Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy mættu til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum núna klukkan 13.
Bjarni fundar nú með formönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi í kjölfar þess að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veiti honum umboð til myndunar ríkisstjórnar í gær.
Bjarni hitti fyrst þau Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins og Lilju Alfreðsdóttur varaformann flokksins í gær og í morgun átti Bjarni tveggja tíma fund með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna.
Næst í röðinni á eftir Pírötum í fundahöldum Bjarna eru Björt framtíð og Viðreisn en formenn flokkanna munu mæta saman í Ráðherrabústaðinn klukkan 15 í dag. Seinastur til fundar við Bjarna er svo Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Píratar funda með Bjarna

Tengdar fréttir

Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið
Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12.

Katrín mætt til fundar við Bjarna
Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær.