Dagur um nýju bókina sína: Ekki hrein ævisaga en ekki íþróttabók heldur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2016 10:30 Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Þetta er stór dagur fyrir íslenska handboltaþjálfarann Dag Sigurðsson því nýja bókin hans kemur út í Þýskaland í dag. Árið 2016 hefur verið magnað hjá Degi sem gerði þýska handboltalandsliðið að Evrópumeisturum í janúar og vann síðan Ólympíubrons með liðinu í ágúst. Bókin hans Dags heitir „Feuer und Eis: Mit Leidenschaft zum Erfolg“ eða „Eldur og ís: Með ástríðu fyrir árangri.“ Dagur viðurkennir í viðtali við handball-world.com að titilinn sé skírskotun í hann sjálfan en Dagur nefnir Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, þegar hann er spurður út í titil bókarinnar. „Þetta kemur aðeins frá Íslandi en líka frá mér. Bob hefur stundum sagt það að ég sé stundum eins og ís og svo komi eldgos við og við. Þetta á því við mig því ég er oftast rólegur og yfirvegaður en get líka æst mig ef það þarf að leiðrétta eitthvað,“ segir Dagur en af hverju er hann að gefa út bók núna? „Þessa ákvörðun tók ég af því að það var mikill áhugi fyrir að heyra mína sögu. Ég var spenntur fyrir að skrifa svona bók. Þetta er ekki hreinræktuð ævisaga en þetta er ekki íþróttabók heldur. Þetta er einhverskonar blanda,“ sagði Dagur. Dagur segir að í bókinni megi finna góð ráð fyrir handboltaþjálfara og leikmenn líka. „Þetta er bók um mitt starf í handboltanum, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari. Ég er mjög tengdur íþróttinni og það er öll mín fjölskylda líka. Í bókinni tala ég líka um ástæðu þess að ég ákvað að verða handboltaþjálfari,“ sagði Dagur. Dagur hefur einnig náð góðum árangri í heimi viðskiptanna og hann kemur einnig inn á þann hluta lífs síns í bókinni. „Þjálfun og viðskipti eru lík að mörgu leyti eins og þegar kemur að því að búa til góðan liðsanda og byggja upp lið,“ sagði Dagur. Það er hægt að sjá og kaupa bókina hér. EM 2016 karla í handbolta EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Sjá meira
Þetta er stór dagur fyrir íslenska handboltaþjálfarann Dag Sigurðsson því nýja bókin hans kemur út í Þýskaland í dag. Árið 2016 hefur verið magnað hjá Degi sem gerði þýska handboltalandsliðið að Evrópumeisturum í janúar og vann síðan Ólympíubrons með liðinu í ágúst. Bókin hans Dags heitir „Feuer und Eis: Mit Leidenschaft zum Erfolg“ eða „Eldur og ís: Með ástríðu fyrir árangri.“ Dagur viðurkennir í viðtali við handball-world.com að titilinn sé skírskotun í hann sjálfan en Dagur nefnir Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, þegar hann er spurður út í titil bókarinnar. „Þetta kemur aðeins frá Íslandi en líka frá mér. Bob hefur stundum sagt það að ég sé stundum eins og ís og svo komi eldgos við og við. Þetta á því við mig því ég er oftast rólegur og yfirvegaður en get líka æst mig ef það þarf að leiðrétta eitthvað,“ segir Dagur en af hverju er hann að gefa út bók núna? „Þessa ákvörðun tók ég af því að það var mikill áhugi fyrir að heyra mína sögu. Ég var spenntur fyrir að skrifa svona bók. Þetta er ekki hreinræktuð ævisaga en þetta er ekki íþróttabók heldur. Þetta er einhverskonar blanda,“ sagði Dagur. Dagur segir að í bókinni megi finna góð ráð fyrir handboltaþjálfara og leikmenn líka. „Þetta er bók um mitt starf í handboltanum, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari. Ég er mjög tengdur íþróttinni og það er öll mín fjölskylda líka. Í bókinni tala ég líka um ástæðu þess að ég ákvað að verða handboltaþjálfari,“ sagði Dagur. Dagur hefur einnig náð góðum árangri í heimi viðskiptanna og hann kemur einnig inn á þann hluta lífs síns í bókinni. „Þjálfun og viðskipti eru lík að mörgu leyti eins og þegar kemur að því að búa til góðan liðsanda og byggja upp lið,“ sagði Dagur. Það er hægt að sjá og kaupa bókina hér.
EM 2016 karla í handbolta EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Sjá meira