Aron: Mjög leiðinlegt að Jürgen hafi misst starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 08:00 Aron Jóhannsson fagnar góðum úrslitum á HM 2014. Vísir/EPA Aron Jóhannsson er ánægður með nýjan þjálfara bandaríska landsliðsins í fótbolta en sér eftir manninum sem fékk hann til að velja Bandaríkin frekar en Ísland. Jürgen Klinsmann fékk Aron til að spila með bandaríska landsliðinu árið 2013 og valdi Aron síðan í HM-hópinn sinn á HM í Brasilíu 2014. Aron hefur síðan verið inn í myndinni en hann missti þó mikið úr á síðasta ári vegna erfiða meiðsli sem héldu honum frá fótboltavellinum í langan tíma. Aron var þó kominn aftur inn í hópinn fyrir síðasta verkefni en tveir tapleikir bandaríska landsliðsins með nokkra daga millibili í undankeppni reyndust vera síðustu leikirnir undir stjórn Jürgen Klinsmann sem var rekinn í vikunni. „Mér finnst það mjög leiðinlegt að Jürgen hafi misst starfið sitt. Hann gaf mér tækifæri hjá landsliðinu í fyrsta skipti fyrir þremur árum; lagði mikla áherslu á að fá mig í liðið og hafði mikla trú á mér. Hann hjálpaði mér mikið innan sem utan vallar,“ sagði Aron Jóhannsson í viðtali við Brynjar Inga Erluson í Morgunblaðinu í dag. „Bruce var ráðinn núna og hann hefur náð góðum árangri áður með landsliðið svo mér líst bara vel á þessa ráðningu hjá þeim,“ sagði Aron. Bruce Arena, nýr þjálfari bandaríska liðsins, lét hafa eftir sér fyrir nokkrum árum að hann væri á móti því að nota leikmenn með tvöfalt ríkisfang. Aron fellur í þann hóp. „Það eru rúmlega 300 milljónir íbúa í Bandaríkjunum, þannig að það er eðlilegt að það séu ekki allir með sömu skoðun. Þegar Bruce var síðast með landsliðið voru líka nokkrir leikmenn með tvöfalt ríkisfang þannig að ég held að það verði ekkert vesen. Ég trúi því að menn sem eru með bandarískt vegabréf og eru nógu góðir fyrir landsliðið verði valdir,“ sagði Aron í fyrrnefndu viðtali. Aron er búinn að ná sér af meiðslunum en hann glímdi við meiðsli í bæði mjöðm og nára. Hann er hinsvegar ekki inn í myndinni hjá nýjum þjálfara Werder Bremen Alexander Nouri. „Eftir þrjá leiki er síðan þjálfarinn okkar rekinn og ég fær rautt spjald og tveggja leikja bann. Þá kom inn nýr þjálfari sem þurfti að treysta á aðra leikmenn og það gekk vel í byrjun svo það var erfitt að fá sénsinn. Núna er ég á byrjunarreit hjá liðinu og þarf að sanna mig til að fá spilatíma,“ sagði Aron í viðtalinu í Morgunblaðinu.Aron fær fá tækifæri hjá Werder Bremen þessa dagana.Vísir/EPA Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Góðar fréttir fyrir Aron | Nýr þjálfari Bandaríkjanna ætlar ekki að útiloka neinn Bruce Arena var í gær ráðinn nýr landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í fótbolta en hann tekur við starfi Jürgen Klinsmann. 23. nóvember 2016 08:30 Klinsmann-ævintýrið kostaði Bandaríkjamenn meira en tvo milljarða Jürgen Klinsmann hefur stýrt sínum síðasta leik hjá bandaríska landsliðinu. Endalok hans voru að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum í úrslitariðlinum í undankeppni HM 2018. 22. nóvember 2016 11:45 Versta tap Bandaríkjanna í áratugi | Aron á bekknum Jürgen Klinsmann er í miklu basli eftir að Bandaríkin steinlá fyrir Kostaríku, 4-0. 16. nóvember 2016 08:00 Ætti ekki að velja leikmenn í bandaríska landsliðið sem eru fæddir utan Bandaríkjanna Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. 18. nóvember 2016 16:58 Klinsmann rekinn Jürgen Klinsmann hefur verið rekinn úr starfi þjálfara bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta. 21. nóvember 2016 20:25 Bruce Arena tekinn við bandaríska landsliðinu | Framtíð Arons í óvissu Bruce Arena hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta. Hann tekur við þjálfarastarfinu af Jürgen Klinsmann sem var rekinn í gær. 22. nóvember 2016 19:28 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sjá meira
Aron Jóhannsson er ánægður með nýjan þjálfara bandaríska landsliðsins í fótbolta en sér eftir manninum sem fékk hann til að velja Bandaríkin frekar en Ísland. Jürgen Klinsmann fékk Aron til að spila með bandaríska landsliðinu árið 2013 og valdi Aron síðan í HM-hópinn sinn á HM í Brasilíu 2014. Aron hefur síðan verið inn í myndinni en hann missti þó mikið úr á síðasta ári vegna erfiða meiðsli sem héldu honum frá fótboltavellinum í langan tíma. Aron var þó kominn aftur inn í hópinn fyrir síðasta verkefni en tveir tapleikir bandaríska landsliðsins með nokkra daga millibili í undankeppni reyndust vera síðustu leikirnir undir stjórn Jürgen Klinsmann sem var rekinn í vikunni. „Mér finnst það mjög leiðinlegt að Jürgen hafi misst starfið sitt. Hann gaf mér tækifæri hjá landsliðinu í fyrsta skipti fyrir þremur árum; lagði mikla áherslu á að fá mig í liðið og hafði mikla trú á mér. Hann hjálpaði mér mikið innan sem utan vallar,“ sagði Aron Jóhannsson í viðtali við Brynjar Inga Erluson í Morgunblaðinu í dag. „Bruce var ráðinn núna og hann hefur náð góðum árangri áður með landsliðið svo mér líst bara vel á þessa ráðningu hjá þeim,“ sagði Aron. Bruce Arena, nýr þjálfari bandaríska liðsins, lét hafa eftir sér fyrir nokkrum árum að hann væri á móti því að nota leikmenn með tvöfalt ríkisfang. Aron fellur í þann hóp. „Það eru rúmlega 300 milljónir íbúa í Bandaríkjunum, þannig að það er eðlilegt að það séu ekki allir með sömu skoðun. Þegar Bruce var síðast með landsliðið voru líka nokkrir leikmenn með tvöfalt ríkisfang þannig að ég held að það verði ekkert vesen. Ég trúi því að menn sem eru með bandarískt vegabréf og eru nógu góðir fyrir landsliðið verði valdir,“ sagði Aron í fyrrnefndu viðtali. Aron er búinn að ná sér af meiðslunum en hann glímdi við meiðsli í bæði mjöðm og nára. Hann er hinsvegar ekki inn í myndinni hjá nýjum þjálfara Werder Bremen Alexander Nouri. „Eftir þrjá leiki er síðan þjálfarinn okkar rekinn og ég fær rautt spjald og tveggja leikja bann. Þá kom inn nýr þjálfari sem þurfti að treysta á aðra leikmenn og það gekk vel í byrjun svo það var erfitt að fá sénsinn. Núna er ég á byrjunarreit hjá liðinu og þarf að sanna mig til að fá spilatíma,“ sagði Aron í viðtalinu í Morgunblaðinu.Aron fær fá tækifæri hjá Werder Bremen þessa dagana.Vísir/EPA
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Góðar fréttir fyrir Aron | Nýr þjálfari Bandaríkjanna ætlar ekki að útiloka neinn Bruce Arena var í gær ráðinn nýr landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í fótbolta en hann tekur við starfi Jürgen Klinsmann. 23. nóvember 2016 08:30 Klinsmann-ævintýrið kostaði Bandaríkjamenn meira en tvo milljarða Jürgen Klinsmann hefur stýrt sínum síðasta leik hjá bandaríska landsliðinu. Endalok hans voru að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum í úrslitariðlinum í undankeppni HM 2018. 22. nóvember 2016 11:45 Versta tap Bandaríkjanna í áratugi | Aron á bekknum Jürgen Klinsmann er í miklu basli eftir að Bandaríkin steinlá fyrir Kostaríku, 4-0. 16. nóvember 2016 08:00 Ætti ekki að velja leikmenn í bandaríska landsliðið sem eru fæddir utan Bandaríkjanna Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. 18. nóvember 2016 16:58 Klinsmann rekinn Jürgen Klinsmann hefur verið rekinn úr starfi þjálfara bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta. 21. nóvember 2016 20:25 Bruce Arena tekinn við bandaríska landsliðinu | Framtíð Arons í óvissu Bruce Arena hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta. Hann tekur við þjálfarastarfinu af Jürgen Klinsmann sem var rekinn í gær. 22. nóvember 2016 19:28 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sjá meira
Góðar fréttir fyrir Aron | Nýr þjálfari Bandaríkjanna ætlar ekki að útiloka neinn Bruce Arena var í gær ráðinn nýr landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í fótbolta en hann tekur við starfi Jürgen Klinsmann. 23. nóvember 2016 08:30
Klinsmann-ævintýrið kostaði Bandaríkjamenn meira en tvo milljarða Jürgen Klinsmann hefur stýrt sínum síðasta leik hjá bandaríska landsliðinu. Endalok hans voru að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum í úrslitariðlinum í undankeppni HM 2018. 22. nóvember 2016 11:45
Versta tap Bandaríkjanna í áratugi | Aron á bekknum Jürgen Klinsmann er í miklu basli eftir að Bandaríkin steinlá fyrir Kostaríku, 4-0. 16. nóvember 2016 08:00
Ætti ekki að velja leikmenn í bandaríska landsliðið sem eru fæddir utan Bandaríkjanna Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. 18. nóvember 2016 16:58
Klinsmann rekinn Jürgen Klinsmann hefur verið rekinn úr starfi þjálfara bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta. 21. nóvember 2016 20:25
Bruce Arena tekinn við bandaríska landsliðinu | Framtíð Arons í óvissu Bruce Arena hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta. Hann tekur við þjálfarastarfinu af Jürgen Klinsmann sem var rekinn í gær. 22. nóvember 2016 19:28