Útgangan gæti stöðvað hluta flotans Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2016 12:06 SFS-liðarnir Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Jens Garðar Helgason. Vísir Eins og fram hefur komið skrifuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasamband Íslands í nótt undir nýja kjarasamninga. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, útilokar ekki að þau kunni að verða til þess að einhver skip þurfi að liggja áfram við landfestar. „Þetta mun örugglega stoppa hluta flotans. Við þurfum að skoða það nánar með aðildarfélögum SFS,“ sagði Heiðrún Lind í samtali við fréttastofu í nótt.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti unað Hún útskýrir að í flestum tilvikum ættu skip að geta haldið til veiða þó einn skipverji sé meðlimur í þeim félögum sem enn eru í verkfalli. Skipin myndu þá halda til veiða með færri í áhöfn. „En í öðrum tilvikum gætu verið fleiri í áhöfninni sem eru enn í verkfalli og þá, eðli málsins samkvæmt, er ólíklegt að þau skip haldi til veiða,“ sagði Heiðrún Lind.Ánægjulegt að loka málinu Jens Garðar Helgason formaður SFS segist mjög ánægður með samninginn í nótt. „Það er alltaf gott að loka samningum. Þetta er elsta útistandandi mál hér hjá embættinu þannig að það er mjög ánægjulegt fyrir mig og okkur hér í SFS að hafa náð að loka þessu máli,“ sagði Jens. „Við erum búnir að ná mjög góðum áföngum og stórum áföngum varðandi samning um fiskverð, nýsmíðaákvæði, umtalsverða hækkun á hlífðarfatapeningum og fleira. þannig að ég held að þetta sé bara mjög góður samningur.“ Aðspurður segir hann að skipin sem hafa staðið við bryggju síðustu daga verði send út á allra næstu dögum. „Nú fer ákveðið kynningarferli í gang hjá Sjómannasambandinu og það verður bara á allra næstu dögum.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 „Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Eins og fram hefur komið skrifuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasamband Íslands í nótt undir nýja kjarasamninga. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, útilokar ekki að þau kunni að verða til þess að einhver skip þurfi að liggja áfram við landfestar. „Þetta mun örugglega stoppa hluta flotans. Við þurfum að skoða það nánar með aðildarfélögum SFS,“ sagði Heiðrún Lind í samtali við fréttastofu í nótt.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti unað Hún útskýrir að í flestum tilvikum ættu skip að geta haldið til veiða þó einn skipverji sé meðlimur í þeim félögum sem enn eru í verkfalli. Skipin myndu þá halda til veiða með færri í áhöfn. „En í öðrum tilvikum gætu verið fleiri í áhöfninni sem eru enn í verkfalli og þá, eðli málsins samkvæmt, er ólíklegt að þau skip haldi til veiða,“ sagði Heiðrún Lind.Ánægjulegt að loka málinu Jens Garðar Helgason formaður SFS segist mjög ánægður með samninginn í nótt. „Það er alltaf gott að loka samningum. Þetta er elsta útistandandi mál hér hjá embættinu þannig að það er mjög ánægjulegt fyrir mig og okkur hér í SFS að hafa náð að loka þessu máli,“ sagði Jens. „Við erum búnir að ná mjög góðum áföngum og stórum áföngum varðandi samning um fiskverð, nýsmíðaákvæði, umtalsverða hækkun á hlífðarfatapeningum og fleira. þannig að ég held að þetta sé bara mjög góður samningur.“ Aðspurður segir hann að skipin sem hafa staðið við bryggju síðustu daga verði send út á allra næstu dögum. „Nú fer ákveðið kynningarferli í gang hjá Sjómannasambandinu og það verður bara á allra næstu dögum.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 „Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37
„Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39