hliðina.
Þetta sprakk auðvitað í andlitið á Neero því Indians tapaði oddaleiknum og er því alls ekki meistari.
„Ég er mjög svekktur yfir þessu tapi og er alveg sama um tattúið. Ég fékk mér það þrem tímum fyrir leik. Gerði það fyrir bróðir minn sem féll frá fyrir tveim árum síðan,“ sagði Neero en tístið hans hér að neðan hefur auðvitað slegið í gegn.
„Svona er þetta. Stundum vinnur maður og stundum tapar maður. Ég mun nota þetta tattú sem áminningu um að hætta að gera heimskulega hluti. Við komum til baka á næsta ári og þá læt ég bara breyta tattúinu. Ég mun ekki taka það af. Það eru helst foreldrar mínir sem eru svekktir yfir þessu. Aðallega af því það var dýrt og ég er alveg hrikalega blankur.“
Some call it bold, but I call it faith in Kluber @Indians #rolltribe pic.twitter.com/bbwHWOYuT5
— Miké (@MikeNeero) November 2, 2016