Bjarni: Spurning hvort hægt sé að gera vopnahlé um ýmis mál Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2016 17:09 Bjarni og Katrín munu halda fundi sínum áfram í dag. Fundinum í gær lauk ekki að sögn Katrinar. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður hvort langt sé á milli hans og Katrínar Jakobsdóttur í stjórnarmyndunarviðræðum að máta þurfi samstarfið við þau verkefni sem bíða á næsta kjörtímabili. Katrín og Bjarni funduðu á skrifstofu þingflokks VG í dag auk þess sem að þau funduðu í gær. Ljóst er að flokkarnir eru lengst frá hvor öðrum á hinum pólitíska ás og Bjarni segir að það hafi alltaf legið fyrir að langt væri á milli flokkanna. Aðspurður um hvort að telji að flokkarnir nái saman segir Bjarni að hann vilji ekkert segja til um það. „Ég ætla ekki að segja neitt af eða á um það en eitt af því sem við þurfum að ræða um er hvort að það þurfi að gera svo mikla málamiðlanir að báðum aðilum myndi á endanum líða illa með það, jafnvel þótt að það væri hægt að setja það saman og smíða þær að þá væri það kannski hugsanlega ekki nægilega sterkt lím til þess að mynda ríkisstjórn. Þetta eru þau mál sem við erum að ræða,“ segir Bjarni. Þá segir hann að skoða þurfi hvort að möguleiki sé að leggja ákveðin mál til hliðar sem erfitt getur verið að semja um. „Svo þarf auðvitað að máta þetta við verkefnin sem bíða okkar á næsta kjörtímabili. Hvort að það sé hægt að gera vopnahlé um ýmis mál sem undir venjulegum kringumstæðum myndu vera ágreiningsefni en þurfa ekki endilega að vera á dagskrá við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu núna.,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Spurður að hvort að slíkt vopnahlé gæti gengi sagði Bjarni ekki hafa svarið við því. Bjarni og Katrín munu ræða saman á ný síðar í dag. Þriðja flokkinn þarf til að mynda ríkisstjórn sem nyti meirihluta. Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn eru hins vegar ekki jafnopnir fyrir því. Aðspurður hvenær niðurstöður muni fást í viðræðurnar svaraði Bjarni: „Ég veit það ekki, ég veit það eitt að ég vil að það gerist sem fyrst.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45 Katrín og Bjarni funda Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag til þess að fara yfir mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. 30. nóvember 2016 15:00 VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður hvort langt sé á milli hans og Katrínar Jakobsdóttur í stjórnarmyndunarviðræðum að máta þurfi samstarfið við þau verkefni sem bíða á næsta kjörtímabili. Katrín og Bjarni funduðu á skrifstofu þingflokks VG í dag auk þess sem að þau funduðu í gær. Ljóst er að flokkarnir eru lengst frá hvor öðrum á hinum pólitíska ás og Bjarni segir að það hafi alltaf legið fyrir að langt væri á milli flokkanna. Aðspurður um hvort að telji að flokkarnir nái saman segir Bjarni að hann vilji ekkert segja til um það. „Ég ætla ekki að segja neitt af eða á um það en eitt af því sem við þurfum að ræða um er hvort að það þurfi að gera svo mikla málamiðlanir að báðum aðilum myndi á endanum líða illa með það, jafnvel þótt að það væri hægt að setja það saman og smíða þær að þá væri það kannski hugsanlega ekki nægilega sterkt lím til þess að mynda ríkisstjórn. Þetta eru þau mál sem við erum að ræða,“ segir Bjarni. Þá segir hann að skoða þurfi hvort að möguleiki sé að leggja ákveðin mál til hliðar sem erfitt getur verið að semja um. „Svo þarf auðvitað að máta þetta við verkefnin sem bíða okkar á næsta kjörtímabili. Hvort að það sé hægt að gera vopnahlé um ýmis mál sem undir venjulegum kringumstæðum myndu vera ágreiningsefni en þurfa ekki endilega að vera á dagskrá við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu núna.,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Spurður að hvort að slíkt vopnahlé gæti gengi sagði Bjarni ekki hafa svarið við því. Bjarni og Katrín munu ræða saman á ný síðar í dag. Þriðja flokkinn þarf til að mynda ríkisstjórn sem nyti meirihluta. Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn eru hins vegar ekki jafnopnir fyrir því. Aðspurður hvenær niðurstöður muni fást í viðræðurnar svaraði Bjarni: „Ég veit það ekki, ég veit það eitt að ég vil að það gerist sem fyrst.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45 Katrín og Bjarni funda Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag til þess að fara yfir mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. 30. nóvember 2016 15:00 VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45
Katrín og Bjarni funda Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag til þess að fara yfir mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. 30. nóvember 2016 15:00
VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06