„Þetta er engin óskastaða fyrir okkur“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 19:00 Fiskiskip hafa dregið veiðarfæri sín úr sjó og eru á heimleið eftir að verkfall sjómanna hófst í gærkvöldi. Sjómenn eru ósáttir við að þurfa að stytta túra sína þar sem minna verður til skiptanna en segjast bera fullt traust til forustu sjómannasambandsins. Samningsumleitunum sjómanna og vélstjóra við útgerðir var slitið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hófst klukkan ellefu en í nótt náðust samningar við vélstjóra. Helsti ásteytingarsteinninn í kjaraviðræðum sjómanna lýtur að mönnun áhafna en sjómenn telja að ákvæði um hvíldartíma skipverja séu brotin með fækkunum í áhöfnum fiskiskipa. Höfrungur III er rúmlega 55 metra langur og fimmtán hundruð brúttótonna togari smíðaður í Kristianssundi í Noregi 1988. Höfrungur þriðji átti rúmlega tvær vikur eftir af túr þegar verkfall sjómanna hófst. „Það er ekki mikið til skiptanna á svona túrum. Það er enginn sáttur við að fara í verkfall. Það er ekki á bætandi að tekjurnar eru orðnar lágar. Gengið er lægra og helmings tekjumunur hjá okkur í dag. Það tekur það enginn til greina,“ segir Elvar Elíasson vinnslustjóri á Höfrungi III.Þungt hljóð í áhafnarmeðlimum „Menn verða bara að bretta upp ermarnar, spjalla saman, haga sér eins og menn og leysa þessi mál. Það er ekkert annað í boði,“ segir Brynjólfur Jónsson háseti á Höfrungi III. Hann segir hljóðið í áhafnarmeðlimum ekki gott. „Það er ekkert sérstaklega gott. Fiskverð er búið að hrynja og launin okkar hafa lækkað um fjörutíu prósent á nokkrum mánuðum. Þetta er engin óskaðastaða fyrir okkur, að fara í verkfall.“ Elvar Elíasson segir það mjög lélegt að ekki hafi tekist að semja eftir allan þennan tíma. „Menn hafa haft sex ár til að koma þessu á hreint. Svo taka menn sér bara helgarfrí vitandi það að menn eru ósáttir við það sem er í gangi. Þeir áttu að vera búnir að ganga frá þessu.“Bera full traust til forustu sjómannasambandsins Brynjólfur Jónsson segir menn þó bera fullt traust til forustu Sjómannasambandsins. „Ég er mjög ánægður með þá. Það á ekki að gefa neitt eftir núna og bara klára dæmið.“ Ekki hafa verið ákveðnir frekari samningafundir á milli Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
Fiskiskip hafa dregið veiðarfæri sín úr sjó og eru á heimleið eftir að verkfall sjómanna hófst í gærkvöldi. Sjómenn eru ósáttir við að þurfa að stytta túra sína þar sem minna verður til skiptanna en segjast bera fullt traust til forustu sjómannasambandsins. Samningsumleitunum sjómanna og vélstjóra við útgerðir var slitið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hófst klukkan ellefu en í nótt náðust samningar við vélstjóra. Helsti ásteytingarsteinninn í kjaraviðræðum sjómanna lýtur að mönnun áhafna en sjómenn telja að ákvæði um hvíldartíma skipverja séu brotin með fækkunum í áhöfnum fiskiskipa. Höfrungur III er rúmlega 55 metra langur og fimmtán hundruð brúttótonna togari smíðaður í Kristianssundi í Noregi 1988. Höfrungur þriðji átti rúmlega tvær vikur eftir af túr þegar verkfall sjómanna hófst. „Það er ekki mikið til skiptanna á svona túrum. Það er enginn sáttur við að fara í verkfall. Það er ekki á bætandi að tekjurnar eru orðnar lágar. Gengið er lægra og helmings tekjumunur hjá okkur í dag. Það tekur það enginn til greina,“ segir Elvar Elíasson vinnslustjóri á Höfrungi III.Þungt hljóð í áhafnarmeðlimum „Menn verða bara að bretta upp ermarnar, spjalla saman, haga sér eins og menn og leysa þessi mál. Það er ekkert annað í boði,“ segir Brynjólfur Jónsson háseti á Höfrungi III. Hann segir hljóðið í áhafnarmeðlimum ekki gott. „Það er ekkert sérstaklega gott. Fiskverð er búið að hrynja og launin okkar hafa lækkað um fjörutíu prósent á nokkrum mánuðum. Þetta er engin óskaðastaða fyrir okkur, að fara í verkfall.“ Elvar Elíasson segir það mjög lélegt að ekki hafi tekist að semja eftir allan þennan tíma. „Menn hafa haft sex ár til að koma þessu á hreint. Svo taka menn sér bara helgarfrí vitandi það að menn eru ósáttir við það sem er í gangi. Þeir áttu að vera búnir að ganga frá þessu.“Bera full traust til forustu sjómannasambandsins Brynjólfur Jónsson segir menn þó bera fullt traust til forustu Sjómannasambandsins. „Ég er mjög ánægður með þá. Það á ekki að gefa neitt eftir núna og bara klára dæmið.“ Ekki hafa verið ákveðnir frekari samningafundir á milli Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Verkfall sjómanna Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira