Hefur náð frábærum árangri á stuttum tíma 27. nóvember 2016 20:15 Kjartan Elvar Baldvinsson byrjaði að æfa ólympískar lyftingar í byrjun janúar á þessu ári. Það væri svosem ekki í frásögur færandi en formið og hæfileikarnir eru hreint með ólíkindum. Guðmundur Sigurðsson sem varð í 8.sæti í lyftingum á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 er alltaf með augun opin fyrir nýjum mönnum. „Hann byrjaði nú ekki að lyfta nema rétt um fyrir ári síðan sem er svolítið seint miðað við afreksmenn, orðinn tvítugur. En hann er með grunn úr frjálsum íþróttum og sérstaklega fimleikum sem er ofsalega fínn grunnur ef menn ætla að breyta til yfir í lyftingar þar sem liðleiki, lipurð og fjaðurmagn þarf að vera fyrir hendi. Þannig að hann er með þessa þætti og þá er miklu minna mál að vinna úr framhaldinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann. Kjartan Elvar hefur aðeins keppt á einu móti. Tók 125 kíló í jafnhöttun og 100 kíló í snörun. Sprengikrafturinn og formið er í raun lyginni líkast. „Við höfum óhemju flott efni, líkamlegt og andlegt. Síðan er þetta mikil vinna. Hvað vill hann leggja hart að sér? Það tekur nokkur ár að byggja upp alvöru getu. Nú erum við að stefna að því að reyna að koma honum í landsliðshóp þannig að hann komist í 10 manna úrtakshóp fyrir mót sem er nú í janúar,“ bætti Guðmundur við. „Hann hefur í raun ekki nema eitt mót á bakvið sig sem hann hefur náð árangri í. Nú er jólamótið um miðjan desember og hann þarf að sanna sig þar. Ég vonast eftir því sem þjálfari að við Mosfellingar fáum einn í hópinn.“ Kjartan sjálfur er lítillátur yfir forminu og þeim hæfileikum sem hann býr yfir. „Það var nú eiginlega Hjalti sem dró mig inn í þetta. Hann bauð mér að koma á námskeið hjá Guðmundi í desember. Ég hafði ekkert að gera á þeim tíma, var nýhættur í fimleikunum og sagði bara já,“ sagði Kjartan Elvar. „Mér fannst þetta spennandi og tók þátt í þessu. Ég er búinn að æfa fimleika síðan ég var tíu ára og hef mikinn styrk þaðan. Grunnurinn er alveg til staðar og þess vegna hef ég náð góðum árangri á svona stuttum tíma,“ sagði þessi efnilegi kraftlyftingamaður að lokum. Aðrar íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Kjartan Elvar Baldvinsson byrjaði að æfa ólympískar lyftingar í byrjun janúar á þessu ári. Það væri svosem ekki í frásögur færandi en formið og hæfileikarnir eru hreint með ólíkindum. Guðmundur Sigurðsson sem varð í 8.sæti í lyftingum á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 er alltaf með augun opin fyrir nýjum mönnum. „Hann byrjaði nú ekki að lyfta nema rétt um fyrir ári síðan sem er svolítið seint miðað við afreksmenn, orðinn tvítugur. En hann er með grunn úr frjálsum íþróttum og sérstaklega fimleikum sem er ofsalega fínn grunnur ef menn ætla að breyta til yfir í lyftingar þar sem liðleiki, lipurð og fjaðurmagn þarf að vera fyrir hendi. Þannig að hann er með þessa þætti og þá er miklu minna mál að vinna úr framhaldinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann. Kjartan Elvar hefur aðeins keppt á einu móti. Tók 125 kíló í jafnhöttun og 100 kíló í snörun. Sprengikrafturinn og formið er í raun lyginni líkast. „Við höfum óhemju flott efni, líkamlegt og andlegt. Síðan er þetta mikil vinna. Hvað vill hann leggja hart að sér? Það tekur nokkur ár að byggja upp alvöru getu. Nú erum við að stefna að því að reyna að koma honum í landsliðshóp þannig að hann komist í 10 manna úrtakshóp fyrir mót sem er nú í janúar,“ bætti Guðmundur við. „Hann hefur í raun ekki nema eitt mót á bakvið sig sem hann hefur náð árangri í. Nú er jólamótið um miðjan desember og hann þarf að sanna sig þar. Ég vonast eftir því sem þjálfari að við Mosfellingar fáum einn í hópinn.“ Kjartan sjálfur er lítillátur yfir forminu og þeim hæfileikum sem hann býr yfir. „Það var nú eiginlega Hjalti sem dró mig inn í þetta. Hann bauð mér að koma á námskeið hjá Guðmundi í desember. Ég hafði ekkert að gera á þeim tíma, var nýhættur í fimleikunum og sagði bara já,“ sagði Kjartan Elvar. „Mér fannst þetta spennandi og tók þátt í þessu. Ég er búinn að æfa fimleika síðan ég var tíu ára og hef mikinn styrk þaðan. Grunnurinn er alveg til staðar og þess vegna hef ég náð góðum árangri á svona stuttum tíma,“ sagði þessi efnilegi kraftlyftingamaður að lokum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira