Það er eitthvert ráðleysi í gangi hjá Keflavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2016 06:30 Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Anton Það er krísa í Keflavík en karlalið félagsins í körfubolta hefur byrjað tímabilið mjög illa. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af fyrstu níu leikjum sínum í Domino’s-deildinni og situr í tíunda sæti deildarinnar. Þann 3. nóvember síðastliðinn vann Keflavík glæsilegan sigur á Tindastóli, 101-79, en síðan hefur liðinu fallið allur ketill í eld. Það er búið að tapa fjórum leikjum í röð og frammistaðan í þessum leikjum hefur yfirhöfuð verið mjög léleg. „Ég veit ekki hvað er í gangi í Keflavík. Það virðist vera eitthvert ráðleysi í gangi,“ segir körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson en hann er hálfhissa á þessu gengi Keflavíkurliðsins.Dregið af leikmönnum „Liðið virðist ekki vera líkt sjálfu sér þessa dagana. Mér finnst vera einkennandi hvað það hefur dregið af mörgum leikmönnum þarna. Ég veit ekki hvort það er sjálfstraust eða hvort menn hafi hreinlega ekki trú á því sem er verið að gera þarna.“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, varð að draga sig í hlé rétt fyrir tímabilið vegna veikinda og aðstoðarmaður hans, Hjörtur Harðarson, tók við liðinu. Sigurður var svo mættur aftur á bekkinn en í síðasta leik var hann aftur kominn upp í stúku.Teitur Örlygsson á að baki langan og farsælan feril sem bæði leikmaður og þjálfari í úrvalsdeild karla í körfubolta og þekkir boltann vel. Vísir/ValliÞjálfaravesen „Í Haukaleiknum var Siggi að stýra liðinu og Hjörtur talaði svo um að hann væri kominn til baka. Svo í næsta leik sá ég að Siggi var kominn upp í stúku. Þá hætti maður alveg að skilja. Þetta getur ekki heldur verið þægilegt fyrir leikmenn liðsins,“ segir Teitur um þjálfaramálin hjá liðinu.Ekki við Hörð að sakast Keflavík fékk heldur betur innspýtingu er landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson gekk aftur í raðir félagsins. Það hefur engu skilað og liðið hefur tapað öllum þremur leikjunum með Hörð Axel innanborðs mjög stórt. „Ég held að það sé ekki við Hörð Axel að sakast. Ég held að þetta sé eitthvað dýpra sem var að gerjast áður en Hössi kom til liðsins. Þeir verða bara að þjappa sér saman núna. Snúa þessu gengi við saman því það vantar ekki að það eru flottir leikmenn í liðinu.“ Keflavík spilar við Þór á Akureyri í kvöld og getur þá unnið sinn fyrsta leik í deildinni rúman mánuð.Haukar - Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson Domino´s deild karla úrvalsdeild vetur 2017 karfa Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Það er krísa í Keflavík en karlalið félagsins í körfubolta hefur byrjað tímabilið mjög illa. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af fyrstu níu leikjum sínum í Domino’s-deildinni og situr í tíunda sæti deildarinnar. Þann 3. nóvember síðastliðinn vann Keflavík glæsilegan sigur á Tindastóli, 101-79, en síðan hefur liðinu fallið allur ketill í eld. Það er búið að tapa fjórum leikjum í röð og frammistaðan í þessum leikjum hefur yfirhöfuð verið mjög léleg. „Ég veit ekki hvað er í gangi í Keflavík. Það virðist vera eitthvert ráðleysi í gangi,“ segir körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson en hann er hálfhissa á þessu gengi Keflavíkurliðsins.Dregið af leikmönnum „Liðið virðist ekki vera líkt sjálfu sér þessa dagana. Mér finnst vera einkennandi hvað það hefur dregið af mörgum leikmönnum þarna. Ég veit ekki hvort það er sjálfstraust eða hvort menn hafi hreinlega ekki trú á því sem er verið að gera þarna.“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, varð að draga sig í hlé rétt fyrir tímabilið vegna veikinda og aðstoðarmaður hans, Hjörtur Harðarson, tók við liðinu. Sigurður var svo mættur aftur á bekkinn en í síðasta leik var hann aftur kominn upp í stúku.Teitur Örlygsson á að baki langan og farsælan feril sem bæði leikmaður og þjálfari í úrvalsdeild karla í körfubolta og þekkir boltann vel. Vísir/ValliÞjálfaravesen „Í Haukaleiknum var Siggi að stýra liðinu og Hjörtur talaði svo um að hann væri kominn til baka. Svo í næsta leik sá ég að Siggi var kominn upp í stúku. Þá hætti maður alveg að skilja. Þetta getur ekki heldur verið þægilegt fyrir leikmenn liðsins,“ segir Teitur um þjálfaramálin hjá liðinu.Ekki við Hörð að sakast Keflavík fékk heldur betur innspýtingu er landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson gekk aftur í raðir félagsins. Það hefur engu skilað og liðið hefur tapað öllum þremur leikjunum með Hörð Axel innanborðs mjög stórt. „Ég held að það sé ekki við Hörð Axel að sakast. Ég held að þetta sé eitthvað dýpra sem var að gerjast áður en Hössi kom til liðsins. Þeir verða bara að þjappa sér saman núna. Snúa þessu gengi við saman því það vantar ekki að það eru flottir leikmenn í liðinu.“ Keflavík spilar við Þór á Akureyri í kvöld og getur þá unnið sinn fyrsta leik í deildinni rúman mánuð.Haukar - Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson Domino´s deild karla úrvalsdeild vetur 2017 karfa
Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira