Mikill snjór er nú á götum Akureyrar þar sem töluvert hefur snjóað á síðustu sólarhringum. Lögreglan segir helstu stofnbrautir vera sæmilega færar en færð sé „heldur farin að tappast á Akureyri“. Lögreglan varar ökumenn við því að reyna akstur í götum þar sem færðin er þung.
Nema þeir séu á bílum með fjórhjóladrifi og á góðum dekkjum. Það kunni þó ekki að vera nóg og ökummen verði að hafa það í huga.