The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 13:45 Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. Vísir/Skjáskot Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Donalds Trump í þættinum Bart to the Future, sem var fyrst sýndur í mars árið 2000. Í þættinum sér Bart framtíðina, þar sem systir hans Lisa er fyrsti gagnkynhneigði kvenforseti Bandaríkjanna. Hennar bíður mikið verk þar sem fyrirrennari hennar í embætti, Donald Trump, skildi ríkissjóð Bandaríkjanna eftir í hræðilegu ástandi og Bandaríkin eru gjaldþrota. Nú þegar ljóst er að höfundar þáttarinns höfðu rétt fyrir sér, brugðu þeir á það ráð að gangast við spádómnum í nýjasta þættinum, sem sýndur var vestanhafs í gær. Notuðu þeir upphafsatriðið fræga, þar sem Bart skrifar alltaf eitthvað á krítartöflu í byrjun hvers þáttar. Á töflunni í þætti gærkvöldsins stóð einfaldlega „það er ömurlegt að hafa rétt fyrir sér.“ Einn höfunda þáttanna, Dan Greaney, sagði í viðtali við The Hollywood Reporter í mars síðastliðnum að þættinum hafi ætlað að vera viðvörun til Bandaríkjamanna. „Það virtist vera síðasta skrefið áður en botninum væri náð. Þessi hugmynd kom upp því hún var í takt við þá hugmynd að Bandaríkin væru að missa vitið,“ sagði Greaney. Sjá einnig: Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur TrumpÞetta er ekki í eina skiptið sem höfundar Simpsons hafa náð að spá fyrir um framtíðina. Fyrir sex árum spáðu þeir fyrir að Bengt Holström myndi hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2016, sem hann gerði. Þá hjálpuðu þeir einnig við fínpússun á hönnun iPhone, spáðu fyrir um Apple úrin og sögðu að hljómsveitin the Rolling Stones yrði enn á tónleikaferðalagi árið 2016.The Simpsons updates its 2000 prediction of a Trump Presidency... #TheSimpsons pic.twitter.com/Myf5rYb9Dj— The Simpsons (@TheSimpsons) November 14, 2016 Donald Trump Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Endaði í hjólastól en fann styrkinn í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Donalds Trump í þættinum Bart to the Future, sem var fyrst sýndur í mars árið 2000. Í þættinum sér Bart framtíðina, þar sem systir hans Lisa er fyrsti gagnkynhneigði kvenforseti Bandaríkjanna. Hennar bíður mikið verk þar sem fyrirrennari hennar í embætti, Donald Trump, skildi ríkissjóð Bandaríkjanna eftir í hræðilegu ástandi og Bandaríkin eru gjaldþrota. Nú þegar ljóst er að höfundar þáttarinns höfðu rétt fyrir sér, brugðu þeir á það ráð að gangast við spádómnum í nýjasta þættinum, sem sýndur var vestanhafs í gær. Notuðu þeir upphafsatriðið fræga, þar sem Bart skrifar alltaf eitthvað á krítartöflu í byrjun hvers þáttar. Á töflunni í þætti gærkvöldsins stóð einfaldlega „það er ömurlegt að hafa rétt fyrir sér.“ Einn höfunda þáttanna, Dan Greaney, sagði í viðtali við The Hollywood Reporter í mars síðastliðnum að þættinum hafi ætlað að vera viðvörun til Bandaríkjamanna. „Það virtist vera síðasta skrefið áður en botninum væri náð. Þessi hugmynd kom upp því hún var í takt við þá hugmynd að Bandaríkin væru að missa vitið,“ sagði Greaney. Sjá einnig: Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur TrumpÞetta er ekki í eina skiptið sem höfundar Simpsons hafa náð að spá fyrir um framtíðina. Fyrir sex árum spáðu þeir fyrir að Bengt Holström myndi hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2016, sem hann gerði. Þá hjálpuðu þeir einnig við fínpússun á hönnun iPhone, spáðu fyrir um Apple úrin og sögðu að hljómsveitin the Rolling Stones yrði enn á tónleikaferðalagi árið 2016.The Simpsons updates its 2000 prediction of a Trump Presidency... #TheSimpsons pic.twitter.com/Myf5rYb9Dj— The Simpsons (@TheSimpsons) November 14, 2016
Donald Trump Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Endaði í hjólastól en fann styrkinn í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira