Leiðir Katrínar lokaðar Snærós Sindradóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/Eyþór Úti er um tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að mynda fimm flokka stjórn frá vinstri og yfir miðju. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vinstri græn vildu skoða hvort skipta mætti á Viðreisn og Framsóknarflokknum í fimm flokka ríkisstjórn en hugmyndin strandar á Bjartri framtíð og Pírötum. Þingmenn Bjartrar framtíðar funduðu fyrir hádegi í gær og með stjórn flokksins, sem í eru um áttatíu manns, í gærkvöldi. Á stjórnarfundinum var framtíð samstarfs flokksins við Viðreisn ekki á formlegri dagskrá. Þegar Fréttablaðið náði tali af Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, seinni partinn í gær sagði hann að ekki hefði verið rætt annað en að samstarfinu við Viðreisn yrði haldið áfram. Samstarf við Framsóknarflokkinn hafi ekki verið rætt. „Við höfum ekki sett það á borðið einu sinni. Það er bara eins og hver önnur fræðilega útreiknuð pæling. Við erum lítill flokkur og jafnvel í bandalagi við Viðreisn tiltölulega lítill hluti af þinginu.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar.Vísir/AntonÓttarr hafði í gær rætt við flesta formenn annarra flokka, þar á meðal Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Engar formlegar þreifingar hafa þó átt sér stað. Fari svo að það gliðni á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á enn eftir að sannfæra Pírata um samstarf við Framsóknarflokkinn. Píratar funduðu stíft í gær um þann möguleika en hljóðið var þungt eftir fundahöldin. „Við lendum alltaf á þeim stað að þjóðin kallaði eftir þessum kosningum út af Panamaskjölunum. Í Framsóknarflokknum er þingmaður sem var í skjölunum og tók að sér að semja við kröfuhafa um það hvernig kakan myndi skiptast á milli kröfuhafanna og þjóðarinnar, þegar konan hans var kröfuhafi. Við lendum alltaf þar,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Heimildir Fréttablaðsins herma að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður flokksins sem var í Panamaskjölunum, sé algjörlega einangraður innan hans og á meðal þingmanna sé talað um Framsóknarflokkinn sem sjö manna þingflokk í stað átta. Píratar hafa velt því upp hvort afstaða þeirra væri önnur ef Sigmundur væri ekki fyrir á fleti. „En þá horfum við á önnur mál sem flestir flokkar töluðu um, sem er að fara markaðsleið með útboði á aflanum. Vinstri græn í þessum stjórnarviðræðum voru búin að opna á markaðsleiðina en við sjáum bara ekki möguleikann á að Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn að gera það. Hann er sérhagsmunagæsluflokkur fyrir sjávarútveginn,“ segir Jón Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Úti er um tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að mynda fimm flokka stjórn frá vinstri og yfir miðju. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vinstri græn vildu skoða hvort skipta mætti á Viðreisn og Framsóknarflokknum í fimm flokka ríkisstjórn en hugmyndin strandar á Bjartri framtíð og Pírötum. Þingmenn Bjartrar framtíðar funduðu fyrir hádegi í gær og með stjórn flokksins, sem í eru um áttatíu manns, í gærkvöldi. Á stjórnarfundinum var framtíð samstarfs flokksins við Viðreisn ekki á formlegri dagskrá. Þegar Fréttablaðið náði tali af Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, seinni partinn í gær sagði hann að ekki hefði verið rætt annað en að samstarfinu við Viðreisn yrði haldið áfram. Samstarf við Framsóknarflokkinn hafi ekki verið rætt. „Við höfum ekki sett það á borðið einu sinni. Það er bara eins og hver önnur fræðilega útreiknuð pæling. Við erum lítill flokkur og jafnvel í bandalagi við Viðreisn tiltölulega lítill hluti af þinginu.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar.Vísir/AntonÓttarr hafði í gær rætt við flesta formenn annarra flokka, þar á meðal Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Engar formlegar þreifingar hafa þó átt sér stað. Fari svo að það gliðni á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á enn eftir að sannfæra Pírata um samstarf við Framsóknarflokkinn. Píratar funduðu stíft í gær um þann möguleika en hljóðið var þungt eftir fundahöldin. „Við lendum alltaf á þeim stað að þjóðin kallaði eftir þessum kosningum út af Panamaskjölunum. Í Framsóknarflokknum er þingmaður sem var í skjölunum og tók að sér að semja við kröfuhafa um það hvernig kakan myndi skiptast á milli kröfuhafanna og þjóðarinnar, þegar konan hans var kröfuhafi. Við lendum alltaf þar,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Heimildir Fréttablaðsins herma að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður flokksins sem var í Panamaskjölunum, sé algjörlega einangraður innan hans og á meðal þingmanna sé talað um Framsóknarflokkinn sem sjö manna þingflokk í stað átta. Píratar hafa velt því upp hvort afstaða þeirra væri önnur ef Sigmundur væri ekki fyrir á fleti. „En þá horfum við á önnur mál sem flestir flokkar töluðu um, sem er að fara markaðsleið með útboði á aflanum. Vinstri græn í þessum stjórnarviðræðum voru búin að opna á markaðsleiðina en við sjáum bara ekki möguleikann á að Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn að gera það. Hann er sérhagsmunagæsluflokkur fyrir sjávarútveginn,“ segir Jón Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira