Einar Árni: Erum í fallbaráttu Ingvi Þór Sæmundsson í Icelandic Glacial höllinni skrifar 9. desember 2016 21:40 Einar Árni og strákarnir hans hafa tapað fimm leikjum í röð. vísir/anton Það var þungt hljóðið í Einari Árna Jóhannsyni, þjálfara Þórs Þ., eftir tapið fyrir Skallagrími í kvöld. Þetta var fimmta tap Þórsara í röð og Einar Árni segir að þeir séu komnir í fallbaráttu. „Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta er framhald frá síðustu vikum,“ sagði Einar Árni sem var ekki nógu sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. „Það var einhvern veginn meiri kraftur í þeim. Mér fannst við gera vel í koma til baka og vorum fjórum stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir. En við gerum fullt af mistökum og tökum þriggja stiga skot þegar við áttum að fara á körfuna.“ Sóknarleikur Þórs var slakur í kvöld en til marks um það skoraði liðið aðeins eina þriggja stiga körfu og gaf aðeins fimm stoðsendingar í öllum leiknum. „Sóknarleikur og höfuðið á okkur er það sem við þurfum að hugsa mest um fyrir næsta leik. Þeir skoruðu 76 stig og á okkar heimavelli á það að duga,“ sagði Einar Árni. Þjálfarinn segir að Þórsarar verði núna að horfast í augu við stöðuna, að þeir eru í fallbaráttu. „Þetta er bara staðan, við erum ekki betri en þetta í dag. Við erum bara í fallbaráttu, þótt hún sé breið og mikil. Ef það hefur verið að plaga okkur að menn töluðu vel um okkur í upphafi, þá getum við hætt að bera það á öxlunum,“ sagði Einar Árni. „Eins og staðan er núna hefur enginn trú á okkur, enda erum við ekki að spila vel. Bikarleikurinn gegn Keflavík fær mann til að hugsa um Jekyll og Hyde. Við nálguðumst verkefnin á ólíkan hátt. Þar var mikil stemmning og við fengum mikið liðsframlag en hérna duttum við niður á plan sem við höfum oft sýnt á undanförnum vikum.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Skallagrímur 74-76 | Borgnesingar með mikilvægan sigur Skallagrímur vann tveggja stiga sigur, 74-76, á Þór í Þorlákshöfn í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 9. desember 2016 21:45 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Sjá meira
Það var þungt hljóðið í Einari Árna Jóhannsyni, þjálfara Þórs Þ., eftir tapið fyrir Skallagrími í kvöld. Þetta var fimmta tap Þórsara í röð og Einar Árni segir að þeir séu komnir í fallbaráttu. „Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta er framhald frá síðustu vikum,“ sagði Einar Árni sem var ekki nógu sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. „Það var einhvern veginn meiri kraftur í þeim. Mér fannst við gera vel í koma til baka og vorum fjórum stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir. En við gerum fullt af mistökum og tökum þriggja stiga skot þegar við áttum að fara á körfuna.“ Sóknarleikur Þórs var slakur í kvöld en til marks um það skoraði liðið aðeins eina þriggja stiga körfu og gaf aðeins fimm stoðsendingar í öllum leiknum. „Sóknarleikur og höfuðið á okkur er það sem við þurfum að hugsa mest um fyrir næsta leik. Þeir skoruðu 76 stig og á okkar heimavelli á það að duga,“ sagði Einar Árni. Þjálfarinn segir að Þórsarar verði núna að horfast í augu við stöðuna, að þeir eru í fallbaráttu. „Þetta er bara staðan, við erum ekki betri en þetta í dag. Við erum bara í fallbaráttu, þótt hún sé breið og mikil. Ef það hefur verið að plaga okkur að menn töluðu vel um okkur í upphafi, þá getum við hætt að bera það á öxlunum,“ sagði Einar Árni. „Eins og staðan er núna hefur enginn trú á okkur, enda erum við ekki að spila vel. Bikarleikurinn gegn Keflavík fær mann til að hugsa um Jekyll og Hyde. Við nálguðumst verkefnin á ólíkan hátt. Þar var mikil stemmning og við fengum mikið liðsframlag en hérna duttum við niður á plan sem við höfum oft sýnt á undanförnum vikum.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Skallagrímur 74-76 | Borgnesingar með mikilvægan sigur Skallagrímur vann tveggja stiga sigur, 74-76, á Þór í Þorlákshöfn í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 9. desember 2016 21:45 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Skallagrímur 74-76 | Borgnesingar með mikilvægan sigur Skallagrímur vann tveggja stiga sigur, 74-76, á Þór í Þorlákshöfn í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 9. desember 2016 21:45