Birgitta um ákvörðun Guðna: „Frjálst að leyfa Bjarna að spreyta sig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 12:45 Píratar með Guðna Th. á Bessastöðum á mánudag. vísir/anton brink „Guðna er náttúrulega frjálst að leyfa að Bjarna að spreyta sig,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata aðspurð um það hvernig henni líst á það að forsetinn hafi veitt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Hún segir að þessi ákvörðun hafi ekki komið sér á óvart og sér nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í kortunum. „Þegar ég set á mig spákonuhattinn þá sé ég fram á að það verði mögulega reynt að mynda DAC-stjórn jafnvel með stuðningi Framsóknar eða eitthvað svoleiðis. Mér þætti ekkert skrýtið að það yrði fyrsta tilraun,“ segir Birgitta í samtali við Vísi en slík þriggja flokka hefði aðeins eins manns meirihluta. Því veltir Birgitta upp hvort hún myndi leita stuðnings Framsóknar.Sjá einnig: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppévísir/anton brinkHún varpar þó fram þeirri spurningu hvernig Björt framtíð ætli að ná fram breytingum sínum varðandi landbúnaðarkerfið eða fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá hafi Óttarr Proppé jafnframt sagt á síðari fundi stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningarnar vegna mögulegra stjórnarmyndunarviðræðna að hann væri ekki til í samstarf með Sjálfstæðisflokknum eins og hann er í dag. „Og mér sýnist hann enn vera á þeim stað ef marka má viðtal við hann í Stundinni í dag enda hefur maður séð fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar vera mjög á móti slíku. Hvernig eiga þeir að ná fram breytingum á landbúnaðarkerfinu, fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um ESB, fara í stjórnarskrárvinnu, kerfisbreytingar og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum. Stóra spurningin er því hvað geta þessir þrír flokkar komið sér saman um?“ segir Birgitta. Kosningar 2016 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira
„Guðna er náttúrulega frjálst að leyfa að Bjarna að spreyta sig,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata aðspurð um það hvernig henni líst á það að forsetinn hafi veitt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Hún segir að þessi ákvörðun hafi ekki komið sér á óvart og sér nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í kortunum. „Þegar ég set á mig spákonuhattinn þá sé ég fram á að það verði mögulega reynt að mynda DAC-stjórn jafnvel með stuðningi Framsóknar eða eitthvað svoleiðis. Mér þætti ekkert skrýtið að það yrði fyrsta tilraun,“ segir Birgitta í samtali við Vísi en slík þriggja flokka hefði aðeins eins manns meirihluta. Því veltir Birgitta upp hvort hún myndi leita stuðnings Framsóknar.Sjá einnig: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppévísir/anton brinkHún varpar þó fram þeirri spurningu hvernig Björt framtíð ætli að ná fram breytingum sínum varðandi landbúnaðarkerfið eða fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá hafi Óttarr Proppé jafnframt sagt á síðari fundi stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningarnar vegna mögulegra stjórnarmyndunarviðræðna að hann væri ekki til í samstarf með Sjálfstæðisflokknum eins og hann er í dag. „Og mér sýnist hann enn vera á þeim stað ef marka má viðtal við hann í Stundinni í dag enda hefur maður séð fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar vera mjög á móti slíku. Hvernig eiga þeir að ná fram breytingum á landbúnaðarkerfinu, fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um ESB, fara í stjórnarskrárvinnu, kerfisbreytingar og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum. Stóra spurningin er því hvað geta þessir þrír flokkar komið sér saman um?“ segir Birgitta.
Kosningar 2016 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira