Aurum málið: Magnús og Lárus dæmdir í fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 14:23 Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Aurum málinu svokallaða. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var dæmdur í eins árs fangelsi. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru sýknaðir. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis ti lfélagsins FS38 ehf sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Málið fór fyrir héraðsdóm í tvígang en fyrri aðalmeðferð þess fór fram vorið 2014.Úr dómsal í dag.Vísir/Anton Þá voru fjórmenningarnir sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl í fyrra þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem var dæmdur fyrir aðild sína að Al-Thani málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssakóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, Barbara Björnsdóttir. Tæplega fimmtíu vitni mættu fyrir dóminn og stóð aðalmeðferð málsins yfir í um eina viku. Lárus þarf að greiða tæpar ellefu milljónir króna í málvarnarlaun verjanda síns og Magnús átta milljónir. Málvarnarlaun Jóns Ásgeirs, 13 milljónir, og Bjarna, rúmar níu milljónir, greiðast úr ríkissjóði. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Aurum-málið: Fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. 28. október 2016 14:15 Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Aurum málinu svokallaða. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var dæmdur í eins árs fangelsi. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru sýknaðir. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis ti lfélagsins FS38 ehf sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Málið fór fyrir héraðsdóm í tvígang en fyrri aðalmeðferð þess fór fram vorið 2014.Úr dómsal í dag.Vísir/Anton Þá voru fjórmenningarnir sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl í fyrra þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem var dæmdur fyrir aðild sína að Al-Thani málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssakóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, Barbara Björnsdóttir. Tæplega fimmtíu vitni mættu fyrir dóminn og stóð aðalmeðferð málsins yfir í um eina viku. Lárus þarf að greiða tæpar ellefu milljónir króna í málvarnarlaun verjanda síns og Magnús átta milljónir. Málvarnarlaun Jóns Ásgeirs, 13 milljónir, og Bjarna, rúmar níu milljónir, greiðast úr ríkissjóði.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Aurum-málið: Fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. 28. október 2016 14:15 Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00
Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12
Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37
Aurum-málið: Fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. 28. október 2016 14:15
Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28