Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2016 12:41 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fyrir miðju ásamt þeim Smára McCarthy og Einari Brynjólfssyni. Vísir/Anton „Ég skil hana mjög vel,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, um ákvörðun forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, að veita engum leiðtoga stjórnmálaflokks umboð til formlegar stjórnarmyndunar. Guðni tilkynnti þetta á blaðamannafundi á Bessastöðum nú fyrir hádegi, eftir að hafa átt fund með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, þar sem hún skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu sem hún hafði haft í 9 daga. Birgitta segir þessa ákvörðun forsetans skiljanlega. „Því það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu til að mynda ríkisstjórn. Mér finnst að því mjög skiljanlegt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi um málið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði haft þetta umboð til myndun ríkisstjórnar á undan Katrínu en einnig skilað því eftir að hafa slitið viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Katrín sleit fyrr í vikunni viðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Guðni sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem lögð er á þeirra hendur og minnti á þá nauðsyn að kalla þing saman. Taldi hann æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman. Spurður hvenær hann vonist eftir því að þing kæmi saman sagðist hann eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því en sagði að vonandi yrði það fyrir jól. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Ég skil hana mjög vel,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, um ákvörðun forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, að veita engum leiðtoga stjórnmálaflokks umboð til formlegar stjórnarmyndunar. Guðni tilkynnti þetta á blaðamannafundi á Bessastöðum nú fyrir hádegi, eftir að hafa átt fund með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, þar sem hún skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu sem hún hafði haft í 9 daga. Birgitta segir þessa ákvörðun forsetans skiljanlega. „Því það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu til að mynda ríkisstjórn. Mér finnst að því mjög skiljanlegt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi um málið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði haft þetta umboð til myndun ríkisstjórnar á undan Katrínu en einnig skilað því eftir að hafa slitið viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Katrín sleit fyrr í vikunni viðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Guðni sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem lögð er á þeirra hendur og minnti á þá nauðsyn að kalla þing saman. Taldi hann æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman. Spurður hvenær hann vonist eftir því að þing kæmi saman sagðist hann eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því en sagði að vonandi yrði það fyrir jól.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13