Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 10:46 Sjálfstæðisflokkur vill ekki vinna með Pírötum. Vinstri græn vilja ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum. Viðreisn vill ekki vinna með núverandi ríkisstjórnarflokkum og Píratar ekki heldur. Myndvinnsla/Garðar Staðan hefur flækst töluvert eftir að stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka var slitið í gær. Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. Tvær eiginlegar tilraunir hafa verið gerðar til stjórnarmyndunar. Annars vegar milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar og hinsvegar milli VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Báðar þessar tilraunir hafa strandað á málefnum flokkanna.Búið að útiloka marga kosti Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar lýst því yfir að flokkurinn fari ekki í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ítrekað sagt að flokkurinn eigi ekki samleið með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á að vinna með Pírötum. Raunar lítur Bjarni ekki á Pírata sem stjórnmálaflokk heldur hreyfingu sem hefur hrist upp í hlutunum, ef marka má orð hans í umræðuþætti á RÚV þann 28. október síðastliðinn. Þá hafa Píratar útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður.Ekki vitað hvort Katrín skili umboðinu Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn gætu myndað 36 þingmanna meirihluta, en samkvæmt Benedikt bæði fyrir og eftir kosningar er að ekki er vilji fyrir því innan Viðreisnar. Píratar, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað 41 þingmanna meirihluta en nokkuð ljóst er að það sé ekki á dagskrá.Þá leggur Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, til í Morgunblaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur reyni næst að mynda ríkisstjórn. Sú stjórn hefði 39 þingmanna meirihluta. Ekki er vitað hver næstu skref Katrínar Jakobsdóttur eru. Þingflokkur Vinstri grænna fundar klukkan 10:30 í dag en ekki er vitað hvort hún geri aðra tilraun til stjórnarmyndunar eða skili stjórnarmyndunarumboðinu til forseta. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00 Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Staðan hefur flækst töluvert eftir að stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka var slitið í gær. Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. Tvær eiginlegar tilraunir hafa verið gerðar til stjórnarmyndunar. Annars vegar milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar og hinsvegar milli VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Báðar þessar tilraunir hafa strandað á málefnum flokkanna.Búið að útiloka marga kosti Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar lýst því yfir að flokkurinn fari ekki í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ítrekað sagt að flokkurinn eigi ekki samleið með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á að vinna með Pírötum. Raunar lítur Bjarni ekki á Pírata sem stjórnmálaflokk heldur hreyfingu sem hefur hrist upp í hlutunum, ef marka má orð hans í umræðuþætti á RÚV þann 28. október síðastliðinn. Þá hafa Píratar útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður.Ekki vitað hvort Katrín skili umboðinu Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn gætu myndað 36 þingmanna meirihluta, en samkvæmt Benedikt bæði fyrir og eftir kosningar er að ekki er vilji fyrir því innan Viðreisnar. Píratar, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað 41 þingmanna meirihluta en nokkuð ljóst er að það sé ekki á dagskrá.Þá leggur Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, til í Morgunblaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur reyni næst að mynda ríkisstjórn. Sú stjórn hefði 39 þingmanna meirihluta. Ekki er vitað hver næstu skref Katrínar Jakobsdóttur eru. Þingflokkur Vinstri grænna fundar klukkan 10:30 í dag en ekki er vitað hvort hún geri aðra tilraun til stjórnarmyndunar eða skili stjórnarmyndunarumboðinu til forseta.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00 Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00
Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00
Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07