Bílskúrinn: Baslið í Brasilíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Lewis Hamilton fagnar með liðinu sínu. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í maraþon keppni í Brasilíu. Kappaksturinn stóð yfir í rúmar þrjár klukkustundir. Miklar rigningar töfðu keppnina talsvert. Max Verstappen tók aðra ökumenn í kennslustund hvernig á að aka í rigningu, Hamilton minnkaði forskot Rosberg, Rosberg vann ákveðinn varnarsigur, Sauber náði í stig og heimamaðurinn Felipe Massa var einn þeirra sem reyndi á styrk varnarveggjanna á beina kafla brautarinnar, í sínum síðasta Formúlu 1 kappakstri í Brasilíu.Max Verstappen stillir Kimi Raikkonen upp til að hirða svo af honum sætið.Vísir/GettyKennslustund Max Verstappen Um leið og létti tímabundið á rigningunni tóku Red Bull menn þá ákvörðun að fara yfir á milli-regndekk. Verstappen komst um tíma í annað sæti í keppninni. Rigningin jókst svo aftur og Verstappen var í vandræðum. Hann var að tapa miklum tíma og var í hættu að missa bílinn út af brautinni. Inn á þjónustusvæðið kom hann og fékk full-regndekk undir. Hann kom út á brautina í 14. sæti þegar hann var kominn með glæný full-regndekk undir og endaði keppnina, rétt um 14 hringjum seinna í þriðja sæti. Þvílíkur akstur, ökumaður dagsins var að sjálfsögðu Verstappen. Hann hefur verið ausinn hrósi eftir þessa frammistöðu. Það má ekki gleyma að Verstappen er ný orðinn 19 ára. Hann var eins og á teinum á meðan aðrir voru á skautasvelli. Frammistaða hans minnir á goðsagnirnar Michael Schumacher og Ayrton Senna.Lewis Hamilton minnkaði forskot Nico Rosberg í heimseistarakeppni ökumanna niður í 12 stig, nú þegar ein keppni er eftir.Vísir/GettyHamilton minnkar bilið Með því að vinna í Brasilíu í fyrsta skipti á ferlinum, minnkaði Hamilton forksot Nico Rosberg niður í 12 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna. Einvígið í eyðimörkinni er í aðsigi eftir tæpar tvær vikur, þegar tímabilið klárast í 21. keppninni á árinu, í Abú Dabí. Spennan verður gríðarleg. Hamilton notaði tækifærið í viðtali eftir keppnina í Brasilíu til að lýsa henni sem einni auðveldustu sem hann hefði unnið. Þótt einungis sé miðað við aðstæður verður sú fullyrðing stórlega dregin í efa. Hins vegar var klárt að hann var að skjóta fyrsta skotinu í sálfræðistríðinu sem mun standa yfir fram yfir keppnina í Abú Dabí. Til að Rosberg verði heimsmeistari dugar honum að verða þriðji ef Hamilton vinnur í Abú Dabí. Ef Hamilton verður annar þá dugar Rosberg sjötta sætið. Verði Hamilton þriðji dugar Rosberg að verða áttundi og verði Hamilton fjórði dugar Rosberg eitt stig í tíunda sæti. Endi Hamilton fimmti eða neðar þá verður Rosberg heimsmeistari sama hvað gerist.Nico Rosberg er líklega farinn að renna hýru auga að heimsmeistaratitlinum.Vísir/GettyRosberg var hinn rólegasti Það er ekkert launungarmál að Hamilton var eflaust mjög glaður þegar fór að rigna í Brasilíu. Á hinn bóginn hefur Rosberg hugsað veðriðnu þegjandi þörfina enda ekki sterkasti ökumaðurinn í rigningunni. Þetta sást til að mynda vel í breska kappakstrinum í ár, þegar fór að rigna virkaði Rosberg bæði óöruggur og hreinlega hræddur. Hann var því líklega afar feginn að skaðinn varð ekki meiri. Hann tapaði ekki nema sjö stigum í baráttunni við Hamilton. Rosberg hefur aldrei verið nær því að verða meistari og nú er bara að fylgjast grant með. Ætli hann hafi taugarnar í að verða meistari? Keke Rosberg, föður hans hafði það, spurning hvort Nico erfði taugar föður síns.Felipe Massa gegnur upp aðreinina að þjónustusvæðinu eftir að keppninni hans lauk með árekstri við varnarvegg. Augnablik sem verður lengi haft í minnum.Vísir/GettyFelipe Massa Augnablikið sem Felipe Massa nam staðar á brautinni eftir að hafa lent á varnarvegg var svakalegt. Heimamaðurinn að ljúka síðustu keppninni sinni í Formúlu 1 á heimavelli, með þessum hætti. Agalegt, en ekki er neitt svo með öllu illt að ekki boði neitt gott. Massa fékk heiðursvörð þegar hann gekk hægt og rólega sveipaður brasilíska fánanum upp aðreinina að þjónustusvæðinu. Þjónustulið Mercedes, Ferrari og Williams stóðu heiðursvörð fyrir þennan vinsæla ökumann. Það hefði líklega ekki verið þurrt auga í stúkunni, þótt þurrt hefði verið í veðri, þegar Massa faðmaði konuna sína og barn, grátandi og með þjónustuliðin að