Eiríkur Bergmann: „Farið að glitta í stjórnarkreppu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2016 19:04 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að glitta sé farið í stjórnarkreppu eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sleit stjórnarmyndunarviðræðum fyrr í dag. Eftir nokkra daga viðræður á milli VG, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar kom í ljós að of langt væri á milli í málefnum á borð við sjávarútvegs- og skattamálum og því var ákveðið að slíta viðræðunum. Áður hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, freistað þess að mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn án árangurs. Ljóst er að nú þarf að minnsta kosti þriðju tilraunina til að mynda ríkisstjórn og segir Eiríkur Bergmann að staðan í stjórnmálunum sé því flókin. „Hún er orðin mjög snúin og þetta er orðið afar flókið. Tveir augljósustu kostirnir á borðinu eru núna fyrir bí. Núna tekur við meira skapandi vinna í stjórnmálunm heldur en að við höfum séð í langa tíð,“ segir Eiríkur Bergmann. Katrín sagði að hún myndi hugsa um næstu skref í kvöld og í nótt áður en hún tæki ákvörðun um hvort hún myndi skila umboðinu aftur. Eiríkur segir að hún hafi enn nokkra kosti í stöðunni. „Hún getur leitað til Sjálfstæðisflokksins og fengið þá með sér hugsanlega Bjarta framtíð sem er nokkuð sem sumir í Vinstri grænum gætu hugsað sér. Björt framtíð og Viðreisn eru auðvitað svolítið bundin saman, þá gæti Samfylkingin dugað inn í þetta,“ segir Eiríkur Bergmann. Skili hún umboðinu reyni á Guðni Th. Jóhanesson, forseta Íslands og ekki sé víst hver myndi fá umboðið næst. „Hann hefur veitt umboðið í stærðarröð og samkvæmt því ættu Píratar næst að fá umboðið. En síðan hefur Benedikt Jóhannesson beðið um umboðið. Hann gæti því leitað þangað,“ segir Eiríkur Bergmann sem útilokar ekki að VG leiti til Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að Katrín hafi áður hafnað slíkum valkosti. „Nú reynir á manninn, það er engin spurning. Það er farið að glitta í stjórnarkreppu í landinu. Það er ekki komin stjórnarkreppa. Katrín fær nóttina til að hugsa sig um hvort hún reyni áfram. Skili hún umboðinu á morgun þarf Guðni að meta stöðuna alveg upp á nýtt,“ segir Eiríkur Bergmann. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47 Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00 Katrín og Benedikt funduðu undir fjögur augu Fundi formannanna fimm sem hefjast átti klukkan 16 frestað til klukkan 17. 23. nóvember 2016 16:05 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að glitta sé farið í stjórnarkreppu eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sleit stjórnarmyndunarviðræðum fyrr í dag. Eftir nokkra daga viðræður á milli VG, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar kom í ljós að of langt væri á milli í málefnum á borð við sjávarútvegs- og skattamálum og því var ákveðið að slíta viðræðunum. Áður hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, freistað þess að mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn án árangurs. Ljóst er að nú þarf að minnsta kosti þriðju tilraunina til að mynda ríkisstjórn og segir Eiríkur Bergmann að staðan í stjórnmálunum sé því flókin. „Hún er orðin mjög snúin og þetta er orðið afar flókið. Tveir augljósustu kostirnir á borðinu eru núna fyrir bí. Núna tekur við meira skapandi vinna í stjórnmálunm heldur en að við höfum séð í langa tíð,“ segir Eiríkur Bergmann. Katrín sagði að hún myndi hugsa um næstu skref í kvöld og í nótt áður en hún tæki ákvörðun um hvort hún myndi skila umboðinu aftur. Eiríkur segir að hún hafi enn nokkra kosti í stöðunni. „Hún getur leitað til Sjálfstæðisflokksins og fengið þá með sér hugsanlega Bjarta framtíð sem er nokkuð sem sumir í Vinstri grænum gætu hugsað sér. Björt framtíð og Viðreisn eru auðvitað svolítið bundin saman, þá gæti Samfylkingin dugað inn í þetta,“ segir Eiríkur Bergmann. Skili hún umboðinu reyni á Guðni Th. Jóhanesson, forseta Íslands og ekki sé víst hver myndi fá umboðið næst. „Hann hefur veitt umboðið í stærðarröð og samkvæmt því ættu Píratar næst að fá umboðið. En síðan hefur Benedikt Jóhannesson beðið um umboðið. Hann gæti því leitað þangað,“ segir Eiríkur Bergmann sem útilokar ekki að VG leiti til Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að Katrín hafi áður hafnað slíkum valkosti. „Nú reynir á manninn, það er engin spurning. Það er farið að glitta í stjórnarkreppu í landinu. Það er ekki komin stjórnarkreppa. Katrín fær nóttina til að hugsa sig um hvort hún reyni áfram. Skili hún umboðinu á morgun þarf Guðni að meta stöðuna alveg upp á nýtt,“ segir Eiríkur Bergmann.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47 Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00 Katrín og Benedikt funduðu undir fjögur augu Fundi formannanna fimm sem hefjast átti klukkan 16 frestað til klukkan 17. 23. nóvember 2016 16:05 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41
Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47
Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00
Katrín og Benedikt funduðu undir fjögur augu Fundi formannanna fimm sem hefjast átti klukkan 16 frestað til klukkan 17. 23. nóvember 2016 16:05
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels