Tapar Afturelding þriðja leiknum í röð? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2016 15:00 Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar. vísir/vilhelm Tólfta umferð Olís-deildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Topplið Aftureldingar sækir Fram heim í Safamýrinni. Eftir átta sigra í röð hafa Mosfellingar tapað síðustu tveimur leikjum sínum. Í síðustu umferð steinlágu þeir fyrir Haukum á heimavelli, 17-35. Þetta slæma tap þýðir að Afturelding er með mínús átta í markatölu þrátt fyrir að vera á toppnum. Marga sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar en Mikk Pinnonen, Pétur Júníusson, Böðvar Páll Ásgeirsson og Birkir Benediktsson eru allir frá vegna meiðsla. Fram hefur tapað tveimur leikjum í röð og situr í 8. sæti deildarinnar með níu stig.Janus Daði Smárason mætir sínu uppeldisfélagi í kvöld.vísir/vilhelmStórleikur 12. umferðarinnar fer fram á Ásvöllum þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti Selfossi. Liðin eru jöfn að stigum í 3.-4. sæti deildarinnar. Haukar unnu leik liðanna í 3. umferðinni, 31-34, og með sigri í kvöld tryggja þeir sér betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Eftir slæma byrjun hafa Haukar verið á mikilli siglingu og unnið fjóra leiki í röð. Sóknarleikur Hauka hefur verið frábær að undanförnu en þeir hafa skorað 33,5 mörk að meðaltali í þessum fjórum sigurleikjum. Selfoss, sem tapaði fyrir Val í síðustu umferð, er það lið sem hefur skorað mest í Olís-deildinni í vetur, eða 343 mörk í 11 leikjum. Þónokkur tengsl eru á milli Hauka og Selfoss. Tveir markahæstu leikmenn Hauka í vetur, Janus Daði Smárason og Guðmundur Árni Ólafsson, eru báðir frá Selfossi og Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Selfoss, lék áður með Haukum. Þá hóf markvörðurinn efnilegi, Grétar Ari Guðjónsson, tímabilið í láni frá Selfossi en sneri svo aftur í Hauka eftir landsleikjahléið.Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var svekktur að hafa misst af sigrinum gegn Stjörnunni.vísir/antonÍ þriðja leik kvöldsins mætast FH og Grótta í Kaplakrika. Það má búast við spennandi leik en tveir af síðustu fjórum leikjum FH hafa endað með jafntefli. Hinir tveir unnust með einu marki.FH-ingar gerðu jafntefli, 22-22, við Stjörnumenn í síðustu umferð. Hafnfirðingar voru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnumanna sem Garðar B. Sigurjónsson skoraði með skoti beint úr aukakasti. Grótta vann leik liðanna í 3. umferðinni 30-24 en síðan þá hafa Seltirningar aðeins unnið einn af átta leikjum sínum. Grótta er með níu stig í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH sem er í því fimmta. Á sunnudaginn mætast svo Akureyri og ÍBV fyrir norðan. Leik Vals og Stjörnunnar var frestað vegna þátttöku Valsmanna í Áskorendakeppni Evrópu en þeir mæta norska liðinu Haslum á laugardaginn. Leikur Vals og Stjörnunnar er settur á mánudaginn 12. desember. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 37-29 | Theodór með stórleik í langþráðum sigri ÍBV Eftir fjögur töp í röð vann ÍBV loks leik í Olís-deild karla þegar liðið fékk Fram í heimsókn í kvöld. Lokatölur 37-29, Eyjamönnum í vil. 14. nóvember 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45 Annar sigur Vals í röð | Öll úrslit dagsins Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. 12. nóvember 2016 20:07 Garðar tryggði Stjörnunni stig gegn FH | Myndir Garðar B. Sigurjónsson tryggði Stjörnunni annað stigið gegn FH í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 21:13 Sjáðu jöfnunarmarkið sem FH-ingar eru brjálaðir yfir | Myndband FH-ingar eru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnunnar í leik liðanna í TM-höllinni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 22:24 Umfjöllun: Selfoss - Valur 29-31 | Valsmenn upp í annað sætið Bæði lið hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. 14. nóvember 2016 21:00 Akureyringar mjög flottir í seinni hálfleiknum Akureyringar eru farnir að bíta frá sér í Olís-deild karla eftir mjög erfiða byrjun á tímabilinu. Norðanmenn fögnuðu sínum öðrum sigri í röð í dag. 13. nóvember 2016 17:55 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Tólfta umferð Olís-deildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Topplið Aftureldingar sækir Fram heim í Safamýrinni. Eftir átta sigra í röð hafa Mosfellingar tapað síðustu tveimur leikjum sínum. Í síðustu umferð steinlágu þeir fyrir Haukum á heimavelli, 17-35. Þetta slæma tap þýðir að Afturelding er með mínús átta í markatölu þrátt fyrir að vera á toppnum. Marga sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar en Mikk Pinnonen, Pétur Júníusson, Böðvar Páll Ásgeirsson og Birkir Benediktsson eru allir frá vegna meiðsla. Fram hefur tapað tveimur leikjum í röð og situr í 8. sæti deildarinnar með níu stig.Janus Daði Smárason mætir sínu uppeldisfélagi í kvöld.vísir/vilhelmStórleikur 12. umferðarinnar fer fram á Ásvöllum þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti Selfossi. Liðin eru jöfn að stigum í 3.-4. sæti deildarinnar. Haukar unnu leik liðanna í 3. umferðinni, 31-34, og með sigri í kvöld tryggja þeir sér betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Eftir slæma byrjun hafa Haukar verið á mikilli siglingu og unnið fjóra leiki í röð. Sóknarleikur Hauka hefur verið frábær að undanförnu en þeir hafa skorað 33,5 mörk að meðaltali í þessum fjórum sigurleikjum. Selfoss, sem tapaði fyrir Val í síðustu umferð, er það lið sem hefur skorað mest í Olís-deildinni í vetur, eða 343 mörk í 11 leikjum. Þónokkur tengsl eru á milli Hauka og Selfoss. Tveir markahæstu leikmenn Hauka í vetur, Janus Daði Smárason og Guðmundur Árni Ólafsson, eru báðir frá Selfossi og Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Selfoss, lék áður með Haukum. Þá hóf markvörðurinn efnilegi, Grétar Ari Guðjónsson, tímabilið í láni frá Selfossi en sneri svo aftur í Hauka eftir landsleikjahléið.Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var svekktur að hafa misst af sigrinum gegn Stjörnunni.vísir/antonÍ þriðja leik kvöldsins mætast FH og Grótta í Kaplakrika. Það má búast við spennandi leik en tveir af síðustu fjórum leikjum FH hafa endað með jafntefli. Hinir tveir unnust með einu marki.FH-ingar gerðu jafntefli, 22-22, við Stjörnumenn í síðustu umferð. Hafnfirðingar voru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnumanna sem Garðar B. Sigurjónsson skoraði með skoti beint úr aukakasti. Grótta vann leik liðanna í 3. umferðinni 30-24 en síðan þá hafa Seltirningar aðeins unnið einn af átta leikjum sínum. Grótta er með níu stig í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH sem er í því fimmta. Á sunnudaginn mætast svo Akureyri og ÍBV fyrir norðan. Leik Vals og Stjörnunnar var frestað vegna þátttöku Valsmanna í Áskorendakeppni Evrópu en þeir mæta norska liðinu Haslum á laugardaginn. Leikur Vals og Stjörnunnar er settur á mánudaginn 12. desember.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 37-29 | Theodór með stórleik í langþráðum sigri ÍBV Eftir fjögur töp í röð vann ÍBV loks leik í Olís-deild karla þegar liðið fékk Fram í heimsókn í kvöld. Lokatölur 37-29, Eyjamönnum í vil. 14. nóvember 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45 Annar sigur Vals í röð | Öll úrslit dagsins Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. 12. nóvember 2016 20:07 Garðar tryggði Stjörnunni stig gegn FH | Myndir Garðar B. Sigurjónsson tryggði Stjörnunni annað stigið gegn FH í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 21:13 Sjáðu jöfnunarmarkið sem FH-ingar eru brjálaðir yfir | Myndband FH-ingar eru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnunnar í leik liðanna í TM-höllinni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 22:24 Umfjöllun: Selfoss - Valur 29-31 | Valsmenn upp í annað sætið Bæði lið hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. 14. nóvember 2016 21:00 Akureyringar mjög flottir í seinni hálfleiknum Akureyringar eru farnir að bíta frá sér í Olís-deild karla eftir mjög erfiða byrjun á tímabilinu. Norðanmenn fögnuðu sínum öðrum sigri í röð í dag. 13. nóvember 2016 17:55 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 37-29 | Theodór með stórleik í langþráðum sigri ÍBV Eftir fjögur töp í röð vann ÍBV loks leik í Olís-deild karla þegar liðið fékk Fram í heimsókn í kvöld. Lokatölur 37-29, Eyjamönnum í vil. 14. nóvember 2016 21:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45
Annar sigur Vals í röð | Öll úrslit dagsins Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. 12. nóvember 2016 20:07
Garðar tryggði Stjörnunni stig gegn FH | Myndir Garðar B. Sigurjónsson tryggði Stjörnunni annað stigið gegn FH í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 21:13
Sjáðu jöfnunarmarkið sem FH-ingar eru brjálaðir yfir | Myndband FH-ingar eru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnunnar í leik liðanna í TM-höllinni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 22:24
Umfjöllun: Selfoss - Valur 29-31 | Valsmenn upp í annað sætið Bæði lið hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. 14. nóvember 2016 21:00
Akureyringar mjög flottir í seinni hálfleiknum Akureyringar eru farnir að bíta frá sér í Olís-deild karla eftir mjög erfiða byrjun á tímabilinu. Norðanmenn fögnuðu sínum öðrum sigri í röð í dag. 13. nóvember 2016 17:55
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti