Meira ruglað Magnús Már Guðmundsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, heldur áfram að þvæla umræðuna um félagslegar leiguíbúðir í Reykjavík. Í stað þess að viðurkenna að hann hafi hlaupið á sig þegar hann sagði borgarstjóra bulla þá ruglar hann umræðuna með því að snúa tölum á hvolf og reynir að afvegaleiða lesendur Fréttablaðsins í grein sem birtist nýlega í blaðinu. Staðreyndin er sú að félagslegum leiguíbúðum hefur ekki fækkað í Reykjavík á undanförnum árum. Þeim hefur fjölgað og þeim hefði gjarnan mátt fjölga hraðar. Halldór horfir fram hjá því að á árunum eftir hrun fóru Félagsbústaðir líkt og önnur í leigufélög í gegnum endurskipulagningu. Að auki tekur Halldór viljandi eða óviljandi ekki tillit til þess að í tengslum við kaup Félagsbústaða á sértækum búsetuúrræðum af ríkinu 2011 þegar málaflokkur fatlaðs fólks færðist til sveitarfélaganna var byrjað að telja þau sérstaklega og flokka í skrám félagsins. Fram að því voru íbúðirnar taldar með almennum íbúðum. Almennum leiguíbúðum fækkaði því ekki árið 2011 heldur var hætt að telja sértæk búsetuúrræði sem almennar leiguíbúðir. Í gögnum frá Félagsbústöðum sem sýnir eignasafn félagsins má meðal annars sjá að árið 2005 voru félagslegu íbúðirnar 1.739 talsins, þar af 1.567 almennar félagslegar leiguíbúðir. Í september nú í ár var 2.351 íbúð í eignasafni Félagsbústaða. Á um áratug fjölgaði úrræðunum þeim um 612, þar af 109 á síðustu tveimur árum og af þeim voru 99 almennar félagslegar leiguíbúðir. Þrátt fyrir góðan vilja þá getur Halldór ekki horft fram hjá þessum staðreyndum. Halldór verður auk þess að sætta sig við það að ef bæjarfélögin í kringum Reykjavík ættu hlutfallslega jafn margar félagslegar íbúðir og Reykjavík væri hægt að mæta allri þörf fyrir félagslegt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru til dæmis hlutfallslega átta sinnum fleiri í borginni en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Halldór bendir gjarnan á nágrannasveitarfélög Reykjavíkur þegar það hentar hans málflutningi en kýs að horfa algjörlega fram hjá því þegar kemur að félagslegu húsnæði. Af hverju skyldi það vera?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, heldur áfram að þvæla umræðuna um félagslegar leiguíbúðir í Reykjavík. Í stað þess að viðurkenna að hann hafi hlaupið á sig þegar hann sagði borgarstjóra bulla þá ruglar hann umræðuna með því að snúa tölum á hvolf og reynir að afvegaleiða lesendur Fréttablaðsins í grein sem birtist nýlega í blaðinu. Staðreyndin er sú að félagslegum leiguíbúðum hefur ekki fækkað í Reykjavík á undanförnum árum. Þeim hefur fjölgað og þeim hefði gjarnan mátt fjölga hraðar. Halldór horfir fram hjá því að á árunum eftir hrun fóru Félagsbústaðir líkt og önnur í leigufélög í gegnum endurskipulagningu. Að auki tekur Halldór viljandi eða óviljandi ekki tillit til þess að í tengslum við kaup Félagsbústaða á sértækum búsetuúrræðum af ríkinu 2011 þegar málaflokkur fatlaðs fólks færðist til sveitarfélaganna var byrjað að telja þau sérstaklega og flokka í skrám félagsins. Fram að því voru íbúðirnar taldar með almennum íbúðum. Almennum leiguíbúðum fækkaði því ekki árið 2011 heldur var hætt að telja sértæk búsetuúrræði sem almennar leiguíbúðir. Í gögnum frá Félagsbústöðum sem sýnir eignasafn félagsins má meðal annars sjá að árið 2005 voru félagslegu íbúðirnar 1.739 talsins, þar af 1.567 almennar félagslegar leiguíbúðir. Í september nú í ár var 2.351 íbúð í eignasafni Félagsbústaða. Á um áratug fjölgaði úrræðunum þeim um 612, þar af 109 á síðustu tveimur árum og af þeim voru 99 almennar félagslegar leiguíbúðir. Þrátt fyrir góðan vilja þá getur Halldór ekki horft fram hjá þessum staðreyndum. Halldór verður auk þess að sætta sig við það að ef bæjarfélögin í kringum Reykjavík ættu hlutfallslega jafn margar félagslegar íbúðir og Reykjavík væri hægt að mæta allri þörf fyrir félagslegt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru til dæmis hlutfallslega átta sinnum fleiri í borginni en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Halldór bendir gjarnan á nágrannasveitarfélög Reykjavíkur þegar það hentar hans málflutningi en kýs að horfa algjörlega fram hjá því þegar kemur að félagslegu húsnæði. Af hverju skyldi það vera?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar