Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2016 19:00 Benedikt Jóhannesson. vísir/stefán Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. Formaður Viðreisnar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort formlegar stjórnunarmyndunarviðræður hefjist milli flokkanna. Þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar fyrir helgi sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum. Þær viðræður hafa staðið yfir um helgina en engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram. Formenn hittust í dag Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í dag til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. Þá kom þingflokkur Viðreisnar til fundar í alþingishúsinu klukkan fimm en fundinum lauk klukkan sex. „Við höfum bara verið að fara yfir málið eins og fólk hefur verið að gera sín á milli alla helgina og sjá hvort það eru einhverjir möguleikar í stöðunni,” segir Beneikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Ræddu tillögur frá Bjarna Samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn boðaður meðal annars til að ræða málamiðlunartillögur Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í evrópu- og sjávarútvegsmálum. Benedikt segir þingflokkinn hafa rætt ýmislegt en ekki sé tímabært að segja til um hvort eða hvenær formlegar viðræður hefjist. „Ja það er nýr dagur á morgun. Við sjáum til hvað verður þá. Forsetinn sagði okkur að við hefðum svona fram yfir helgi til að reyna að átta okkur á þessu. Þannig að ég get bara ekki fullyrt um það,” segir Benedikt. Þú hittir Bjarna Benediktsson á fundi í dag. Hvað kom fram á þeim fundi? „Það var ósköp lítið. Við fórum yfir málin. Hann reyndar kynnti aðeins fyrir mér ríkisfjármálin sem að var nú kvartað yfir að hann hefði ekki gert síðast þegar að við hittumst.” Hvenær liggur fyrir hvort þessir flokkar muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður? „Menn verða fyrst að ákveða að þá langi til þess og sá tími er ekki kominn enn,” segir Benedikt. Mistök við síðustu viðræður Heimildir fréttastofu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins herma að hægt yrði að semja stjórnarsáttmála milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á skömmum tíma. Í stjórnarmyndunarviðræðum milli flokkanna sem slitið var 15. nóvember síðastliðinn hefði náðst samkomulag um mörg stór mál. Hins vegar hefðu verið gerð mistök með því að hefja formlegar viðræður án þess að samkomulag væri í höfn um sjávarútvegs- og evrópumál. Það væri því forsenda fyrir því að viðræður milli flokkanna hefjist aftur að slíkt samkomulag liggi fyrir og um þau mál hafa Bjarni, Benedikt og Óttarr fundað í dag. Kosningar 2016 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira
Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. Formaður Viðreisnar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort formlegar stjórnunarmyndunarviðræður hefjist milli flokkanna. Þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar fyrir helgi sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum. Þær viðræður hafa staðið yfir um helgina en engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram. Formenn hittust í dag Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í dag til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. Þá kom þingflokkur Viðreisnar til fundar í alþingishúsinu klukkan fimm en fundinum lauk klukkan sex. „Við höfum bara verið að fara yfir málið eins og fólk hefur verið að gera sín á milli alla helgina og sjá hvort það eru einhverjir möguleikar í stöðunni,” segir Beneikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Ræddu tillögur frá Bjarna Samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn boðaður meðal annars til að ræða málamiðlunartillögur Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í evrópu- og sjávarútvegsmálum. Benedikt segir þingflokkinn hafa rætt ýmislegt en ekki sé tímabært að segja til um hvort eða hvenær formlegar viðræður hefjist. „Ja það er nýr dagur á morgun. Við sjáum til hvað verður þá. Forsetinn sagði okkur að við hefðum svona fram yfir helgi til að reyna að átta okkur á þessu. Þannig að ég get bara ekki fullyrt um það,” segir Benedikt. Þú hittir Bjarna Benediktsson á fundi í dag. Hvað kom fram á þeim fundi? „Það var ósköp lítið. Við fórum yfir málin. Hann reyndar kynnti aðeins fyrir mér ríkisfjármálin sem að var nú kvartað yfir að hann hefði ekki gert síðast þegar að við hittumst.” Hvenær liggur fyrir hvort þessir flokkar muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður? „Menn verða fyrst að ákveða að þá langi til þess og sá tími er ekki kominn enn,” segir Benedikt. Mistök við síðustu viðræður Heimildir fréttastofu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins herma að hægt yrði að semja stjórnarsáttmála milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á skömmum tíma. Í stjórnarmyndunarviðræðum milli flokkanna sem slitið var 15. nóvember síðastliðinn hefði náðst samkomulag um mörg stór mál. Hins vegar hefðu verið gerð mistök með því að hefja formlegar viðræður án þess að samkomulag væri í höfn um sjávarútvegs- og evrópumál. Það væri því forsenda fyrir því að viðræður milli flokkanna hefjist aftur að slíkt samkomulag liggi fyrir og um þau mál hafa Bjarni, Benedikt og Óttarr fundað í dag.
Kosningar 2016 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira