Glatað tækifæri Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Bandaríkjamenn völdu sér forseta í vikunni í sögulegum og stórfurðulegum kosningum. Að endingu stóð Donald Trump uppi sem sigurvegari, sem var nokkuð sem helstu sérfræðingar töldu nánast óhugsandi að morgni kosningadags. Trump fékk reyndar færri atkvæði en Hillary Clinton, en bar engu að síður sigur úr býtum í keppninni um hina víðfrægu kjörmenn sem að forminu til kjósa forsetann. Við því er ekkert að segja. Frambjóðendur og kjósendur þekktu kosningakerfið þegar haldið var af stað. Niðurstaðan er því lýðræðisleg, þótt halda megi því fram með góðum rökum að kjörmannakerfið sé meingallað. Hvað sem segja má um Trump er ljóst eftir á að hyggja að kosningabarátta hans var allt að því snilldarlega útfærð. Honum tókst með yfirboðum og stórkarlalegum yfirlýsingum að halda sér nánast stanslaust í kastljósi fjölmiðla. Sigur hans byggðist svo ekki síst á því að ná til hópa af kjósendum sem almennt hefur ekki verið reiknað með. Honum tókst að fá þjóðfélagshópa sem hafa látið sig kosningar litlu varða mæta á kjörstað, og það með því að eyða einungis broti af því sem Hillary Clinton kostaði til. Eftir sem áður skilur sigur Trumps eftir sig óbragð í munni. Hann hefur sýnt ótrúlega vanþekkingu á alþjóðamálum, daðrað við útlendingahatur, lagt fæð á ákveðna trúarhópa og gerst sekur um að sýna konum hreint ótrúlega vanvirðingu. Gildir þá einu þótt fyrstu skref hans eftir að kjöri var náð bendi til þess að sennilega hafi hann í mörgum tilvikum sagt það sem ákveðnir hópar vildu heyra, frekar en lýsa eigin skoðunum. Við getum kannski bundið einhverjar vonir við að undir hrjúfu yfirborðinu leynist mýkri maður. Helsta niðurstaða kosninganna er þó sú að Bandaríkjamenn skuli hafa hafnað Hillary Clinton. Ræða hennar þegar hún viðurkenndi ósigur var sannkallað stórvirki. Þar leyfði hún sér að sýna kjósendum á sér tilfinningalegu hliðina – mögulega nokkuð sem hefði mátt komast betur til skila í kosningabaráttunni. Merkilegust voru þó skilaboð hennar til ungra stúlkna, sem hún hvatti til dáða. Einhvern tíma skyldi glerþakið sprengt. Clinton var framúrskarandi frambjóðandi – erfitt er að hugsa sér marga forseta sem státað hafa af hennar reynslu og bakgrunni þegar þeir tóku við embætti. Hún hlaut líka ósanngjarna gagnrýni meðan á baráttunni stóð. Getur verið að sú staðreynd að hún er kona hafi ráðið miklu? Við Íslendingar þekkjum af eigin reynslu að konur eiga erfiðara uppdráttar í pólitík en starfsbræður þeirra. Pólitíkin hér á landi eftir hrun er órækur vitnisburður um það. Hillary Clinton hefði ekki bara verið frábær forseti, heldur hefði hún verið fyrsta konan til að gegna þessu valdamesta embætti veraldar. Í því hefðu falist mikilvæg skilaboð. Alls óvíst er hvenær kona á næst raunhæfa möguleika á að verða forseti, en af sögunni að dæma getur verið langt þangað til. Bandaríkjamenn völdu ekki bara rangan frambjóðanda. Þeir misstu af tækifæri til að brjóta blað í sögunni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Bandaríkjamenn völdu sér forseta í vikunni í sögulegum og stórfurðulegum kosningum. Að endingu stóð Donald Trump uppi sem sigurvegari, sem var nokkuð sem helstu sérfræðingar töldu nánast óhugsandi að morgni kosningadags. Trump fékk reyndar færri atkvæði en Hillary Clinton, en bar engu að síður sigur úr býtum í keppninni um hina víðfrægu kjörmenn sem að forminu til kjósa forsetann. Við því er ekkert að segja. Frambjóðendur og kjósendur þekktu kosningakerfið þegar haldið var af stað. Niðurstaðan er því lýðræðisleg, þótt halda megi því fram með góðum rökum að kjörmannakerfið sé meingallað. Hvað sem segja má um Trump er ljóst eftir á að hyggja að kosningabarátta hans var allt að því snilldarlega útfærð. Honum tókst með yfirboðum og stórkarlalegum yfirlýsingum að halda sér nánast stanslaust í kastljósi fjölmiðla. Sigur hans byggðist svo ekki síst á því að ná til hópa af kjósendum sem almennt hefur ekki verið reiknað með. Honum tókst að fá þjóðfélagshópa sem hafa látið sig kosningar litlu varða mæta á kjörstað, og það með því að eyða einungis broti af því sem Hillary Clinton kostaði til. Eftir sem áður skilur sigur Trumps eftir sig óbragð í munni. Hann hefur sýnt ótrúlega vanþekkingu á alþjóðamálum, daðrað við útlendingahatur, lagt fæð á ákveðna trúarhópa og gerst sekur um að sýna konum hreint ótrúlega vanvirðingu. Gildir þá einu þótt fyrstu skref hans eftir að kjöri var náð bendi til þess að sennilega hafi hann í mörgum tilvikum sagt það sem ákveðnir hópar vildu heyra, frekar en lýsa eigin skoðunum. Við getum kannski bundið einhverjar vonir við að undir hrjúfu yfirborðinu leynist mýkri maður. Helsta niðurstaða kosninganna er þó sú að Bandaríkjamenn skuli hafa hafnað Hillary Clinton. Ræða hennar þegar hún viðurkenndi ósigur var sannkallað stórvirki. Þar leyfði hún sér að sýna kjósendum á sér tilfinningalegu hliðina – mögulega nokkuð sem hefði mátt komast betur til skila í kosningabaráttunni. Merkilegust voru þó skilaboð hennar til ungra stúlkna, sem hún hvatti til dáða. Einhvern tíma skyldi glerþakið sprengt. Clinton var framúrskarandi frambjóðandi – erfitt er að hugsa sér marga forseta sem státað hafa af hennar reynslu og bakgrunni þegar þeir tóku við embætti. Hún hlaut líka ósanngjarna gagnrýni meðan á baráttunni stóð. Getur verið að sú staðreynd að hún er kona hafi ráðið miklu? Við Íslendingar þekkjum af eigin reynslu að konur eiga erfiðara uppdráttar í pólitík en starfsbræður þeirra. Pólitíkin hér á landi eftir hrun er órækur vitnisburður um það. Hillary Clinton hefði ekki bara verið frábær forseti, heldur hefði hún verið fyrsta konan til að gegna þessu valdamesta embætti veraldar. Í því hefðu falist mikilvæg skilaboð. Alls óvíst er hvenær kona á næst raunhæfa möguleika á að verða forseti, en af sögunni að dæma getur verið langt þangað til. Bandaríkjamenn völdu ekki bara rangan frambjóðanda. Þeir misstu af tækifæri til að brjóta blað í sögunni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun