Taka „Gylfann“ á þetta? Guðríður Arnardóttir skrifar 23. nóvember 2016 14:56 Ég kann Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, litlar þakkir fyrir að rífa niður kjarabaráttu kennara sem honum finnst greinilega komin á villigötur. Kennarar krefjast þess að fá laun til jafns við stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þeir láta sig þó ekki dreyma um launaleiðréttingar til jafns við almennan markað, þá bæri enn meira í milli deiluaðila. Samfélag þar sem menntun er metin til launa og virðing borin fyrir þeim stéttum sem koma börnum okkar til manns, er það ekki samfélag sem við viljum byggja? Kennarar hafa fengið sitt, segir Gylfi. Þeir kennarar sem eru í kjarabaráttu þessa dagana, kenna í grunnskóla og tónlistarskóla. Meðallaun grunnskólakennara eru 491 þúsund á mánuði en eins og við vitum er meðalaldur kennara orðinn mjög hár vegna lítillar nýliðunar, svo yngri kennarar eru með mun lægri laun en meðaltalið segir til um. Samkvæmt launaupplýsingum Hagstofu Íslands eru meðalheildarlaun sérfræðinga á almennum markaði 622 þúsund á mánuði. Meðallaun verkafólks á almennum markaði eru 475 þúsund á mánuði eða 16 þúsund krónum lægri en meðallaun grunnskólakennara með 5 ára háskólamenntun. Gylfa finnst sem sagt eðlilegt, að þótt menn verði af ævitekjum í 5 ár og lifi á námslánum sem ævin endist tæplega til að borga, fái þeir 16 þúsund krónum hærri laun á mánuði en félagsmenn í ASÍ sem hafa ekki lokið háskólanámi. Það er talsvert lægra en afborgun af námslánum á ársgrundvelli. Það er undarleg latína að í stað þess að Gylfi berjist fyrir hærri launum sinna félagsmanna, virðist hann berjast fyrir lægri launum annarra. Ef við hjá Kennarasambandi Íslands myndum taka „Gylfann á þetta“ þá værum við núna að berjast fyrir því að laun verkafólks í landinu lækkuðu. En við ætlum ekki að gera það. Við viljum bara fá frið til þess að semja fyrir okkar fólk. Ég vona að viðsemjendur láti ósmekklegar upphrópanir Gylfa eins og vind um eyru þjóta og færi laun kennara í eðlilegt horf í samhengi við aðrar stéttir með sömu menntun og reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég kann Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, litlar þakkir fyrir að rífa niður kjarabaráttu kennara sem honum finnst greinilega komin á villigötur. Kennarar krefjast þess að fá laun til jafns við stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þeir láta sig þó ekki dreyma um launaleiðréttingar til jafns við almennan markað, þá bæri enn meira í milli deiluaðila. Samfélag þar sem menntun er metin til launa og virðing borin fyrir þeim stéttum sem koma börnum okkar til manns, er það ekki samfélag sem við viljum byggja? Kennarar hafa fengið sitt, segir Gylfi. Þeir kennarar sem eru í kjarabaráttu þessa dagana, kenna í grunnskóla og tónlistarskóla. Meðallaun grunnskólakennara eru 491 þúsund á mánuði en eins og við vitum er meðalaldur kennara orðinn mjög hár vegna lítillar nýliðunar, svo yngri kennarar eru með mun lægri laun en meðaltalið segir til um. Samkvæmt launaupplýsingum Hagstofu Íslands eru meðalheildarlaun sérfræðinga á almennum markaði 622 þúsund á mánuði. Meðallaun verkafólks á almennum markaði eru 475 þúsund á mánuði eða 16 þúsund krónum lægri en meðallaun grunnskólakennara með 5 ára háskólamenntun. Gylfa finnst sem sagt eðlilegt, að þótt menn verði af ævitekjum í 5 ár og lifi á námslánum sem ævin endist tæplega til að borga, fái þeir 16 þúsund krónum hærri laun á mánuði en félagsmenn í ASÍ sem hafa ekki lokið háskólanámi. Það er talsvert lægra en afborgun af námslánum á ársgrundvelli. Það er undarleg latína að í stað þess að Gylfi berjist fyrir hærri launum sinna félagsmanna, virðist hann berjast fyrir lægri launum annarra. Ef við hjá Kennarasambandi Íslands myndum taka „Gylfann á þetta“ þá værum við núna að berjast fyrir því að laun verkafólks í landinu lækkuðu. En við ætlum ekki að gera það. Við viljum bara fá frið til þess að semja fyrir okkar fólk. Ég vona að viðsemjendur láti ósmekklegar upphrópanir Gylfa eins og vind um eyru þjóta og færi laun kennara í eðlilegt horf í samhengi við aðrar stéttir með sömu menntun og reynslu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun