Gaupi og Henson ræða Hemma Gunn í 70 ára afmælinu: „Það var eðal Hemmi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 19:00 Hermann Gunnarsson hefði verið sjötugur í dag en hann var brákvaddur sumarið 2013 þá aðeins 66 ára gamall. Hermann fæddist 9. desember 1946. Hermann var einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar. Vinir og vandamenn voru mættir í 70 ára afmælisveisluna í hádeginu í dag. Guðjón Guðmundsson skellti sér í afmælisveislu Hemma þar sem vinir hans hittust og minntust einstaks manns sem vann huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar, fyrst sem knattspyrnuhetja og svo sem sjónvarpsstjarna í þættinum „Á tali hjá Hemma Gunn“ vinsælasta spjallþætti Íslandssögunnar. „Hann hefði getað skorað mörk í hvað deild sem var. Það var alveg klárt mál,“ sagði vinur hans Halldór Einarsson, betur þekktur undir gælunafninu Henson. Þeir voru báðir harðir Valsmenn og á sínum tíma leikmenn liðsins til fjölda ára. „Hann hafði aldrei metnað til þess að verða alvöru atvinnumaður. Ég held að það hafi verið of mikill órói í honum. Hann hafði aldrei getað farið með sig undir þann daga sem tilheyrir atvinnumennsku í fóbolta,“ sagði Halldór. Hermann Gunnarsson varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val (1966, 1967, 1976 og 1980) og þrisvar sinnum markakóngur íslensku deildarinnar (1967, 1970 og 1973) og enginn hefur skorað fleiri þrennur í efstu deild á Íslandi (9). Hermann Gunnarsson er fimmti markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi (var sá markahæsti í nokkur ár á áttunda áratugnum) og hann skoraði á sínum tíma bæði fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta (45 mörk í 15 leikjum) og karlalandsliðið í fótbolta (6 mörk í 20 leikjum). Hermann skoraði meðal annars sautján mörk í handboltalandsleik á í 41-19 sigri á móti Bandaríkjunum í New Jersey 17. maí 1966 og tvennu í 2-0 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvellinum 20. júlí 1970. „Að tala um Hemma er ekkert auðvelt mál vegna þess að það voru svo margar hliðar á honum. Bestu hliðina sýndi hann þegar hann var búinn að deyja og kominn til baka, þakklátur fyrir að vera ennþá á lífi. Hann gantaðist þá með og rifjaði upp hverja hann hefði hitt hinum megin,“ sagði Halldór Einarsson. „Nú var hann kominn aftur, andaði og tók þátt í lífinu. Hann átti ekki neitt, bara litlar skuldir og var eins auðmjúkur eins og nokkur maður gat verið. Það var eðal Hemmi,“ sagði Halldór. „Ég segi bara, verið hress, ekkert stress og bless,“ sagði Halldór að lokum en það má sjá viðtalið við hann í innslagi Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Hermann Gunnarsson hefði verið sjötugur í dag en hann var brákvaddur sumarið 2013 þá aðeins 66 ára gamall. Hermann fæddist 9. desember 1946. Hermann var einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar. Vinir og vandamenn voru mættir í 70 ára afmælisveisluna í hádeginu í dag. Guðjón Guðmundsson skellti sér í afmælisveislu Hemma þar sem vinir hans hittust og minntust einstaks manns sem vann huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar, fyrst sem knattspyrnuhetja og svo sem sjónvarpsstjarna í þættinum „Á tali hjá Hemma Gunn“ vinsælasta spjallþætti Íslandssögunnar. „Hann hefði getað skorað mörk í hvað deild sem var. Það var alveg klárt mál,“ sagði vinur hans Halldór Einarsson, betur þekktur undir gælunafninu Henson. Þeir voru báðir harðir Valsmenn og á sínum tíma leikmenn liðsins til fjölda ára. „Hann hafði aldrei metnað til þess að verða alvöru atvinnumaður. Ég held að það hafi verið of mikill órói í honum. Hann hafði aldrei getað farið með sig undir þann daga sem tilheyrir atvinnumennsku í fóbolta,“ sagði Halldór. Hermann Gunnarsson varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val (1966, 1967, 1976 og 1980) og þrisvar sinnum markakóngur íslensku deildarinnar (1967, 1970 og 1973) og enginn hefur skorað fleiri þrennur í efstu deild á Íslandi (9). Hermann Gunnarsson er fimmti markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi (var sá markahæsti í nokkur ár á áttunda áratugnum) og hann skoraði á sínum tíma bæði fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta (45 mörk í 15 leikjum) og karlalandsliðið í fótbolta (6 mörk í 20 leikjum). Hermann skoraði meðal annars sautján mörk í handboltalandsleik á í 41-19 sigri á móti Bandaríkjunum í New Jersey 17. maí 1966 og tvennu í 2-0 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvellinum 20. júlí 1970. „Að tala um Hemma er ekkert auðvelt mál vegna þess að það voru svo margar hliðar á honum. Bestu hliðina sýndi hann þegar hann var búinn að deyja og kominn til baka, þakklátur fyrir að vera ennþá á lífi. Hann gantaðist þá með og rifjaði upp hverja hann hefði hitt hinum megin,“ sagði Halldór Einarsson. „Nú var hann kominn aftur, andaði og tók þátt í lífinu. Hann átti ekki neitt, bara litlar skuldir og var eins auðmjúkur eins og nokkur maður gat verið. Það var eðal Hemmi,“ sagði Halldór. „Ég segi bara, verið hress, ekkert stress og bless,“ sagði Halldór að lokum en það má sjá viðtalið við hann í innslagi Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira