Helga lyfti meira en 500 kílóum á HM | Tvíbætti Íslandsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 15:00 Helga Guðmundsdóttir. Mynd/KRAFT/María Guðsteinsdóttir Helga Guðmundsdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem stendur nú yfir í Orlando í Bandaríkjunum. Heimsmeistaramótið er sérstaklega sterkt að þessu sinni þar sem keppendur freista þess að ávinna sér rétt til þess að keppa á Heimsleikunum (World Games). Helga Guðmundsdóttir, sem keppir fyrir Lyftingafélag Hafnarfjarðar, er ein af þremur Íslendingum á mótinu en hinir eru Viktor Samúelsson í Kraftlyftingafélagi Akureyrar og Júlían J. K. Jóhannsson í Kraftlyftingadeild Ármanns. Helga var að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti en hún færði sig upp um þyngdarflokk og keppti nú í 72 kg flokknum. Helga stóð sig vel þrátt fyrir basl í byrjun en aðeins ellefu konur lyftu meira en hún. Mótið byrjaði erfiðlega hjá Helgu því hún fékk ekki gildar tvær fyrstu lyfturnar í hnébeygju þegar hún var að reyna við 185 kíló. Í þriðju tilraun gekk þó allt upp og hún náði að lyfta 185 kílóum. Helga mætti svo tvíefld til leiks í bekkpressuna sem gekk mjög vel hjá henni. Náði hún að tvíbæta eigið íslandsmet, en samtals bætti hún það um um 5 kg. Lyfti hún 132,5 kíló í annarri tilraun og gerði svo gott betur í síðustu lyftunni og náði að pressa upp 135 kíló. Í réttstöðulyftu náði Helga svo að lyfta 182,5 kílóum sem var jöfnun á hennar besta árangri Samanlagður árangur hennar var því 502,5 kg sem var persónuleg bæting og gaf henni 12. sætið í flokknum. Sigurvegari var Ana Rosa Castellain frá Brasilíu með 638 kg í samanlögðum árangri. Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Helga Guðmundsdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem stendur nú yfir í Orlando í Bandaríkjunum. Heimsmeistaramótið er sérstaklega sterkt að þessu sinni þar sem keppendur freista þess að ávinna sér rétt til þess að keppa á Heimsleikunum (World Games). Helga Guðmundsdóttir, sem keppir fyrir Lyftingafélag Hafnarfjarðar, er ein af þremur Íslendingum á mótinu en hinir eru Viktor Samúelsson í Kraftlyftingafélagi Akureyrar og Júlían J. K. Jóhannsson í Kraftlyftingadeild Ármanns. Helga var að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti en hún færði sig upp um þyngdarflokk og keppti nú í 72 kg flokknum. Helga stóð sig vel þrátt fyrir basl í byrjun en aðeins ellefu konur lyftu meira en hún. Mótið byrjaði erfiðlega hjá Helgu því hún fékk ekki gildar tvær fyrstu lyfturnar í hnébeygju þegar hún var að reyna við 185 kíló. Í þriðju tilraun gekk þó allt upp og hún náði að lyfta 185 kílóum. Helga mætti svo tvíefld til leiks í bekkpressuna sem gekk mjög vel hjá henni. Náði hún að tvíbæta eigið íslandsmet, en samtals bætti hún það um um 5 kg. Lyfti hún 132,5 kíló í annarri tilraun og gerði svo gott betur í síðustu lyftunni og náði að pressa upp 135 kíló. Í réttstöðulyftu náði Helga svo að lyfta 182,5 kílóum sem var jöfnun á hennar besta árangri Samanlagður árangur hennar var því 502,5 kg sem var persónuleg bæting og gaf henni 12. sætið í flokknum. Sigurvegari var Ana Rosa Castellain frá Brasilíu með 638 kg í samanlögðum árangri.
Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn