Verkfalli félagsmanna í félaginu hefur því verið frestað á meðan atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir, en henni mun ljúka 14. desember.
Á Facebook-síðu Sjómannafélags Íslands segir að þær breytingar hafi verið gerðar á samningi að grein um slysa- og veikindabætur skipverja er felld úr gildi, ásamt því að breyting er gerð á grein um sektarákvæði. Samningurinn verður nú kynntur við komu og brottfarir skipa.
Verkfall sjómanna skall á síðastliðinn fimmtudag.
Sjómannafélag Grindavíkur á enn eftir að ná samningi við SFS.