Met KR-inga var í hættu í Meistaradeildinni í gærkvöldi en lifði af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 11:00 Þýska liðið Borussia Dortmund og pólska liðið Legia Varsjá settu nýtt met í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar tólf mörk voru skoruð í leik liðanna á Westfalenstadion. Borussia Dortmund vann leikinn 8-4 en aldrei áður hafa verið skoruð tólf mörk í einum Meistaradeildarleik. Leikmenn liðanna tókst þó ekki að bæta metið yfir flest mörk í einum leik í Evrópukeppni meistaraliða. Það eiga KR-ingar enn með hollenska liðinu Feyenoord. Feyenoord vann 12-2 sigur á KR í leik liðanna á Feijenoord Stadion í Rotterdam 17. september 1969. Feyenoord var 7-0 yfir í hálfleik og komst í 10-0 áður en KR-ingar náðu að komast á blað. Baldvin Baldvinsson minnkaði muninn í 10-1 á 75. mínútu og Baldvin var síðan aftur á ferðinni þegar hann minnkaði muninn í 10-2 á 83. mínútu. Ruud Geels skoraði fernu fyrir Feyenoord-liðið í leiknum og Svíinn Ove Kindvall var með þrennu. KR-ingar skoruðu bara fjórtán prósent markanna en eiga samt óumdeilanlega þátt í þessu markameti. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Báðir leikirnir fóru fram út í Hollandi en Feyenoord vann seinni leikinn 4-0 þrettán dögum síðar og því 16-2 samanlagt. Feyenoord sló AC Milan út í næstu umferð og fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið vann 2-1 sigur á Celtic í framlengdum úrslitaleik á San Siro, í Mílanó. Svíinn Ove Kindvall skoraði sigurmarkið. Leikmenn Borussia Dortmund og Legia Varsjá tóku fleiri met í Meistaradeildinni en bara það yfir flest mörk í einum leik. Japaninn Shinji Kagawa skoraði tvö mörk á 77 sekúndum og komu þau bæði eftir stoðsendingar frá Ousmane Dembélé. Dortmund-liðið náði líka að skora þrjú mörk á aðeins 198 sekúndum þegar liðið breytti stöðunni úr 0-1 í 3-1. Liðin náðu einnig að skora saman fimm mörk á aðeins tólf mínútum og sex sekúndum. Áður en mörkin urðu tólf þá höfðu liðin sett met með því að skora sjö mörk á fyrstu 32 mínútunum. Gamla metið var 45 mínútur.Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá öll tólf mörkin úr leik Borussia Dortmund og Legia Varsjá í gærkvöldi.BVB 8-4 LEG (FT) - 12 goles en un partido de UCL por 1ª vez. En la Copa de Europa no se ve algo así desde el 17.09.1969 (Feyenoord 12-2 KR)— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 22, 2016 Un partido para la historia de la UEFA Champions League. pic.twitter.com/oMnwP3Aa93— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 23, 2016 Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Þýska liðið Borussia Dortmund og pólska liðið Legia Varsjá settu nýtt met í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar tólf mörk voru skoruð í leik liðanna á Westfalenstadion. Borussia Dortmund vann leikinn 8-4 en aldrei áður hafa verið skoruð tólf mörk í einum Meistaradeildarleik. Leikmenn liðanna tókst þó ekki að bæta metið yfir flest mörk í einum leik í Evrópukeppni meistaraliða. Það eiga KR-ingar enn með hollenska liðinu Feyenoord. Feyenoord vann 12-2 sigur á KR í leik liðanna á Feijenoord Stadion í Rotterdam 17. september 1969. Feyenoord var 7-0 yfir í hálfleik og komst í 10-0 áður en KR-ingar náðu að komast á blað. Baldvin Baldvinsson minnkaði muninn í 10-1 á 75. mínútu og Baldvin var síðan aftur á ferðinni þegar hann minnkaði muninn í 10-2 á 83. mínútu. Ruud Geels skoraði fernu fyrir Feyenoord-liðið í leiknum og Svíinn Ove Kindvall var með þrennu. KR-ingar skoruðu bara fjórtán prósent markanna en eiga samt óumdeilanlega þátt í þessu markameti. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Báðir leikirnir fóru fram út í Hollandi en Feyenoord vann seinni leikinn 4-0 þrettán dögum síðar og því 16-2 samanlagt. Feyenoord sló AC Milan út í næstu umferð og fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið vann 2-1 sigur á Celtic í framlengdum úrslitaleik á San Siro, í Mílanó. Svíinn Ove Kindvall skoraði sigurmarkið. Leikmenn Borussia Dortmund og Legia Varsjá tóku fleiri met í Meistaradeildinni en bara það yfir flest mörk í einum leik. Japaninn Shinji Kagawa skoraði tvö mörk á 77 sekúndum og komu þau bæði eftir stoðsendingar frá Ousmane Dembélé. Dortmund-liðið náði líka að skora þrjú mörk á aðeins 198 sekúndum þegar liðið breytti stöðunni úr 0-1 í 3-1. Liðin náðu einnig að skora saman fimm mörk á aðeins tólf mínútum og sex sekúndum. Áður en mörkin urðu tólf þá höfðu liðin sett met með því að skora sjö mörk á fyrstu 32 mínútunum. Gamla metið var 45 mínútur.Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá öll tólf mörkin úr leik Borussia Dortmund og Legia Varsjá í gærkvöldi.BVB 8-4 LEG (FT) - 12 goles en un partido de UCL por 1ª vez. En la Copa de Europa no se ve algo así desde el 17.09.1969 (Feyenoord 12-2 KR)— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 22, 2016 Un partido para la historia de la UEFA Champions League. pic.twitter.com/oMnwP3Aa93— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 23, 2016
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti