Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 08:45 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, segir það ekki hafa freistað sín að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Bjarni hafði samband við Benedikt í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. Hann segir það hafa legið í orðum Bjarna að hann væri einungis að bjóða Viðreisn að ganga í samstarf, en ekki Bjartri framtíð sem Viðreisn hefur verið í bandalagi með í stjórnarmyndunarviðræðum. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við vorum í annars konar spjalli við Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma og náttúrulega vel þekkt að við höfum verið í bandalagi við Bjarta framtíð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Daginn áður höfðu Benedikt og Bjarni fundað ásamt Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, um mögulegt samstarf flokkanna þriggja. Benedikt segir það ekki hafa freistað að ganga úr bandalaginu við Bjarta framtíð til að taka þátt í ríkisstjórn með sitjandi ríkisstjórnarflokkum. „Það freistaði ekki, enda væri það mjög úr karakter að vera í einum viðræðum og fara svo að samþykkja þátttöku í allt öðru mynstri.“ Hann segist enn standa við það að Viðreisn fari ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.Sjá einnig: Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við SjálfstæðisflokkinnBenedikt segir jafnframt að flokkurinn muni halda í bandalag sitt við Bjarta framtíð. Hann slær þó ekki út af borðinu að Viðreisn og Björt framtíð ræði við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn, en Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson funduðu í gær um mögulegt samstarf flokkanna tveggja. „Við höfum sagt það að við munum halda þessu bandalagi við Bjarta framtíð. Svo þarf náttúrulega alltaf að fara yfir á hvaða forsendum það er. En við værum alveg til í að spjalla við þau.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43 Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Katrín Jakobsdóttir er ekki stressuð yfir því að ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, rúmum mánuði eftir kosningar. 29. nóvember 2016 13:18 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, segir það ekki hafa freistað sín að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Bjarni hafði samband við Benedikt í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. Hann segir það hafa legið í orðum Bjarna að hann væri einungis að bjóða Viðreisn að ganga í samstarf, en ekki Bjartri framtíð sem Viðreisn hefur verið í bandalagi með í stjórnarmyndunarviðræðum. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við vorum í annars konar spjalli við Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma og náttúrulega vel þekkt að við höfum verið í bandalagi við Bjarta framtíð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Daginn áður höfðu Benedikt og Bjarni fundað ásamt Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, um mögulegt samstarf flokkanna þriggja. Benedikt segir það ekki hafa freistað að ganga úr bandalaginu við Bjarta framtíð til að taka þátt í ríkisstjórn með sitjandi ríkisstjórnarflokkum. „Það freistaði ekki, enda væri það mjög úr karakter að vera í einum viðræðum og fara svo að samþykkja þátttöku í allt öðru mynstri.“ Hann segist enn standa við það að Viðreisn fari ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.Sjá einnig: Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við SjálfstæðisflokkinnBenedikt segir jafnframt að flokkurinn muni halda í bandalag sitt við Bjarta framtíð. Hann slær þó ekki út af borðinu að Viðreisn og Björt framtíð ræði við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn, en Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson funduðu í gær um mögulegt samstarf flokkanna tveggja. „Við höfum sagt það að við munum halda þessu bandalagi við Bjarta framtíð. Svo þarf náttúrulega alltaf að fara yfir á hvaða forsendum það er. En við værum alveg til í að spjalla við þau.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43 Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Katrín Jakobsdóttir er ekki stressuð yfir því að ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, rúmum mánuði eftir kosningar. 29. nóvember 2016 13:18 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43
Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16
Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Katrín Jakobsdóttir er ekki stressuð yfir því að ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, rúmum mánuði eftir kosningar. 29. nóvember 2016 13:18
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels