Katrín enn með nokkur spil á hendi til myndunar stjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2016 12:09 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. Formaður Samfylkingarinnar telur Katrínu enn eiga möguleika í stöðunni og segir að þrátt fyrir þrengri stöðu í ríkisfjármálum beri flokkunum skylda til að finna leiðir til að styrkja innviði samfélagsins. Þingflokkur Vinstri grænna kom saman til fundar klukkan hálf ellefu í morgun þar sem Katrín fer yfir stöðuna eftir að það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. Á þessum fundi gæti það ráðist hvort Katrín heldur áfram stjórnarmyndunartilraunum eða skilar umboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. „Á meðan það eru ekki formlegar viðræður í gangi þá getur hver sem er farið að mynda meirihluta þó einhver sé með umboðið,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði stöðuna ekki einfaldari eftir gærdaginn. „Þetta eru sjö stykki í púsluspili sem virðast ekki passa nægilega vel saman,“ sagði Katrín og var þá spurð hvort hún ætlaði að ræða við Framsóknarflokkinn í dag. „Þá er væntanlega verið að leggja það til að hann komi inn í fimm flokka stjórn, eða hvað? Þegar maður er búin að sitja í svona viðræðum allan sólarhringinn í viku verður maður eiginlega að gefa sér smá tíma til að hugsa,“ sagði Katrín. Og það gerir hún á fundi með þingflokki sínum. Hún ræddi við forseta Íslands í síma í morgun og gerði honum grein fyrir stöðunni en hún er formlega enn með stjórnarmyndunarumboðið.Þrjár klukkustundir hefðu getað skipt sköpum Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir Katrínu enn hafa möguleika á viðræðum við aðra flokka þótt staðan sé orðin flóknari. Það hafi komið á óvart að Viðreisn skuli hafa staðið svo föst fyrir sem raun bar vitni í gær. „Vegna þess að þrír klukkutímar hefðu getað skýrt málin. Við vorum auðvitað tilbúin með tillögur til tekjuöflunar sem hefðu getað sætt sjónarmið. Mér fannst það skrýtið að slíta á þessum tímapunkti,“ segir Logi. En fyrir síðasta fund formanna fjögurra og viðræðuhóps Pírata í gær, ræddi Katrín Einslega við Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar. Katrín gæti tekið upp viðræður við Framsóknarmenn um að koma inn í fimm flokka samstarf en til að þeir flokkar hefðu meirihluta yrði Björt framtíð að kljúfa sig frá Viðreisn. Þá gæti Katrín rætt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en hann og Vinstri græn hafa samanlagt 31 þingmann og vantaði einn til lágmarks meirihluta. Þar gæti Samfylkingin komið inn með sína þrjá. „Það er algerlega ótímabært að svara því. Við þyrftum að sjá með hvaða poka slík stjórn ætlaði að leggja upp í ferðalag,“ segir Logi. Þrátt fyrir minna svigrúm ríkissjóðs til útgjalda í innviði eins og heilbrigðis- og menntakerfið, sem komið hafi í ljós í gögnum frá stjórnarráðinu í viðræðunum, beri flokkunum skylda til að standa við loforð í þeim efnum. „Ef það kemur í ljós að svigrúmið er minna þýðir ekki að menn leggist undir sæng og hætti að gera nokkuð. Þá þurfum við bara að leggja enn meira á okkur til að vinna þjóðinni gagn. Á hinn bóginn fannst mér sérkennilegt eftir viku samtal Viðreisnar við Sjálfstæðisflokk að þeir skyldu ekki vera búin að átta sig á þessu, segir Logi og bætir við: „Það liggur alveg fyrir að við þurfum að fara í innviðauppbyggingu í heilbrigðisþjónustu, í menntakerfi. Í almennum innviðum landsins. Við þurfum að jafna kjörin og við þurfum að ná meiri sátt á meðal þjóðarinnar. Þá verðum við að leita allra leiða til þess,“ segir Logi Einarsson. Kosningar 2016 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. Formaður Samfylkingarinnar telur Katrínu enn eiga möguleika í stöðunni og segir að þrátt fyrir þrengri stöðu í ríkisfjármálum beri flokkunum skylda til að finna leiðir til að styrkja innviði samfélagsins. Þingflokkur Vinstri grænna kom saman til fundar klukkan hálf ellefu í morgun þar sem Katrín fer yfir stöðuna eftir að það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. Á þessum fundi gæti það ráðist hvort Katrín heldur áfram stjórnarmyndunartilraunum eða skilar umboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. „Á meðan það eru ekki formlegar viðræður í gangi þá getur hver sem er farið að mynda meirihluta þó einhver sé með umboðið,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði stöðuna ekki einfaldari eftir gærdaginn. „Þetta eru sjö stykki í púsluspili sem virðast ekki passa nægilega vel saman,“ sagði Katrín og var þá spurð hvort hún ætlaði að ræða við Framsóknarflokkinn í dag. „Þá er væntanlega verið að leggja það til að hann komi inn í fimm flokka stjórn, eða hvað? Þegar maður er búin að sitja í svona viðræðum allan sólarhringinn í viku verður maður eiginlega að gefa sér smá tíma til að hugsa,“ sagði Katrín. Og það gerir hún á fundi með þingflokki sínum. Hún ræddi við forseta Íslands í síma í morgun og gerði honum grein fyrir stöðunni en hún er formlega enn með stjórnarmyndunarumboðið.Þrjár klukkustundir hefðu getað skipt sköpum Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir Katrínu enn hafa möguleika á viðræðum við aðra flokka þótt staðan sé orðin flóknari. Það hafi komið á óvart að Viðreisn skuli hafa staðið svo föst fyrir sem raun bar vitni í gær. „Vegna þess að þrír klukkutímar hefðu getað skýrt málin. Við vorum auðvitað tilbúin með tillögur til tekjuöflunar sem hefðu getað sætt sjónarmið. Mér fannst það skrýtið að slíta á þessum tímapunkti,“ segir Logi. En fyrir síðasta fund formanna fjögurra og viðræðuhóps Pírata í gær, ræddi Katrín Einslega við Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar. Katrín gæti tekið upp viðræður við Framsóknarmenn um að koma inn í fimm flokka samstarf en til að þeir flokkar hefðu meirihluta yrði Björt framtíð að kljúfa sig frá Viðreisn. Þá gæti Katrín rætt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en hann og Vinstri græn hafa samanlagt 31 þingmann og vantaði einn til lágmarks meirihluta. Þar gæti Samfylkingin komið inn með sína þrjá. „Það er algerlega ótímabært að svara því. Við þyrftum að sjá með hvaða poka slík stjórn ætlaði að leggja upp í ferðalag,“ segir Logi. Þrátt fyrir minna svigrúm ríkissjóðs til útgjalda í innviði eins og heilbrigðis- og menntakerfið, sem komið hafi í ljós í gögnum frá stjórnarráðinu í viðræðunum, beri flokkunum skylda til að standa við loforð í þeim efnum. „Ef það kemur í ljós að svigrúmið er minna þýðir ekki að menn leggist undir sæng og hætti að gera nokkuð. Þá þurfum við bara að leggja enn meira á okkur til að vinna þjóðinni gagn. Á hinn bóginn fannst mér sérkennilegt eftir viku samtal Viðreisnar við Sjálfstæðisflokk að þeir skyldu ekki vera búin að átta sig á þessu, segir Logi og bætir við: „Það liggur alveg fyrir að við þurfum að fara í innviðauppbyggingu í heilbrigðisþjónustu, í menntakerfi. Í almennum innviðum landsins. Við þurfum að jafna kjörin og við þurfum að ná meiri sátt á meðal þjóðarinnar. Þá verðum við að leita allra leiða til þess,“ segir Logi Einarsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira