Þróun nýs Bronco fer fram í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2016 10:55 Svona gæti nýr Bronco litið út. Sá kvittur hefur lengið verið uppi að Ford hyggist endurvekja Bronco bíl sinn, en hann var framleiddur á árunum 1966 til 1996 og hefur því ekki verið í framleiðslu í 20 ár. Það gæti breyst innan fárra ára því Motoring bílablaðið í Ástralíu hefur greint frá því að þróun nýs Bronco fari nú fram hjá Ford í Ástralíu. Nýr Bronco mundi fá sama T6 undirvagn og nýr Ford Ranger en sá undirvagn var einmitt þróaður af Ford í Ástralíu. Í Motoring var einnig greint frá því að nú þegar væri búið að smíða nokkur prufueintök af Bronco og að sést hefði til þeirra við prófanir í suðurhluta Ástralíu. Þó svo þróun nýs Bronco og Ranger fari fram í Ástralíu er ekki þar með sagt að Bronco verði framleiddur þar, heldur stendur til að framleiða hann í verksmiðju Ford í Michigan ríki í Bandaríkjunum. Líklega mun fyrsta árgerð af nýjum Bronco verða 2020. Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent
Sá kvittur hefur lengið verið uppi að Ford hyggist endurvekja Bronco bíl sinn, en hann var framleiddur á árunum 1966 til 1996 og hefur því ekki verið í framleiðslu í 20 ár. Það gæti breyst innan fárra ára því Motoring bílablaðið í Ástralíu hefur greint frá því að þróun nýs Bronco fari nú fram hjá Ford í Ástralíu. Nýr Bronco mundi fá sama T6 undirvagn og nýr Ford Ranger en sá undirvagn var einmitt þróaður af Ford í Ástralíu. Í Motoring var einnig greint frá því að nú þegar væri búið að smíða nokkur prufueintök af Bronco og að sést hefði til þeirra við prófanir í suðurhluta Ástralíu. Þó svo þróun nýs Bronco og Ranger fari fram í Ástralíu er ekki þar með sagt að Bronco verði framleiddur þar, heldur stendur til að framleiða hann í verksmiðju Ford í Michigan ríki í Bandaríkjunum. Líklega mun fyrsta árgerð af nýjum Bronco verða 2020.
Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent