Pólskt súpermódel og tveir Sauðkrækingar Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. nóvember 2016 10:00 Arnar Freyr Frostason var bara slakur á ættarmóti þegar hann fékk fréttirnar um að Vice og frægt pólskt módel vildu gera myndband með Úlfur Úlfur. Vísir/Anton Brink Það er merkilega saga bak við þetta myndband, ekki satt? „Ég fæ símtal í sumar þar sem ég ligg á túni, laufléttur á ættarmóti, frá Evu Sigurðardóttur. Þá er hún að pródúsera seríu sem Vice er að skjóta um ævintýri Moniku á Íslandi og segir mér frá áhuga hópsins á að gera tónlistarmyndband. Hún segir mér í raun ekki meira en að Monika sé pólskt módel, stjarna í heimalandi sínu, og að hún sé reiðubúin að vera í myndbandi með okkur ef við erum til. Vice skaffar mannskap og græjur – við þurfum bara að finna leikstjóra. Auðvitað sögðum við já. Þegar svona ruglaðir hlutir lenda í höndunum á manni þá heldur maður fast.“Ég heyrði að leikstjórinn hefði ekki fengið langan tíma, hvernig gekk þetta og af hverju var tíminn svona naumur? „Greyið Freyr. Hann er að svæfa strákinn sinn þegar ég hringi í hann, segi honum frá stöðunni og spyr hvort hann sé til í að leikstýra þessu. Hann segir já. Ég bæti við að tökur verði að hefjast strax á morgun. Hann gefur sér ekki einu sinni tíma í að hugsa sig tvisvar um, jáar bara og segist þurfa að svæfa strákinn sinn. 12 tímum síðar erum við búnir að hertaka Skáksamband Íslands, velta öllu um koll þar og reka krakka úr salnum. Hugmyndin var einföld, bara að tefla og impróvísera. Þetta gekk hratt fyrir sig enda Vice með stórt krú með sér, þrjár kamerur og 15 manns. Algjört bíó!“Monika á sýningarpallinum fyrir Victoria's Secret.Vísir/GettyHvernig var svo að vinna með henni Moniku? „Monika var kúl. Tökukrúið hennar taldi henni trú um að hún væri að fara á fund með Guðna forseta svo hún var í því hugarástandi þegar hún gekk inn á settið. Hún dýrkaði hugmyndina og var fljót að komast í karakter. Okkur fannst spennandi að gera „órappað“ myndband með söguþræði. Það er hægt að lesa í söguna að vild, sjá metafórur úti um allt og spá í þessu þótt þeim hafi sennilega ekki verið plantað viljandi. Þú veist, hver er hún? Guð? Satan? Lífið? Bara einhver stelpa og alls ekki neitt meira en það? Það er hvers og eins að túlka eða sleppa því alfarið.“Er það svo ekki bara Airwaves fram undan? Hvernig er stemmingin fyrir hátíðinni í ár? „Þetta verður skemmtileg Airwaves-hátíð hjá okkur. Langt síðan ég hef verið svona peppaður. Við erum að spila oft, 8 eða 9 sinnum í allt, og með mikið af nýju efni sem okkur finnst ógeðslega gott. Sándið okkar er í frussandi þróun og ég hef aldrei verið jafn sáttur við það og í dag,“ segir Arnar kokhraustur að lokum en þeir félagar í Úlfur Úlfur eru ekki beint að spila á sinni fyrstu hátíð, en þeir hafa verið fastagestir á Airwaves síðan hljómsveitin var stofnuð. Airwaves Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Það er merkilega saga bak við þetta myndband, ekki satt? „Ég fæ símtal í sumar þar sem ég ligg á túni, laufléttur á ættarmóti, frá Evu Sigurðardóttur. Þá er hún að pródúsera seríu sem Vice er að skjóta um ævintýri Moniku á Íslandi og segir mér frá áhuga hópsins á að gera tónlistarmyndband. Hún segir mér í raun ekki meira en að Monika sé pólskt módel, stjarna í heimalandi sínu, og að hún sé reiðubúin að vera í myndbandi með okkur ef við erum til. Vice skaffar mannskap og græjur – við þurfum bara að finna leikstjóra. Auðvitað sögðum við já. Þegar svona ruglaðir hlutir lenda í höndunum á manni þá heldur maður fast.“Ég heyrði að leikstjórinn hefði ekki fengið langan tíma, hvernig gekk þetta og af hverju var tíminn svona naumur? „Greyið Freyr. Hann er að svæfa strákinn sinn þegar ég hringi í hann, segi honum frá stöðunni og spyr hvort hann sé til í að leikstýra þessu. Hann segir já. Ég bæti við að tökur verði að hefjast strax á morgun. Hann gefur sér ekki einu sinni tíma í að hugsa sig tvisvar um, jáar bara og segist þurfa að svæfa strákinn sinn. 12 tímum síðar erum við búnir að hertaka Skáksamband Íslands, velta öllu um koll þar og reka krakka úr salnum. Hugmyndin var einföld, bara að tefla og impróvísera. Þetta gekk hratt fyrir sig enda Vice með stórt krú með sér, þrjár kamerur og 15 manns. Algjört bíó!“Monika á sýningarpallinum fyrir Victoria's Secret.Vísir/GettyHvernig var svo að vinna með henni Moniku? „Monika var kúl. Tökukrúið hennar taldi henni trú um að hún væri að fara á fund með Guðna forseta svo hún var í því hugarástandi þegar hún gekk inn á settið. Hún dýrkaði hugmyndina og var fljót að komast í karakter. Okkur fannst spennandi að gera „órappað“ myndband með söguþræði. Það er hægt að lesa í söguna að vild, sjá metafórur úti um allt og spá í þessu þótt þeim hafi sennilega ekki verið plantað viljandi. Þú veist, hver er hún? Guð? Satan? Lífið? Bara einhver stelpa og alls ekki neitt meira en það? Það er hvers og eins að túlka eða sleppa því alfarið.“Er það svo ekki bara Airwaves fram undan? Hvernig er stemmingin fyrir hátíðinni í ár? „Þetta verður skemmtileg Airwaves-hátíð hjá okkur. Langt síðan ég hef verið svona peppaður. Við erum að spila oft, 8 eða 9 sinnum í allt, og með mikið af nýju efni sem okkur finnst ógeðslega gott. Sándið okkar er í frussandi þróun og ég hef aldrei verið jafn sáttur við það og í dag,“ segir Arnar kokhraustur að lokum en þeir félagar í Úlfur Úlfur eru ekki beint að spila á sinni fyrstu hátíð, en þeir hafa verið fastagestir á Airwaves síðan hljómsveitin var stofnuð.
Airwaves Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira