Edda Garðars: KR er ekki Fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 10:00 Edda Garðarsdóttir sem leikmaður KR og þjálfari KR. Vísir/Samsett mynd Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR í Pepsi-deild kvenna, hefur heldur betur safnað að sér sterkum leikmönnum síðan að tímabilinu lauk. Fjórar landsliðskonur, fyrrverandi og núverandi, hafa samið við KR fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir hafa spilað saman 265 A-landsleiki en þær léku allar með KR á árum áður. Edda fer yfir stöðu mála hjá KR-liðinu í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag en KR rétt náði að bjarga sér frá falli í lokaumferðinni í haust. „Ég ætla alls ekki að fara að tala um að nú getum við orðið meistarar eða eitthvað slíkt. Það væri algjör geðveiki. Við náðum að taka „kvikmyndalegan“ viðsnúning í hálfleik gegn ÍA í lokaumferðinni og héldum okkur þannig uppi í deildinni, þannig að mér finnst við ekkert geta verið kokhraustar,“ sagði Edda í viðtalinu við Sindra. Hún var staðráðin í að breyta um taktík en KR-liðið var með fjóra erlenda leikmenn í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég er tiltölulega ný í þessu starfi og finnst þetta svolítið óþægilegt. Maður fær endalausar ábendingar um hina og þessa erlendu leikmenn og þetta er svo mikið lotterí. Maður krossleggur bara fingur þegar þær koma um vorið. Ég vil ekki hafa þetta svona. Þegar Þórunn, Katrín og Hólmfríður vildu koma heim þá tók maður því auðvitað bara fagnandi,“ sagði Edda í viðtalinu. „Mig langar að treysta á KR-inga og mínar stelpur. Ég vil ekki fá erlenda leikmenn sem ég þekki ekki. Ég er mun spenntari fyrir því að fá íslenska leikmenn sem mér lýst vel a, metnaðarfullar stelpur sem vilja breytingar. Mér finnst mjög gaman að hjálpa ungum leikmönnum að stíga sín fyrstu skref, þó að ég sé að fá gamlar með til að lyfta þessu upp. Þær eru KR-ingar og ég tel að það skipti máli, þó að nútímafótbolti sé eins og hann er," sagði Eddda. Edda skýtur líka á stjórnina í Fram sem vill ekkert með kvennalið félagsins gera og hefur enn ekki ráðið þjálfara eins og kom fram í sameiginlegum pistli frá leikmönnum Safamýrarliðsins í vikunni. „KR er ekki Fram, ef þú ert að spyrja að því. Ef maður horfir til baka þá kom þarna tími um 2008 eða 2009, þegar hópur leikmanna KR hafði tækifæri til að komast í atvinnumennsku. Við misstum liðið bara út á einu bretti. það er ekkert fyrst núna sem KR er að reyna að rífa þetta upp og stjórnin hefur alltaf verið boðin og búin að hjálpa til. Það kom mér bara meira á óvart en ekki hve mikill stuðningurinn hefur verið úr öllum áttum,“ sagði Edda. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR í Pepsi-deild kvenna, hefur heldur betur safnað að sér sterkum leikmönnum síðan að tímabilinu lauk. Fjórar landsliðskonur, fyrrverandi og núverandi, hafa samið við KR fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir hafa spilað saman 265 A-landsleiki en þær léku allar með KR á árum áður. Edda fer yfir stöðu mála hjá KR-liðinu í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag en KR rétt náði að bjarga sér frá falli í lokaumferðinni í haust. „Ég ætla alls ekki að fara að tala um að nú getum við orðið meistarar eða eitthvað slíkt. Það væri algjör geðveiki. Við náðum að taka „kvikmyndalegan“ viðsnúning í hálfleik gegn ÍA í lokaumferðinni og héldum okkur þannig uppi í deildinni, þannig að mér finnst við ekkert geta verið kokhraustar,“ sagði Edda í viðtalinu við Sindra. Hún var staðráðin í að breyta um taktík en KR-liðið var með fjóra erlenda leikmenn í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég er tiltölulega ný í þessu starfi og finnst þetta svolítið óþægilegt. Maður fær endalausar ábendingar um hina og þessa erlendu leikmenn og þetta er svo mikið lotterí. Maður krossleggur bara fingur þegar þær koma um vorið. Ég vil ekki hafa þetta svona. Þegar Þórunn, Katrín og Hólmfríður vildu koma heim þá tók maður því auðvitað bara fagnandi,“ sagði Edda í viðtalinu. „Mig langar að treysta á KR-inga og mínar stelpur. Ég vil ekki fá erlenda leikmenn sem ég þekki ekki. Ég er mun spenntari fyrir því að fá íslenska leikmenn sem mér lýst vel a, metnaðarfullar stelpur sem vilja breytingar. Mér finnst mjög gaman að hjálpa ungum leikmönnum að stíga sín fyrstu skref, þó að ég sé að fá gamlar með til að lyfta þessu upp. Þær eru KR-ingar og ég tel að það skipti máli, þó að nútímafótbolti sé eins og hann er," sagði Eddda. Edda skýtur líka á stjórnina í Fram sem vill ekkert með kvennalið félagsins gera og hefur enn ekki ráðið þjálfara eins og kom fram í sameiginlegum pistli frá leikmönnum Safamýrarliðsins í vikunni. „KR er ekki Fram, ef þú ert að spyrja að því. Ef maður horfir til baka þá kom þarna tími um 2008 eða 2009, þegar hópur leikmanna KR hafði tækifæri til að komast í atvinnumennsku. Við misstum liðið bara út á einu bretti. það er ekkert fyrst núna sem KR er að reyna að rífa þetta upp og stjórnin hefur alltaf verið boðin og búin að hjálpa til. Það kom mér bara meira á óvart en ekki hve mikill stuðningurinn hefur verið úr öllum áttum,“ sagði Edda.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira