Góður kennari skiptir öllu máli Valdimar Víðisson skrifar 2. nóvember 2016 15:50 Á þessu ári hafa grunnskólakennarar fellt kjarasamning í tvígang. Fyrst í júní og svo aftur núna í haust. Stjórn FG (félags grunnskólakennara) ákvað því að heimsækja skóla til að heyra beint í kennurum. Gott framtak sem mun ábyggilega skila miklu í þá vinnu sem er framundan. Grunnskólakennarar voru því tiltölulega rólegir þar sem þessi vinna er í gangi. En hvað gerist svo? Jú, kjararáð ákveður að hækka laun æðstu embætismanna um mörg hundruð þúsund, ekki á ári, nei, á mánuði. Launahækkanirnar eru hærri heldur en meðalkennari er að fá útborgað um hver mánaðarmót. Þessi ákvörðun var því ákveðið kjaftshögg fyrir kennarastéttina sem er samningslaus og þarf að berjast fyrir hverju einasta prósenti í launahækkunum. Þar fyrir utan þurfa kennarar að skilgreina vinnutímann sinn og verkefni. Það þurfa þeir ekki að gera sem heyra undir kjararáð. Hver er sanngirnin í því? Eru þeir sem heyra undir kjararáð merkilegra og betra fólk en við hin? Grunnskólakennarar eru svo langt í frá öfundsverðir af sínum launum. Einhleypur kennari með börn á sínu framfæri þarf að vera í aukavinnu til að láta enda ná saman. Hver er sanngirnin í því? Starf grunnskólakennara er mjög gefandi og skemmtilegt starf. En það er mikið álagsstarf og áreitið er gífurlega mikið. Laun þeirra þurfa því að vera góð. Þetta er ekki spurning um að semja um vinnutíma, verkefni eða viðveru, þetta er spurning um að hækka launin og það umtalsvert. Viðsemjendur kennara benda á að það hafa orðið hækkanir undanfarin ár, það er vissulega rétt. En það gleymist að kennarar voru þá að selja eitthvað annað eins og t.d. afsláttartíma í kennslu. Umræðan í samfélaginu er ekki alltaf með kennurum. Starfið er talað niður og því miður eru það í sumum tilfellum kennarar sjálfir sem gera það. Því þarf að breyta. Grunnskólakennarar hafa fáa bandamenn þar sem umræðan er oft á þá leið að kennarar séu svo oft í fríi, fái mikið svigrúm og fleira í þeim dúr. Kennari í fullu starfi skilar af sér tæplega 43 klst. á viku í vinnu. Umframtíminn sem hann vinnur er þá til að vinna af sér jóla- og páskafrí. Veikindafjarvistir kennara hafa aukist undanfarin ár. Ég tel að það sé að einhverju leyti vegna mikils álags. Kennarar eru oft búnir á því. Búnir á því vegna álags, áreitis og einnig einfaldlega langþreyttir á sinni stöðu. Ég skora því á sveitarfélögin að skoða þetta frá grunni. Við þurfum sátta kennara. Kennara sem eru stoltir af sínu starfi og sáttir með sín laun. Það eru mun færri sem hefja kennaranám í dag heldur en fyrir nokkrum árum og því lítur út fyrir að það verði kennaraskortur í framtíðinni. Af hverju sækja svona fáir í námið? Jú, það borgar sig bara ekki að leggja á sig þetta háskólanám fyrir þessi laun. Það er bara þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu ári hafa grunnskólakennarar fellt kjarasamning í tvígang. Fyrst í júní og svo aftur núna í haust. Stjórn FG (félags grunnskólakennara) ákvað því að heimsækja skóla til að heyra beint í kennurum. Gott framtak sem mun ábyggilega skila miklu í þá vinnu sem er framundan. Grunnskólakennarar voru því tiltölulega rólegir þar sem þessi vinna er í gangi. En hvað gerist svo? Jú, kjararáð ákveður að hækka laun æðstu embætismanna um mörg hundruð þúsund, ekki á ári, nei, á mánuði. Launahækkanirnar eru hærri heldur en meðalkennari er að fá útborgað um hver mánaðarmót. Þessi ákvörðun var því ákveðið kjaftshögg fyrir kennarastéttina sem er samningslaus og þarf að berjast fyrir hverju einasta prósenti í launahækkunum. Þar fyrir utan þurfa kennarar að skilgreina vinnutímann sinn og verkefni. Það þurfa þeir ekki að gera sem heyra undir kjararáð. Hver er sanngirnin í því? Eru þeir sem heyra undir kjararáð merkilegra og betra fólk en við hin? Grunnskólakennarar eru svo langt í frá öfundsverðir af sínum launum. Einhleypur kennari með börn á sínu framfæri þarf að vera í aukavinnu til að láta enda ná saman. Hver er sanngirnin í því? Starf grunnskólakennara er mjög gefandi og skemmtilegt starf. En það er mikið álagsstarf og áreitið er gífurlega mikið. Laun þeirra þurfa því að vera góð. Þetta er ekki spurning um að semja um vinnutíma, verkefni eða viðveru, þetta er spurning um að hækka launin og það umtalsvert. Viðsemjendur kennara benda á að það hafa orðið hækkanir undanfarin ár, það er vissulega rétt. En það gleymist að kennarar voru þá að selja eitthvað annað eins og t.d. afsláttartíma í kennslu. Umræðan í samfélaginu er ekki alltaf með kennurum. Starfið er talað niður og því miður eru það í sumum tilfellum kennarar sjálfir sem gera það. Því þarf að breyta. Grunnskólakennarar hafa fáa bandamenn þar sem umræðan er oft á þá leið að kennarar séu svo oft í fríi, fái mikið svigrúm og fleira í þeim dúr. Kennari í fullu starfi skilar af sér tæplega 43 klst. á viku í vinnu. Umframtíminn sem hann vinnur er þá til að vinna af sér jóla- og páskafrí. Veikindafjarvistir kennara hafa aukist undanfarin ár. Ég tel að það sé að einhverju leyti vegna mikils álags. Kennarar eru oft búnir á því. Búnir á því vegna álags, áreitis og einnig einfaldlega langþreyttir á sinni stöðu. Ég skora því á sveitarfélögin að skoða þetta frá grunni. Við þurfum sátta kennara. Kennara sem eru stoltir af sínu starfi og sáttir með sín laun. Það eru mun færri sem hefja kennaranám í dag heldur en fyrir nokkrum árum og því lítur út fyrir að það verði kennaraskortur í framtíðinni. Af hverju sækja svona fáir í námið? Jú, það borgar sig bara ekki að leggja á sig þetta háskólanám fyrir þessi laun. Það er bara þannig.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun