Össur spyr hvort að ríkisstjórnir séu ofmetnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2016 20:22 Össur þekkir vel til mála á Alþingi enda alþingismaður og ráðherra um árabil. Vísir/Vilhelm „Getur verið að ríkisstjórnir séu ofmetnar?“ spyr Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Hann vill sjá Alþingi spreyta sig á stjórn landsins næstu mánuðina. „Það væri alla vegar forvitnileg tilraun að sjá Alþingi stjórna landinu um nokkurra mánaða skeið,“ segir Össur og bendir að á Spáni sé stjórnarkreppar þar sem erfiðlega hafi gengið að mynda ríkisstjórn eftir tvær kosningar þar í landi. Þar fari þó hagvöxtur vaxandi í fyrsta sinn um árabil. „Vitaskuld eiga menn að drífa sig í að kalla saman þing, og leyfa því án afskipta áreitins framkvæmdavalds að spreyta sig á að leysa þau örfáu mál sem lausnar krefjast. Allir verða góðir við alla nema Brynjar og Birgitta bítast,“ segir Össur. Erfiðlega hefur reynst að mynda ríkisstjórn eftir tvær atrennur til þess. Óvíst er hvað við tekur nú eftir að upp úr slitnaði í viðræðum á milli VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar. Telur Össur að þó að ekki takist að mynda ríkisstjórn þurfi það ekki endilega að vera svo slæmt. Það gæti jafnvel orðið til þess að starhæfur meirihluti verði til í kjölfarið. „Það fer ekkert til fjandans á meðan. Út úr því slípa menn hornin, hafa tíma til að ræða meintan ágreining til þrautar - og líklegt að út úr því kæmi hin bærilegasta ríkisstjórn.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Pendúllinn að sveiflast frá Katrínu yfir á miðjuna Miðjuflokkarnir eru komnir í lykilstöðu. 24. nóvember 2016 19:01 Líklegt að Katrín skili umboðinu til forseta á morgun 24. nóvember 2016 19:30 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
„Getur verið að ríkisstjórnir séu ofmetnar?“ spyr Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Hann vill sjá Alþingi spreyta sig á stjórn landsins næstu mánuðina. „Það væri alla vegar forvitnileg tilraun að sjá Alþingi stjórna landinu um nokkurra mánaða skeið,“ segir Össur og bendir að á Spáni sé stjórnarkreppar þar sem erfiðlega hafi gengið að mynda ríkisstjórn eftir tvær kosningar þar í landi. Þar fari þó hagvöxtur vaxandi í fyrsta sinn um árabil. „Vitaskuld eiga menn að drífa sig í að kalla saman þing, og leyfa því án afskipta áreitins framkvæmdavalds að spreyta sig á að leysa þau örfáu mál sem lausnar krefjast. Allir verða góðir við alla nema Brynjar og Birgitta bítast,“ segir Össur. Erfiðlega hefur reynst að mynda ríkisstjórn eftir tvær atrennur til þess. Óvíst er hvað við tekur nú eftir að upp úr slitnaði í viðræðum á milli VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar. Telur Össur að þó að ekki takist að mynda ríkisstjórn þurfi það ekki endilega að vera svo slæmt. Það gæti jafnvel orðið til þess að starhæfur meirihluti verði til í kjölfarið. „Það fer ekkert til fjandans á meðan. Út úr því slípa menn hornin, hafa tíma til að ræða meintan ágreining til þrautar - og líklegt að út úr því kæmi hin bærilegasta ríkisstjórn.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Pendúllinn að sveiflast frá Katrínu yfir á miðjuna Miðjuflokkarnir eru komnir í lykilstöðu. 24. nóvember 2016 19:01 Líklegt að Katrín skili umboðinu til forseta á morgun 24. nóvember 2016 19:30 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Pendúllinn að sveiflast frá Katrínu yfir á miðjuna Miðjuflokkarnir eru komnir í lykilstöðu. 24. nóvember 2016 19:01
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40