Yfirlýsing vegna Alþjóðlega mannréttindadagsins Federica Mogherini skrifar 9. desember 2016 07:00 Þann 10. desember halda Evrópusambandið og aðildarríki þess upp á Alþjóðlega mannréttindadaginn. Þar sem ójöfnuður og mannréttindabrot fara sívaxandi víða um heim, og átökum linnir ekki í löndum á við Sýrland, er enn brýnna en ella að efla aðgerðir okkar til varnar sameiginlegum réttindum allra. Þess vegna tökum við höndum saman með Sameinuðu þjóðunum í ákalli til fólks um að verja rétt hvers og eins. Hvert og eitt okkar ber persónulega ábyrgð á því að standa vörð um þessi réttindi. Við getum sótt innblástur til þeirra mannréttindafrömuða sem hafa í fjölda landa sýnt hugrekki frammi fyrir vaxandi þrýstingi og ógnunum. Evrópusambandið ásetur sér að verja þá, og efla rými borgaralegs samfélags. Embættismenn ESB, á öllum stigum, gera þetta með fundum við mannréttindafrömuði, eftirliti með réttarhöldum yfir þeim, heimsóknum til þeirra sem haldið er föngnum og með því að vekja máls á stöðu þeirra við stjórnvöld. Gegnum neyðarsjóð EIDHR hefur ESB einnig í ár veitt fjárhagsaðstoð til yfir 250 mannréttindafrömuða og fjölskyldna þeirra, sem eru í hættu vegna daglegra starfa sinna.ESB stendur vörð um mannréttindi Aðgerðir einstaklinga skipta sköpum, en Evrópusambandið í heild mun þó áfram gegna forystuhlutverki í að tala máli heimsskipulags á grundvelli laga og réttar, með virðingu fyrir mannréttindum að leiðarljósi. Stavros Lambrinidis, sérlegur fulltrúi mannréttinda innan ESB, vinnur ötullega að því að hefja merki mannréttindastefnu ESB á loft á alþjóðavettvangi. Á sama tíma starfa sendinefndir ESB linnulaust að vörnum mannréttinda innan gistilanda sinna. ESB er enn sem fyrr einarður talsmaður mannréttinda á fjölþjóðavettvangi. Við styðjum mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna heilshugar, sem lykilþátt til að verja mannréttindi og til að hafa eftirlit með því að þeim sé framfylgt. Á næsta ári mun Evrópusambandið fylgja eftir nýrri Heimsáætlun ESB í utanríkis- og öryggismálum, sem kynnt var í júní 2016, þar sem við hétum því að hlúa að virðingu fyrir mannréttindum bæði innan og utan sambandsins. Það felur í sér að tryggja hæsta stig mannréttindavarna fyrir förufólk og flóttamenn í öllum aðgerðum ESB á sviði fólksflutninga og þróunar. Að sama skapi munum við endurnýja skuldbindingar okkar í baráttunni gegn pyntingum og illri meðferð, og til að verja réttindi barna. Í dag, og sérhvern dag á komandi ári, mun ESB standa vörð um mannréttindi á heimsvísu, og heitir hverjum einstaklingi sem það gerir fullum stuðningi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 10. desember halda Evrópusambandið og aðildarríki þess upp á Alþjóðlega mannréttindadaginn. Þar sem ójöfnuður og mannréttindabrot fara sívaxandi víða um heim, og átökum linnir ekki í löndum á við Sýrland, er enn brýnna en ella að efla aðgerðir okkar til varnar sameiginlegum réttindum allra. Þess vegna tökum við höndum saman með Sameinuðu þjóðunum í ákalli til fólks um að verja rétt hvers og eins. Hvert og eitt okkar ber persónulega ábyrgð á því að standa vörð um þessi réttindi. Við getum sótt innblástur til þeirra mannréttindafrömuða sem hafa í fjölda landa sýnt hugrekki frammi fyrir vaxandi þrýstingi og ógnunum. Evrópusambandið ásetur sér að verja þá, og efla rými borgaralegs samfélags. Embættismenn ESB, á öllum stigum, gera þetta með fundum við mannréttindafrömuði, eftirliti með réttarhöldum yfir þeim, heimsóknum til þeirra sem haldið er föngnum og með því að vekja máls á stöðu þeirra við stjórnvöld. Gegnum neyðarsjóð EIDHR hefur ESB einnig í ár veitt fjárhagsaðstoð til yfir 250 mannréttindafrömuða og fjölskyldna þeirra, sem eru í hættu vegna daglegra starfa sinna.ESB stendur vörð um mannréttindi Aðgerðir einstaklinga skipta sköpum, en Evrópusambandið í heild mun þó áfram gegna forystuhlutverki í að tala máli heimsskipulags á grundvelli laga og réttar, með virðingu fyrir mannréttindum að leiðarljósi. Stavros Lambrinidis, sérlegur fulltrúi mannréttinda innan ESB, vinnur ötullega að því að hefja merki mannréttindastefnu ESB á loft á alþjóðavettvangi. Á sama tíma starfa sendinefndir ESB linnulaust að vörnum mannréttinda innan gistilanda sinna. ESB er enn sem fyrr einarður talsmaður mannréttinda á fjölþjóðavettvangi. Við styðjum mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna heilshugar, sem lykilþátt til að verja mannréttindi og til að hafa eftirlit með því að þeim sé framfylgt. Á næsta ári mun Evrópusambandið fylgja eftir nýrri Heimsáætlun ESB í utanríkis- og öryggismálum, sem kynnt var í júní 2016, þar sem við hétum því að hlúa að virðingu fyrir mannréttindum bæði innan og utan sambandsins. Það felur í sér að tryggja hæsta stig mannréttindavarna fyrir förufólk og flóttamenn í öllum aðgerðum ESB á sviði fólksflutninga og þróunar. Að sama skapi munum við endurnýja skuldbindingar okkar í baráttunni gegn pyntingum og illri meðferð, og til að verja réttindi barna. Í dag, og sérhvern dag á komandi ári, mun ESB standa vörð um mannréttindi á heimsvísu, og heitir hverjum einstaklingi sem það gerir fullum stuðningi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar