BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2016 12:21 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. BHM telur að úrskurður kjararáðs um að hækka verulega laun forseta Íslands, alþingismanna og ráðherra til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. Kallar bandalagið eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Í ályktun BHM um málið segir að hækkun launa æðstu ráðamanna þjóðarinnar um allt að 44 prósent í einu skrefi sé í engu samræmi við þær launahækkanir sem ríkið bjóði opinberum starfsmönnum eða það sem samið sé um á almennum vinnumarkaði. „Samkvæmt launastefnu sem ríkisvaldið og sveitarfélögin styðja er gert ráð fyrir að laun hækki um 30,5% á fimm ára tímabili, frá nóvember 2013 til ársloka 2018. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta lýðveldisins er ekki í neinu samræmi við fyrrnefnda launastefnu. Hann er til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. BHM kallar því eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Markmið þeirrar endurskoðunar skal vera að skýra viðmiðunarreglur kjararáðs, fækka starfsstéttum sem undir það heyra og bæta verklag við ákvarðanir ráðsins. Viðmiðun ráðsins gæti t.d. byggt á annars vegar samanburði við launaþróun opinberra starfsmanna og hins vegar launaskriði á almennum vinnumarkaði. Reglulegar launabreytingar sem byggja á skýrum og gagnsæjum viðmiðunarreglum og samræmdum launagögnum eru forsenda sáttar um starf kjararáðs. Aðilar salek-samstarfsins hafa um skeið unnið að því að bæta vinnubrögð við samningagerð á íslenskum vinnumarkaði. Í þessari vinnu hefur BHM lagt áherslu á að traust þurfi að ríkja milli aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera svo sátt megi skapast um þau mikilvægu skref sem framundan eru. Ljóst er að úrskurðir kjararáðs eru ekki til þess fallnir að skapa traust á milli aðila og þeir grafa undan möguleikum á því að skapa sátt á vinnumarkaði. BHM ítrekar því að ekki verði hægt að koma á sátt um nýtt vinnumarkaðslíkan nema umbætur á launaumhverfi æðstu stjórnenda ríkisins falli þar undir líka. BHM væntir þess að nýkjörið Alþingi bregðist skjótt við og greiði fyrir umbótum á vinnumarkaði með lagabreytingum um kjararáð svo koma megi í veg fyrir innbyrðis höfrungahlaup þeirra hópa sem undir það heyra,“ segir í ályktuninni. Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
BHM telur að úrskurður kjararáðs um að hækka verulega laun forseta Íslands, alþingismanna og ráðherra til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. Kallar bandalagið eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Í ályktun BHM um málið segir að hækkun launa æðstu ráðamanna þjóðarinnar um allt að 44 prósent í einu skrefi sé í engu samræmi við þær launahækkanir sem ríkið bjóði opinberum starfsmönnum eða það sem samið sé um á almennum vinnumarkaði. „Samkvæmt launastefnu sem ríkisvaldið og sveitarfélögin styðja er gert ráð fyrir að laun hækki um 30,5% á fimm ára tímabili, frá nóvember 2013 til ársloka 2018. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta lýðveldisins er ekki í neinu samræmi við fyrrnefnda launastefnu. Hann er til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. BHM kallar því eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Markmið þeirrar endurskoðunar skal vera að skýra viðmiðunarreglur kjararáðs, fækka starfsstéttum sem undir það heyra og bæta verklag við ákvarðanir ráðsins. Viðmiðun ráðsins gæti t.d. byggt á annars vegar samanburði við launaþróun opinberra starfsmanna og hins vegar launaskriði á almennum vinnumarkaði. Reglulegar launabreytingar sem byggja á skýrum og gagnsæjum viðmiðunarreglum og samræmdum launagögnum eru forsenda sáttar um starf kjararáðs. Aðilar salek-samstarfsins hafa um skeið unnið að því að bæta vinnubrögð við samningagerð á íslenskum vinnumarkaði. Í þessari vinnu hefur BHM lagt áherslu á að traust þurfi að ríkja milli aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera svo sátt megi skapast um þau mikilvægu skref sem framundan eru. Ljóst er að úrskurðir kjararáðs eru ekki til þess fallnir að skapa traust á milli aðila og þeir grafa undan möguleikum á því að skapa sátt á vinnumarkaði. BHM ítrekar því að ekki verði hægt að koma á sátt um nýtt vinnumarkaðslíkan nema umbætur á launaumhverfi æðstu stjórnenda ríkisins falli þar undir líka. BHM væntir þess að nýkjörið Alþingi bregðist skjótt við og greiði fyrir umbótum á vinnumarkaði með lagabreytingum um kjararáð svo koma megi í veg fyrir innbyrðis höfrungahlaup þeirra hópa sem undir það heyra,“ segir í ályktuninni.
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26
Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13