Sótt að Óttarri úr öllum áttum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. nóvember 2016 11:16 Óttarr Proppé og Bjarni Benediktsson. vísir/anton brink Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn. Björt framtíð vann náið með flokkum til vinstri í stjórnarandstöðunni á nýliðnu kjörtímabili en virðist nú vera að líta til hægri. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust í dag og sitja nú formenn flokkanna þriggja á fundi í fjármálaráðuneytinu þar sem ræða á stjórnarsáttmála og það er helst nýir þingmenn Pírata sem virðast vera ósáttir við Óttarr og Bjarta framtíð en Píratar buðu meðal annars Bjartri framtíð formlega til þreifinga um stjórnarmyndun fyrir kosningarnar, sem Björt framtíð tók þátt í.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.Vísir„Þetta hefur verið gríðarlega niðurdrepandi ár fyrir frjálslyndi í stjórnmálum, en ég átti ekki von á því að Björt Framtíð yrði að þriðja hjóli íhaldsmanna,“ segir Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi á Facebook-síðu sinni. „Ég er rosalega sáttur við að tilheyra flokki sem stendur á prinsípum sínum“ Jón Þór Ólafsson, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, segir að Óttar Proppé sé „vingjarnlegasti og kurteisasti maður sem þið hittið“. Jón Þór spáir því þó að í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum muni Óttarr verða hataður. „Eflaust þolir hann ekki að vera hataður eins og mun gerast þegar hann styður aftur og aftur og aftur spillingu forystu XD í þingsal, á nefndarfundum, í atkvæðagreiðslum,“ skrifar Jón Þór á Facebook-síðu sína.Gunnar Hrafn Jónsson, nýbakaður þingmaður Pírata er, líkt og Jón, ekki vongóður um framtíð Bjartrar framtíðar í þeirri ríkisstjórn sem nú er verið að reyna að smíða. Hann telur að slík ríkisstjórn myndi standa veikum fótum. „Það má búast við linnulausri stórskotahríð stjórnarandstöðunnar á þinginu ef þessi veika 32 þingmanna ríkisstjórn verður að veruleika. Ég get ekki trúað því að hún hefði burði til að hanga lengi en kannski er það partur af planinu. Það yrði þá þriðja ríkisstjórn Sjálfstæðismanna í röð sem ekki næði að klára heilt kjörtímabil og tækist sennilega að stúta BF endanlega í leiðinni, stöðugleiki indeed,“ skrifar Gunnar Hrafn.Það eru þó ekki eingöngu Píratar sem beina spjótum sínum að Bjartri framtíð og Óttarri. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, hreinlega trúir því ekki að flokkurinn ætli sér í ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokki. „Í alvöru BF? Stjórnarsamstarf með tvöföldum Sjálfstæðisflokki? Jæja - þá er draumurinn um margra radda félagshyggjuríkisstjórn kannski endanlega úti. Bö. Allir tapa,“ skrifar Líf en fyrir kosningar horfðu margir til þess samstarfs sem Píratar lögðu til. Eftir kosningar var rædd um að tækist Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, ekki að mynda ríkisstjórn ætti Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, að fá tækifæri til að mynda ríkisstjórn. Hallgrímur Helgason rithöfundur leggur orð í belg við Facebook-skrif Lífar og segir það ótrúlegt að Björt framtíð hafi ekki horft fyrst til vinstri. „Hræðilegt að BF skuli ekki fyrst láta reyna á vinstristjórn eða stjórn til vinstri,“ skrifar Hallgrímur. Þá sagðist Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, vera hissa á því hversu fljótt Björt framtíð hefði horft til hægri en Svandís var gestur í Vikulokunum á Rás 1 fyrir hádegi. Ég held að mörgum hafi orðið hvelft við, vegna þess hversu hratt Björt framtíð sneri sér við eftir kosningar. Það er ljóst að flokkurinn vildi ekki reyna á það samtarf sem lagt hafði verið upp með,“ sagði Svandís og vísaði þar til þeirra viðræðna sem áttu sér stað á milli Pírata, Samfylkingar, VG og Bjartrar framtíðar fyrir kosningar.Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé hafa myndað bandalag í stjórnarmyndunarviðræðunum.vísir/Anton BrinkÞá eru einnig skiptar skoðanir innan Bjartrar framtíðar um ágætis þess að hefja viðræður við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn líkt og kom fram í Fréttablaðinu í dag. Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Óttar Proppé að þrátt fyrir þessar skiptu skoðanir væri flokkurinn í stjórnmálum til þess að hafa áhrif og því sé rétt að kann möguleikann á því að sitja í ríkisstjórn. „Það er alveg augljóst að menn hafa haft mismunandi skoðanir á flokkum og við höfum verið að taka þátt í öflugri stjórnarandstöðu. En það er skilningur á því að við erum í pólitík til að hafa áhrif og koma okkar frjálslyndri miðjupólítik áfram. Út á það ganga stjórnarmyndunarviðræður að sjá hvort að það sé möguleiki að hafa áhrif til góðs.“ Óttarr segir að menn séu hóflega bjartsýnir á að geta myndað ríkisstjórn en ekkert sé þó víst í þeim efnum. „Það er nokkuð ljóst í mörgum grundvallaratriðum er talsvert langt á milli þessara flokka miðað við hvernig talað var í kosningabaráttunni. Það þarf heilmikið til að menn nái saman.