klappa fyrir honum. Massa verður sárt saknað, þvílíkur ökumaður sem hann er og hefur verið lengi. Blaðamaður vill segja takk Felipe Massa, með rykkorn í öðru auganu.Felipe Nasr á Sauber í baráttunni við Jolyon Palmer á Renault.Vísir/GettySauber á stigatöfluna Stigin eru líklega um 40 milljón dollara virði, vegna þess að með þeim fór liðið upp fyrir Manor liðið í keppni bílasmiða. Sauber liðið var það eina sem var stigalaust. Með þeim tveimur stigum sem Felipe Nasr, heimamaðurinn náði í hefur liðið því tryggt sér töluvert stærri bita af kökunni sem skipt verður upp í lok árs, um það bil 40 milljónum dollara stærri sneið. Að því gefnu að Manor komist ekki fram úr þeim í Abú Dabí. Formúla Tengdar fréttir Hamagangur í Brasilíu | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hádramatískan brasilískan kappakstur, þar sem Lewis Hamilton hélt titlbaráttunni á lífi. 13. nóvember 2016 21:30 Massa: Ég á aldrei eftir að gleyma þessum degi Lewis Hamilton vann þriðju keppnina í röð í Brasilíu í dag. Hann er þá 12 stigum á eftir Nico Rosberg sem varð annar í dag. Hver sagði hvað eftir keppnina? 13. nóvember 2016 20:00 Lewis Hamilton vann í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Brasilíu. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Max Verstappen varð þriðji með ótrúlegum akstri á Red Bull bílnum. 13. nóvember 2016 19:11 Rosberg: Ég hugsa ekkert um að ég hafi einhverju að tapa á morgun Lewis Hamilton á Mercedes náði í sinn sextugasta ráspól í Formúlu 1 í tímatökunni í dag. Hann verður á undan liðsfélaga sínum og keppinaut í heimsmeistarakeppninni þegar keppnin hefst á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 12. nóvember 2016 23:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í maraþon keppni í Brasilíu. Kappaksturinn stóð yfir í rúmar þrjár klukkustundir. Miklar rigningar töfðu keppnina talsvert. Max Verstappen tók aðra ökumenn í kennslustund hvernig á að aka í rigningu, Hamilton minnkaði forskot Rosberg, Rosberg vann ákveðinn varnarsigur, Sauber náði í stig og heimamaðurinn Felipe Massa var einn þeirra sem reyndi á styrk varnarveggjanna á beina kafla brautarinnar, í sínum síðasta Formúlu 1 kappakstri í Brasilíu.Max Verstappen stillir Kimi Raikkonen upp til að hirða svo af honum sætið.Vísir/GettyKennslustund Max Verstappen Um leið og létti tímabundið á rigningunni tóku Red Bull menn þá ákvörðun að fara yfir á milli-regndekk. Verstappen komst um tíma í annað sæti í keppninni. Rigningin jókst svo aftur og Verstappen var í vandræðum. Hann var að tapa miklum tíma og var í hættu að missa bílinn út af brautinni. Inn á þjónustusvæðið kom hann og fékk full-regndekk undir. Hann kom út á brautina í 14. sæti þegar hann var kominn með glæný full-regndekk undir og endaði keppnina, rétt um 14 hringjum seinna í þriðja sæti. Þvílíkur akstur, ökumaður dagsins var að sjálfsögðu Verstappen. Hann hefur verið ausinn hrósi eftir þessa frammistöðu. Það má ekki gleyma að Verstappen er ný orðinn 19 ára. Hann var eins og á teinum á meðan aðrir voru á skautasvelli. Frammistaða hans minnir á goðsagnirnar Michael Schumacher og Ayrton Senna.Lewis Hamilton minnkaði forskot Nico Rosberg í heimseistarakeppni ökumanna niður í 12 stig, nú þegar ein keppni er eftir.Vísir/GettyHamilton minnkar bilið Með því að vinna í Brasilíu í fyrsta skipti á ferlinum, minnkaði Hamilton forksot Nico Rosberg niður í 12 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna. Einvígið í eyðimörkinni er í aðsigi eftir tæpar tvær vikur, þegar tímabilið klárast í 21. keppninni á árinu, í Abú Dabí. Spennan verður gríðarleg. Hamilton notaði tækifærið í viðtali eftir keppnina í Brasilíu til að lýsa henni sem einni auðveldustu sem hann hefði unnið. Þótt einungis sé miðað við aðstæður verður sú fullyrðing stórlega dregin í efa. Hins vegar var klárt að hann var að skjóta fyrsta skotinu í sálfræðistríðinu sem mun standa yfir fram yfir keppnina í Abú Dabí. Til að Rosberg verði heimsmeistari dugar honum að verða þriðji ef Hamilton vinnur í Abú Dabí. Ef Hamilton verður annar þá dugar Rosberg sjötta sætið. Verði Hamilton þriðji dugar Rosberg að verða áttundi og verði Hamilton fjórði dugar Rosberg eitt stig í tíunda sæti. Endi Hamilton fimmti eða neðar þá verður Rosberg heimsmeistari sama hvað gerist.Nico Rosberg er líklega farinn að renna hýru auga að heimsmeistaratitlinum.Vísir/GettyRosberg var hinn rólegasti Það er ekkert launungarmál að Hamilton var eflaust mjög glaður þegar fór að rigna í Brasilíu. Á hinn bóginn hefur Rosberg hugsað veðriðnu þegjandi þörfina enda ekki sterkasti ökumaðurinn í rigningunni. Þetta sást til að mynda vel í breska kappakstrinum í ár, þegar fór að rigna virkaði Rosberg bæði óöruggur og hreinlega hræddur. Hann var því líklega afar feginn að skaðinn varð ekki meiri. Hann tapaði ekki nema sjö stigum í baráttunni við Hamilton. Rosberg hefur aldrei verið nær því að verða meistari og nú er bara að fylgjast grant með. Ætli hann hafi taugarnar í að verða meistari? Keke Rosberg, föður hans hafði það, spurning hvort Nico erfði taugar föður síns.Felipe Massa gegnur upp aðreinina að þjónustusvæðinu eftir að keppninni hans lauk með árekstri við varnarvegg. Augnablik sem verður lengi haft í minnum.Vísir/GettyFelipe Massa Augnablikið sem Felipe Massa nam staðar á brautinni eftir að hafa lent á varnarvegg var svakalegt. Heimamaðurinn að ljúka síðustu keppninni sinni í Formúlu 1 á heimavelli, með þessum hætti. Agalegt, en ekki er neitt svo með öllu illt að ekki boði neitt gott. Massa fékk heiðursvörð þegar hann gekk hægt og rólega sveipaður brasilíska fánanum upp aðreinina að þjónustusvæðinu. Þjónustulið Mercedes, Ferrari og Williams stóðu heiðursvörð fyrir þennan vinsæla ökumann. Það hefði líklega ekki verið þurrt auga í stúkunni, þótt þurrt hefði verið í veðri, þegar Massa faðmaði konuna sína og barn, grátandi og með þjónustuliðin að klappa fyrir honum. Massa verður sárt saknað, þvílíkur ökumaður sem hann er og hefur verið lengi. Blaðamaður vill segja takk Felipe Massa, með rykkorn í öðru auganu.Felipe Nasr á Sauber í baráttunni við Jolyon Palmer á Renault.Vísir/GettySauber á stigatöfluna Stigin eru líklega um 40 milljón dollara virði, vegna þess að með þeim fór liðið upp fyrir Manor liðið í keppni bílasmiða. Sauber liðið var það eina sem var stigalaust. Með þeim tveimur stigum sem Felipe Nasr, heimamaðurinn náði í hefur liðið því tryggt sér töluvert stærri bita af kökunni sem skipt verður upp í lok árs, um það bil 40 milljónum dollara stærri sneið. Að því gefnu að Manor komist ekki fram úr þeim í Abú Dabí.
Formúla Tengdar fréttir Hamagangur í Brasilíu | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hádramatískan brasilískan kappakstur, þar sem Lewis Hamilton hélt titlbaráttunni á lífi. 13. nóvember 2016 21:30 Massa: Ég á aldrei eftir að gleyma þessum degi Lewis Hamilton vann þriðju keppnina í röð í Brasilíu í dag. Hann er þá 12 stigum á eftir Nico Rosberg sem varð annar í dag. Hver sagði hvað eftir keppnina? 13. nóvember 2016 20:00 Lewis Hamilton vann í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Brasilíu. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Max Verstappen varð þriðji með ótrúlegum akstri á Red Bull bílnum. 13. nóvember 2016 19:11 Rosberg: Ég hugsa ekkert um að ég hafi einhverju að tapa á morgun Lewis Hamilton á Mercedes náði í sinn sextugasta ráspól í Formúlu 1 í tímatökunni í dag. Hann verður á undan liðsfélaga sínum og keppinaut í heimsmeistarakeppninni þegar keppnin hefst á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 12. nóvember 2016 23:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamagangur í Brasilíu | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hádramatískan brasilískan kappakstur, þar sem Lewis Hamilton hélt titlbaráttunni á lífi. 13. nóvember 2016 21:30
Massa: Ég á aldrei eftir að gleyma þessum degi Lewis Hamilton vann þriðju keppnina í röð í Brasilíu í dag. Hann er þá 12 stigum á eftir Nico Rosberg sem varð annar í dag. Hver sagði hvað eftir keppnina? 13. nóvember 2016 20:00
Lewis Hamilton vann í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Brasilíu. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Max Verstappen varð þriðji með ótrúlegum akstri á Red Bull bílnum. 13. nóvember 2016 19:11
Rosberg: Ég hugsa ekkert um að ég hafi einhverju að tapa á morgun Lewis Hamilton á Mercedes náði í sinn sextugasta ráspól í Formúlu 1 í tímatökunni í dag. Hann verður á undan liðsfélaga sínum og keppinaut í heimsmeistarakeppninni þegar keppnin hefst á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 12. nóvember 2016 23:00