Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb. skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Luka Modric er frægasti fótboltamaður Króata en þessi fyrrum leikmaður Tottenham spilar nú með Real Madrid. Vísir/Getty Íslenska landsliðið lendir í Zagreb í dag eftir góðan undirbúning í Parma en á meðan hefur króatíska landsliðið æft af krafti á Maksimir-vellinum. Það hefur mest verið talað um hvort lykilleikmaður liðsins, Luka Modric, geti spilað. „Hann mun líklega verða í byrjunarliðinu. Hann náði að spila með Real Madrid um síðustu helgi og ætti því að vera tilbúinn,“ segir Mihovil Topic, blaðamaður hjá Telegram í Zagreb, en hann fylgist vel með króatíska liðinu. „Hann er í allt öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn. Hann er líklega besti knattspyrnumaður í sögu Króatíu. Hann er klókur, fljótur og maðurinn sem stýrir spili liðsins. Liðið er 30-40 prósent veikara án hans.“ Fjölmiðlar hafa talað af virðingu um íslenska liðið í aðdraganda leiksins og enginn hér í Zagreb gerir ráð fyrir auðveldum sigri króatíska liðsins. „Við búumst við mjög erfiðum leik því það sáu allir hvernig Ísland stóð sig á EM. Andrúmsloftið á leiknum verður auðvitað ekki eins öflugt og venjulega því það verða engir áhorfendur á leiknum,“ segir Topic en Króatar eru í heimaleikjabanni og því verður leikið fyrir luktum dyrum. Telur blaðamaðurinn að það muni hafa mikil áhrif á króatíska liðið? „Það mun klárlega hafa einhver áhrif en það er erfitt að segja hversu mikil áhrif. Það telur enginn í króatíska liðinu að þeir geti labbað yfir Íslendinga. Væntingarnar eru aftur á móti miklar hér. Á EM töpuðum við fyrir Portúgal en allir í Króatíu eru á því að við hefðum átt að vinna EM. Kröfurnar sem eru gerðar til liðsins eru að vinna Ísland og vinna riðilinn sem er þó mjög sterkur.“ Það er ekki búist við því að áhorfendur muni fjölmenna fyrir utan völlinn og reyna að búa til einhver læti sem síðan skila sér í takmörkuðu magni inn á völlinn. „Fólk verður heima fyrir framan sjónvarpið. Þó svo það væri leyfilegt að hafa áhorfendur þá væri líklega ekki uppselt. Það er sjaldan uppselt og stemningin mætti oft vera betri. Það selst ekki einu sinni upp á leiki gegn bestu þjóðum heims. Ástandið á fótboltanum í landinu er ekki gott út af reiði í garð knattspyrnusambandsins. Það hefur skilað sér í því að miklu færra fólk fer á völlinn núna en áður. Sérstaklega í deildinni. Það er öllum sama um hana.“ Topic bendir á að lykilleikmenn liðsins séu vanir að leika undir pressu og hefur engar áhyggjur af því að pressan muni hafa áhrif á leikmenn. „Það á ekki að vera neitt stress en það kannski kemur ef liðið tapar fyrir Íslandi. Annars er liðið of reynt til þess að fara á taugum. Ef Ísland vinnur verður fólk líklega ekkert brjálað þó svo það verði ósátt. Leikmenn munu ekki taka mótlæti eins mikið inn á sig og fjölmiðlar.“ Þegar Ísland var að spila við Króatíu í umspili um laust sæti á HM fyrir þrem árum varð allt vitlaust í Króatíu er Vísir greindi frá því að nokkrir leikmanna króatíska liðsins hefðu drukkið ansi marga bjóra eftir leikinn á Íslandi. Það mál er nú gleymt. „Það eru allir löngu búnir að gleyma þessu. Það tók svona viku fyrir fólk að gleyma þessu. Þetta var skemmtileg frétt í upphafi en Króatía vann og öllum var sama. Ef Ísland hefði aftur á móti unnið einvígið þá hefði þetta verið áfram stórfrétt í Króatíu.“ Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Sjá meira
Íslenska landsliðið lendir í Zagreb í dag eftir góðan undirbúning í Parma en á meðan hefur króatíska landsliðið æft af krafti á Maksimir-vellinum. Það hefur mest verið talað um hvort lykilleikmaður liðsins, Luka Modric, geti spilað. „Hann mun líklega verða í byrjunarliðinu. Hann náði að spila með Real Madrid um síðustu helgi og ætti því að vera tilbúinn,“ segir Mihovil Topic, blaðamaður hjá Telegram í Zagreb, en hann fylgist vel með króatíska liðinu. „Hann er í allt öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn. Hann er líklega besti knattspyrnumaður í sögu Króatíu. Hann er klókur, fljótur og maðurinn sem stýrir spili liðsins. Liðið er 30-40 prósent veikara án hans.“ Fjölmiðlar hafa talað af virðingu um íslenska liðið í aðdraganda leiksins og enginn hér í Zagreb gerir ráð fyrir auðveldum sigri króatíska liðsins. „Við búumst við mjög erfiðum leik því það sáu allir hvernig Ísland stóð sig á EM. Andrúmsloftið á leiknum verður auðvitað ekki eins öflugt og venjulega því það verða engir áhorfendur á leiknum,“ segir Topic en Króatar eru í heimaleikjabanni og því verður leikið fyrir luktum dyrum. Telur blaðamaðurinn að það muni hafa mikil áhrif á króatíska liðið? „Það mun klárlega hafa einhver áhrif en það er erfitt að segja hversu mikil áhrif. Það telur enginn í króatíska liðinu að þeir geti labbað yfir Íslendinga. Væntingarnar eru aftur á móti miklar hér. Á EM töpuðum við fyrir Portúgal en allir í Króatíu eru á því að við hefðum átt að vinna EM. Kröfurnar sem eru gerðar til liðsins eru að vinna Ísland og vinna riðilinn sem er þó mjög sterkur.“ Það er ekki búist við því að áhorfendur muni fjölmenna fyrir utan völlinn og reyna að búa til einhver læti sem síðan skila sér í takmörkuðu magni inn á völlinn. „Fólk verður heima fyrir framan sjónvarpið. Þó svo það væri leyfilegt að hafa áhorfendur þá væri líklega ekki uppselt. Það er sjaldan uppselt og stemningin mætti oft vera betri. Það selst ekki einu sinni upp á leiki gegn bestu þjóðum heims. Ástandið á fótboltanum í landinu er ekki gott út af reiði í garð knattspyrnusambandsins. Það hefur skilað sér í því að miklu færra fólk fer á völlinn núna en áður. Sérstaklega í deildinni. Það er öllum sama um hana.“ Topic bendir á að lykilleikmenn liðsins séu vanir að leika undir pressu og hefur engar áhyggjur af því að pressan muni hafa áhrif á leikmenn. „Það á ekki að vera neitt stress en það kannski kemur ef liðið tapar fyrir Íslandi. Annars er liðið of reynt til þess að fara á taugum. Ef Ísland vinnur verður fólk líklega ekkert brjálað þó svo það verði ósátt. Leikmenn munu ekki taka mótlæti eins mikið inn á sig og fjölmiðlar.“ Þegar Ísland var að spila við Króatíu í umspili um laust sæti á HM fyrir þrem árum varð allt vitlaust í Króatíu er Vísir greindi frá því að nokkrir leikmanna króatíska liðsins hefðu drukkið ansi marga bjóra eftir leikinn á Íslandi. Það mál er nú gleymt. „Það eru allir löngu búnir að gleyma þessu. Það tók svona viku fyrir fólk að gleyma þessu. Þetta var skemmtileg frétt í upphafi en Króatía vann og öllum var sama. Ef Ísland hefði aftur á móti unnið einvígið þá hefði þetta verið áfram stórfrétt í Króatíu.“
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Sjá meira
Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00