“ Kosningar 2016 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn. Björt framtíð vann náið með flokkum til vinstri í stjórnarandstöðunni á nýliðnu kjörtímabili en virðist nú vera að líta til hægri. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust í dag og sitja nú formenn flokkanna þriggja á fundi í fjármálaráðuneytinu þar sem ræða á stjórnarsáttmála og það er helst nýir þingmenn Pírata sem virðast vera ósáttir við Óttarr og Bjarta framtíð en Píratar buðu meðal annars Bjartri framtíð formlega til þreifinga um stjórnarmyndun fyrir kosningarnar, sem Björt framtíð tók þátt í.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.Vísir„Þetta hefur verið gríðarlega niðurdrepandi ár fyrir frjálslyndi í stjórnmálum, en ég átti ekki von á því að Björt Framtíð yrði að þriðja hjóli íhaldsmanna,“ segir Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi á Facebook-síðu sinni. „Ég er rosalega sáttur við að tilheyra flokki sem stendur á prinsípum sínum“ Jón Þór Ólafsson, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, segir að Óttar Proppé sé „vingjarnlegasti og kurteisasti maður sem þið hittið“. Jón Þór spáir því þó að í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum muni Óttarr verða hataður. „Eflaust þolir hann ekki að vera hataður eins og mun gerast þegar hann styður aftur og aftur og aftur spillingu forystu XD í þingsal, á nefndarfundum, í atkvæðagreiðslum,“ skrifar Jón Þór á Facebook-síðu sína.Gunnar Hrafn Jónsson, nýbakaður þingmaður Pírata er, líkt og Jón, ekki vongóður um framtíð Bjartrar framtíðar í þeirri ríkisstjórn sem nú er verið að reyna að smíða. Hann telur að slík ríkisstjórn myndi standa veikum fótum. „Það má búast við linnulausri stórskotahríð stjórnarandstöðunnar á þinginu ef þessi veika 32 þingmanna ríkisstjórn verður að veruleika. Ég get ekki trúað því að hún hefði burði til að hanga lengi en kannski er það partur af planinu. Það yrði þá þriðja ríkisstjórn Sjálfstæðismanna í röð sem ekki næði að klára heilt kjörtímabil og tækist sennilega að stúta BF endanlega í leiðinni, stöðugleiki indeed,“ skrifar Gunnar Hrafn.Það eru þó ekki eingöngu Píratar sem beina spjótum sínum að Bjartri framtíð og Óttarri. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, hreinlega trúir því ekki að flokkurinn ætli sér í ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokki. „Í alvöru BF? Stjórnarsamstarf með tvöföldum Sjálfstæðisflokki? Jæja - þá er draumurinn um margra radda félagshyggjuríkisstjórn kannski endanlega úti. Bö. Allir tapa,“ skrifar Líf en fyrir kosningar horfðu margir til þess samstarfs sem Píratar lögðu til. Eftir kosningar var rædd um að tækist Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, ekki að mynda ríkisstjórn ætti Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, að fá tækifæri til að mynda ríkisstjórn. Hallgrímur Helgason rithöfundur leggur orð í belg við Facebook-skrif Lífar og segir það ótrúlegt að Björt framtíð hafi ekki horft fyrst til vinstri. „Hræðilegt að BF skuli ekki fyrst láta reyna á vinstristjórn eða stjórn til vinstri,“ skrifar Hallgrímur. Þá sagðist Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, vera hissa á því hversu fljótt Björt framtíð hefði horft til hægri en Svandís var gestur í Vikulokunum á Rás 1 fyrir hádegi. Ég held að mörgum hafi orðið hvelft við, vegna þess hversu hratt Björt framtíð sneri sér við eftir kosningar. Það er ljóst að flokkurinn vildi ekki reyna á það samtarf sem lagt hafði verið upp með,“ sagði Svandís og vísaði þar til þeirra viðræðna sem áttu sér stað á milli Pírata, Samfylkingar, VG og Bjartrar framtíðar fyrir kosningar.Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé hafa myndað bandalag í stjórnarmyndunarviðræðunum.vísir/Anton BrinkÞá eru einnig skiptar skoðanir innan Bjartrar framtíðar um ágætis þess að hefja viðræður við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn líkt og kom fram í Fréttablaðinu í dag. Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Óttar Proppé að þrátt fyrir þessar skiptu skoðanir væri flokkurinn í stjórnmálum til þess að hafa áhrif og því sé rétt að kann möguleikann á því að sitja í ríkisstjórn. „Það er alveg augljóst að menn hafa haft mismunandi skoðanir á flokkum og við höfum verið að taka þátt í öflugri stjórnarandstöðu. En það er skilningur á því að við erum í pólitík til að hafa áhrif og koma okkar frjálslyndri miðjupólítik áfram. Út á það ganga stjórnarmyndunarviðræður að sjá hvort að það sé möguleiki að hafa áhrif til góðs.“ Óttarr segir að menn séu hóflega bjartsýnir á að geta myndað ríkisstjórn en ekkert sé þó víst í þeim efnum. „Það er nokkuð ljóst í mörgum grundvallaratriðum er talsvert langt á milli þessara flokka miðað við hvernig talað var í kosningabaráttunni. Það þarf heilmikið til að menn nái saman.“
Kosningar 2016 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira