Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, tryggði sínum mönnum stig gegn Besiktas á Vodafone-vellinum í Istanbúl í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Hamsik jafnaði metin í 1-1 með góðu skoti á 82. mínútu, aðeins fjórum mínútum eftir að Ricardo Quaresma kom Tyrkjunum yfir með marki úr vítaspyrnu.
Þegar þessi lið mættust í síðustu umferð riðlakeppninnar vann Besiktas ævintýralegan 2-3 sigur í Napoli.
Ítalarnir eru í efsta sæti riðilsins með sjö stig, einu stigi á undan Besiktas.
Í hinum leik riðilsins mætast Benfica og Dynamo Kiev á Ljósvangi í Lissabon.
Hamsik tryggði Napoli stig á Vodafone-vellinum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



