Í Kaliforníu seldust 54,5% allra rafmagnsbíla vestanhafs í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2016 15:13 Tesla Model X Nú á tímum lágs eldsneytisverðs er sala á rafmagnsbílum ekki ýkja mikil í Bandaríkjunum og reyndar víða um landið svo lítil að vart tekur því að tala um hana. Eitt ríkja Bandaríkjanna stendur þó uppúr í þessum efnum en það er Kalifornía. Þar seldust 54,5% allra rafmagnsbíla sem seldust í landinu í fyrra. Víst er að Kalifornía er langfjölmennasta ríki Bandaríkjanna, en engu að síður er hlutfall rafmagnsbíla þar miklu hærra en í öllum öðrum ríkjum landsins. Í Bandaríkjunum veitir ríkið 7.500 dollara endurgreiðslu við kaup á rafmagnsbíl, en að auki veitir Kaliforníuríki 2.500 dollara til kaupenda rafmagnsbíla og 1.500 dollara við kaup á tengiltvinnbílum og er ríkið þekkt fyrir umhverfisvæn sjónarmið í lagasetningu. Í Kaliforníu er markmiðið að 4,5% bílaflotans verði umhverfisvænn árið 2018 og 22% árið 2025. Níu önnur ríki hafa einnig sama markmið, eða Connecticut, Maine, Maryland, Massachusetts, New Jersay, New York, Rhode Island og Vermont, en ljóst má vera að þar ganga hlutirnir hægar. Október í ár var þó nokkuð góður mánuður hvað varðar rafmagnsbílasölu í Bandaríkjunum og seldust 12,6% fleiri slíkir og 64% fleiri tengiltvinnbílar en í sama mánuði í fyrra. Var heildarsalan 64.932 rafmagnsbílar og 54.816 tengiltvinnbílar. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent
Nú á tímum lágs eldsneytisverðs er sala á rafmagnsbílum ekki ýkja mikil í Bandaríkjunum og reyndar víða um landið svo lítil að vart tekur því að tala um hana. Eitt ríkja Bandaríkjanna stendur þó uppúr í þessum efnum en það er Kalifornía. Þar seldust 54,5% allra rafmagnsbíla sem seldust í landinu í fyrra. Víst er að Kalifornía er langfjölmennasta ríki Bandaríkjanna, en engu að síður er hlutfall rafmagnsbíla þar miklu hærra en í öllum öðrum ríkjum landsins. Í Bandaríkjunum veitir ríkið 7.500 dollara endurgreiðslu við kaup á rafmagnsbíl, en að auki veitir Kaliforníuríki 2.500 dollara til kaupenda rafmagnsbíla og 1.500 dollara við kaup á tengiltvinnbílum og er ríkið þekkt fyrir umhverfisvæn sjónarmið í lagasetningu. Í Kaliforníu er markmiðið að 4,5% bílaflotans verði umhverfisvænn árið 2018 og 22% árið 2025. Níu önnur ríki hafa einnig sama markmið, eða Connecticut, Maine, Maryland, Massachusetts, New Jersay, New York, Rhode Island og Vermont, en ljóst má vera að þar ganga hlutirnir hægar. Október í ár var þó nokkuð góður mánuður hvað varðar rafmagnsbílasölu í Bandaríkjunum og seldust 12,6% fleiri slíkir og 64% fleiri tengiltvinnbílar en í sama mánuði í fyrra. Var heildarsalan 64.932 rafmagnsbílar og 54.816 tengiltvinnbílar.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent