Dagur um nýju bókina sína: Ekki hrein ævisaga en ekki íþróttabók heldur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2016 10:30 Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Þetta er stór dagur fyrir íslenska handboltaþjálfarann Dag Sigurðsson því nýja bókin hans kemur út í Þýskaland í dag. Árið 2016 hefur verið magnað hjá Degi sem gerði þýska handboltalandsliðið að Evrópumeisturum í janúar og vann síðan Ólympíubrons með liðinu í ágúst. Bókin hans Dags heitir „Feuer und Eis: Mit Leidenschaft zum Erfolg“ eða „Eldur og ís: Með ástríðu fyrir árangri.“ Dagur viðurkennir í viðtali við handball-world.com að titilinn sé skírskotun í hann sjálfan en Dagur nefnir Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, þegar hann er spurður út í titil bókarinnar. „Þetta kemur aðeins frá Íslandi en líka frá mér. Bob hefur stundum sagt það að ég sé stundum eins og ís og svo komi eldgos við og við. Þetta á því við mig því ég er oftast rólegur og yfirvegaður en get líka æst mig ef það þarf að leiðrétta eitthvað,“ segir Dagur en af hverju er hann að gefa út bók núna? „Þessa ákvörðun tók ég af því að það var mikill áhugi fyrir að heyra mína sögu. Ég var spenntur fyrir að skrifa svona bók. Þetta er ekki hreinræktuð ævisaga en þetta er ekki íþróttabók heldur. Þetta er einhverskonar blanda,“ sagði Dagur. Dagur segir að í bókinni megi finna góð ráð fyrir handboltaþjálfara og leikmenn líka. „Þetta er bók um mitt starf í handboltanum, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari. Ég er mjög tengdur íþróttinni og það er öll mín fjölskylda líka. Í bókinni tala ég líka um ástæðu þess að ég ákvað að verða handboltaþjálfari,“ sagði Dagur. Dagur hefur einnig náð góðum árangri í heimi viðskiptanna og hann kemur einnig inn á þann hluta lífs síns í bókinni. „Þjálfun og viðskipti eru lík að mörgu leyti eins og þegar kemur að því að búa til góðan liðsanda og byggja upp lið,“ sagði Dagur. Það er hægt að sjá og kaupa bókina hér. EM 2016 karla í handbolta EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Þetta er stór dagur fyrir íslenska handboltaþjálfarann Dag Sigurðsson því nýja bókin hans kemur út í Þýskaland í dag. Árið 2016 hefur verið magnað hjá Degi sem gerði þýska handboltalandsliðið að Evrópumeisturum í janúar og vann síðan Ólympíubrons með liðinu í ágúst. Bókin hans Dags heitir „Feuer und Eis: Mit Leidenschaft zum Erfolg“ eða „Eldur og ís: Með ástríðu fyrir árangri.“ Dagur viðurkennir í viðtali við handball-world.com að titilinn sé skírskotun í hann sjálfan en Dagur nefnir Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, þegar hann er spurður út í titil bókarinnar. „Þetta kemur aðeins frá Íslandi en líka frá mér. Bob hefur stundum sagt það að ég sé stundum eins og ís og svo komi eldgos við og við. Þetta á því við mig því ég er oftast rólegur og yfirvegaður en get líka æst mig ef það þarf að leiðrétta eitthvað,“ segir Dagur en af hverju er hann að gefa út bók núna? „Þessa ákvörðun tók ég af því að það var mikill áhugi fyrir að heyra mína sögu. Ég var spenntur fyrir að skrifa svona bók. Þetta er ekki hreinræktuð ævisaga en þetta er ekki íþróttabók heldur. Þetta er einhverskonar blanda,“ sagði Dagur. Dagur segir að í bókinni megi finna góð ráð fyrir handboltaþjálfara og leikmenn líka. „Þetta er bók um mitt starf í handboltanum, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari. Ég er mjög tengdur íþróttinni og það er öll mín fjölskylda líka. Í bókinni tala ég líka um ástæðu þess að ég ákvað að verða handboltaþjálfari,“ sagði Dagur. Dagur hefur einnig náð góðum árangri í heimi viðskiptanna og hann kemur einnig inn á þann hluta lífs síns í bókinni. „Þjálfun og viðskipti eru lík að mörgu leyti eins og þegar kemur að því að búa til góðan liðsanda og byggja upp lið,“ sagði Dagur. Það er hægt að sjá og kaupa bókina hér.
EM 2016 karla í handbolta EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn