„Þetta er engin óskastaða fyrir okkur“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 19:00 Fiskiskip hafa dregið veiðarfæri sín úr sjó og eru á heimleið eftir að verkfall sjómanna hófst í gærkvöldi. Sjómenn eru ósáttir við að þurfa að stytta túra sína þar sem minna verður til skiptanna en segjast bera fullt traust til forustu sjómannasambandsins. Samningsumleitunum sjómanna og vélstjóra við útgerðir var slitið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hófst klukkan ellefu en í nótt náðust samningar við vélstjóra. Helsti ásteytingarsteinninn í kjaraviðræðum sjómanna lýtur að mönnun áhafna en sjómenn telja að ákvæði um hvíldartíma skipverja séu brotin með fækkunum í áhöfnum fiskiskipa. Höfrungur III er rúmlega 55 metra langur og fimmtán hundruð brúttótonna togari smíðaður í Kristianssundi í Noregi 1988. Höfrungur þriðji átti rúmlega tvær vikur eftir af túr þegar verkfall sjómanna hófst. „Það er ekki mikið til skiptanna á svona túrum. Það er enginn sáttur við að fara í verkfall. Það er ekki á bætandi að tekjurnar eru orðnar lágar. Gengið er lægra og helmings tekjumunur hjá okkur í dag. Það tekur það enginn til greina,“ segir Elvar Elíasson vinnslustjóri á Höfrungi III.Þungt hljóð í áhafnarmeðlimum „Menn verða bara að bretta upp ermarnar, spjalla saman, haga sér eins og menn og leysa þessi mál. Það er ekkert annað í boði,“ segir Brynjólfur Jónsson háseti á Höfrungi III. Hann segir hljóðið í áhafnarmeðlimum ekki gott. „Það er ekkert sérstaklega gott. Fiskverð er búið að hrynja og launin okkar hafa lækkað um fjörutíu prósent á nokkrum mánuðum. Þetta er engin óskaðastaða fyrir okkur, að fara í verkfall.“ Elvar Elíasson segir það mjög lélegt að ekki hafi tekist að semja eftir allan þennan tíma. „Menn hafa haft sex ár til að koma þessu á hreint. Svo taka menn sér bara helgarfrí vitandi það að menn eru ósáttir við það sem er í gangi. Þeir áttu að vera búnir að ganga frá þessu.“Bera full traust til forustu sjómannasambandsins Brynjólfur Jónsson segir menn þó bera fullt traust til forustu Sjómannasambandsins. „Ég er mjög ánægður með þá. Það á ekki að gefa neitt eftir núna og bara klára dæmið.“ Ekki hafa verið ákveðnir frekari samningafundir á milli Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Fiskiskip hafa dregið veiðarfæri sín úr sjó og eru á heimleið eftir að verkfall sjómanna hófst í gærkvöldi. Sjómenn eru ósáttir við að þurfa að stytta túra sína þar sem minna verður til skiptanna en segjast bera fullt traust til forustu sjómannasambandsins. Samningsumleitunum sjómanna og vélstjóra við útgerðir var slitið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hófst klukkan ellefu en í nótt náðust samningar við vélstjóra. Helsti ásteytingarsteinninn í kjaraviðræðum sjómanna lýtur að mönnun áhafna en sjómenn telja að ákvæði um hvíldartíma skipverja séu brotin með fækkunum í áhöfnum fiskiskipa. Höfrungur III er rúmlega 55 metra langur og fimmtán hundruð brúttótonna togari smíðaður í Kristianssundi í Noregi 1988. Höfrungur þriðji átti rúmlega tvær vikur eftir af túr þegar verkfall sjómanna hófst. „Það er ekki mikið til skiptanna á svona túrum. Það er enginn sáttur við að fara í verkfall. Það er ekki á bætandi að tekjurnar eru orðnar lágar. Gengið er lægra og helmings tekjumunur hjá okkur í dag. Það tekur það enginn til greina,“ segir Elvar Elíasson vinnslustjóri á Höfrungi III.Þungt hljóð í áhafnarmeðlimum „Menn verða bara að bretta upp ermarnar, spjalla saman, haga sér eins og menn og leysa þessi mál. Það er ekkert annað í boði,“ segir Brynjólfur Jónsson háseti á Höfrungi III. Hann segir hljóðið í áhafnarmeðlimum ekki gott. „Það er ekkert sérstaklega gott. Fiskverð er búið að hrynja og launin okkar hafa lækkað um fjörutíu prósent á nokkrum mánuðum. Þetta er engin óskaðastaða fyrir okkur, að fara í verkfall.“ Elvar Elíasson segir það mjög lélegt að ekki hafi tekist að semja eftir allan þennan tíma. „Menn hafa haft sex ár til að koma þessu á hreint. Svo taka menn sér bara helgarfrí vitandi það að menn eru ósáttir við það sem er í gangi. Þeir áttu að vera búnir að ganga frá þessu.“Bera full traust til forustu sjómannasambandsins Brynjólfur Jónsson segir menn þó bera fullt traust til forustu Sjómannasambandsins. „Ég er mjög ánægður með þá. Það á ekki að gefa neitt eftir núna og bara klára dæmið.“ Ekki hafa verið ákveðnir frekari samningafundir á milli Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Verkfall sjómanna Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira