Forystumenn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ákváðu í dag að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Rætt verður við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokks í fréttum Stöðvar tvö.
Einnig verður fjallað um verkfall sjómanna sem hófst í gærkvöldi en fiskiskipaflotinn er nú á heimleið og hafa fyrstu skipin verið að koma til hafnar í dag.
Þá verður einnig rætt við Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Washington í beinni um nýafstaðnar forsetakosningar þar í landi og áhrif þeirra á samskipti Íslands og Bandaríkjanna.
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Ritstjórn skrifar