Brynjar Ásgeir Guðmundsson hefur skrifað undir samning við Grindavík. Hann mun því leika með liðinu í Pepsi-deild karla á næsta tímabili.
Brynjar Ásgeir kemur til Grindavíkur frá uppeldisfélaginu FH. Hann er afar fjölhæfur leikmaður og hefur leyst flestar stöður í FH-liðinu undanfarin ár.
Brynjar Ásgeir, sem er 24 ára, hefur alls leikið 47 leiki í efstu deild og skorað fimm mörk. Þá lék hann með öllum yngri landsliðinu Íslands á sínum tíma.
Grindavík endaði í 2. sæti Inkassodeildarinnar í sumar og vann sér sæti í Pepsi-deildinni eftir fjögurra ára fjarveru.
Brynjar Ásgeir til Grindavíkur
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn



Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn




Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti
