Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2016 18:47 „Það var kannski breiðast bilið í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og svo virtust skattamálin erfið,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 spurður hvað varð til þess að Katrín Jakobsdóttir ákvað að slíta viðræðum Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Benedikt sagði að það hefði einnig komið á óvart að staðan í ríkisfjármálum væri ekki betri en áður hafði verið haldið fram. Til dæmis hefðu verið ákveðin útgjöld á síðasta þingi sem ekki rúmast fyrir á ríkisfjárlögum. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að það hefði verið vitað fyrir fram að langt væri á milli þessara fimm flokka sem allir eru með ólíkar áherslur. Hann sagðist samt að menn hefðu verið jákvæðir fyrir þessari vinnu en því miður hefði hún ekki gengið. Benedikt var spurður hvort Viðreisn myndi óska eftir stjórnarmyndunarumboðinu en hann svaraði því til að hann væri ekki viss um það. „Staðan er mjög snúin og nú er það bara hver getur gert mest gagn í því að ná flokkunum sama. Menn verða að láta málefnin ráða og svo þarf að vera starfhæfur meirihluti,“ sagði Benedikt. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ekki átta sig á því hvers vegna viðræðunum var slitið því verið var að finna málamiðlanir varðandi skattstofna og sjávarútvegsmálin. Náðst hafði sátt um stjórnarskrármálið en ekki var búið að fara yfir landbúnaðarmálinu. Hún hrósaði Vinstri grænum fyrir að málefnavinnuna en hún sagði það ekki vera sína skynjun að þessir fimm flokkar væru svo langt frá hver öðrum. Birgitta var spurð hvort Píratar myndu þiggja stjórnarmyndunarumboðið úr hendi forseta Íslands. „Við vorum búin að upplýsa Guðna að ef röðin kæmi að okkur værum við tilbúin að leiða,“ svaraði Birgitta. Hún sagði að nú sé staðan þannig að engir af þessum flokkum virðast geta unnið saman alla leið og þá þurfi kannski að gera eitthvað öðruvísi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
„Það var kannski breiðast bilið í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og svo virtust skattamálin erfið,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 spurður hvað varð til þess að Katrín Jakobsdóttir ákvað að slíta viðræðum Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Benedikt sagði að það hefði einnig komið á óvart að staðan í ríkisfjármálum væri ekki betri en áður hafði verið haldið fram. Til dæmis hefðu verið ákveðin útgjöld á síðasta þingi sem ekki rúmast fyrir á ríkisfjárlögum. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að það hefði verið vitað fyrir fram að langt væri á milli þessara fimm flokka sem allir eru með ólíkar áherslur. Hann sagðist samt að menn hefðu verið jákvæðir fyrir þessari vinnu en því miður hefði hún ekki gengið. Benedikt var spurður hvort Viðreisn myndi óska eftir stjórnarmyndunarumboðinu en hann svaraði því til að hann væri ekki viss um það. „Staðan er mjög snúin og nú er það bara hver getur gert mest gagn í því að ná flokkunum sama. Menn verða að láta málefnin ráða og svo þarf að vera starfhæfur meirihluti,“ sagði Benedikt. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ekki átta sig á því hvers vegna viðræðunum var slitið því verið var að finna málamiðlanir varðandi skattstofna og sjávarútvegsmálin. Náðst hafði sátt um stjórnarskrármálið en ekki var búið að fara yfir landbúnaðarmálinu. Hún hrósaði Vinstri grænum fyrir að málefnavinnuna en hún sagði það ekki vera sína skynjun að þessir fimm flokkar væru svo langt frá hver öðrum. Birgitta var spurð hvort Píratar myndu þiggja stjórnarmyndunarumboðið úr hendi forseta Íslands. „Við vorum búin að upplýsa Guðna að ef röðin kæmi að okkur værum við tilbúin að leiða,“ svaraði Birgitta. Hún sagði að nú sé staðan þannig að engir af þessum flokkum virðast geta unnið saman alla leið og þá þurfi kannski að gera eitthvað öðruvísi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41