
Geir bíður enn eftir fréttum af Arnóri Atla

Arnór Atlason, sem leikur með Álaborgarliðinu í Danmörku, hefur verið frá keppni í síðustu leikjum liðsins þar sem hann kennir sér mein í baki. Áverkar á lífbeini munu verða að angra Arnór Atlason og það eru alltaf langvinn og erfið meiðsli.
Geir sagðist vonast til að hafa frekari fréttir af Arnóri um helgina. Vonandi yrði niðurstaðan jákvæð. og að Arnór gæti beitt sér að fullum krafti á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sem hefst í janúar.
Það er hinsvegar ljóst að tíminn er naumur og hverfandi líkur á því að Arnór verði heill heilsu á æfingamótinu í Danmörku í byrjun ársins.
Arnór Atlason var með íslenska landsliðinu í leikjunum í undankeppni EM í nóvemberbyrjun. Hann spilaði þá landsleiki númer 183 og 184 á ferlinum. Arnór skoraði sitt 400. landsliðsmark á árinu 2016.
Arnór hefur farið með íslenska landsliðinu á ellefu stórmót. Hann var ekki með á HM á Spáni 2013 en hafði annars verið með á öllum stórmótum liðsins frá og með Ólympíuleikunum í Peking 2008.
Tengdar fréttir

Geir Sveins: Óvissa er alltaf óþægileg
Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir stöðuna á íslenska karlalandsliðinu í handbolta í viðtali við við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Arnór Atlason verður líklega ekki með á HM í Frakklandi
Íslenska handboltalandsliðið verður væntanlega án eins síns reyndasta leikmanns á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sem fer fram í byrjun næsta árs.

Aron spilar ekki meira á árinu
Aron Pálmarsson er kominn til ÍSlands til að fá meðhöndlun vegna nárameiðsla. HM er þó ekki í hættu.

Drengirnir þurfa að sanna sig
Mikið breytt landslið Íslands hefur leik í undankeppni EM í kvöld. Þá mætir sterkt lið Tékklands til leiks sem vann Ísland síðast með ellefu marka mun. Arnór Atlason er jákvæður fyrir komandi leikjum.

Miklar breytingar hjá handboltalandsliðinu | Þrír nýliðar og enginn Snobbi í liðinu
Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar.

Ásgeir Örn missir af landsleikjunum en fékk nýjan samning hjá Nimes
Ásgeir Örn Hallgrímsson verður ekki með íslenska landsliðinu á móti Tékkum í undankeppni EM en fyrsti leikur strákanna okkar í riðlinum fer fram í Laugardalshöllinni annað kvöld.