Fjárlagafrumvarpið boðar styrjaldarástand Sveinn arnarsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Fjárlagafrumvarpið mun að óbreyttu hafa gríðarlega mikil áhrif á starfsemi Landspítalans að mati stjórnenda spítalans. Mælt var fyrir frumvarpinu á þingi í gær. vísir/vilhelm Verði frumvarp til fjárlaga samþykkt frá Alþingi óbreytt mun það þýða að Landspítalinn þurfi að skera niður um 5,3 milljarða króna til að mæta því. „Þessi fjárlög eru hamfarir fyrir okkur, það er ekkert öðruvísi,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri LSH. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að fjórum milljörðum verði bætt við hjá Landspítalanum. María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að rúmir þrír milljarðar færu í hækkun launa og því yrðu um 800 milljónir eftir inn í reksturinn.Páll MatthíassonPáll segir síðan meira koma til sem breyti stöðunni umtalsvert. „Þegar tekinn er til greina halli á þessu ári og því næsta, vangoldnar launahækkanir lækna og eftirspurnaraukning sem er ein og sér um 2,1 milljarður króna, sjáum við að við þurfum að skera niður um 5,3 milljarða króna á næsta ári,“ segir Páll. „Það eru einfaldlega um tíu prósent af rekstri stofnunarinnar. Þetta þýðir styrjaldarástand og fjöldauppsagnir og að við höggvum niður þjónustu. Það er síðan þeirra sem lögðu frumvarpið fram að taka afstöðu til þeirra.“Umræðan í þingsalUm 5.200 manns vinna á Landspítalanum. Stofnunin er langstærsti opinberi vinnustaðurinn og slaga fjárframlög til hans á næsta ári í sextíu milljarða króna. Ef til uppsagna kemur á stofnuninni gæti það haft áhrif á fjölda manns. Að mati Páls er hér um að ræða gífurleg vonbirgði. Spítalinn hafi talað skýrt um að þörfin væri um 12 milljarðar króna. Með þessum tölum sé ekki hægt að fara í flatan niðurskurð. Nú þyrfti að fara í forgangsröðun og hætta að veita einhverja þjónustu sem nú er fyrir hendi innan spítalans. „Ef við skoðum nýlega OECD-skýrslu erum við í neðsta sæti meðal Evrópulanda þegar innviðauppbygging er skoðuð. McKinsey-skýrslan sýndi okkur að við erum að reka spítala með miklu minna fjármagn en löndin í kringum okkur. Allt helst þetta í hendur og nú erum við að sjá niðurskurð eins og hann gerðist verstur eftir kreppuna 2008,“ segir Páll. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Verði frumvarp til fjárlaga samþykkt frá Alþingi óbreytt mun það þýða að Landspítalinn þurfi að skera niður um 5,3 milljarða króna til að mæta því. „Þessi fjárlög eru hamfarir fyrir okkur, það er ekkert öðruvísi,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri LSH. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að fjórum milljörðum verði bætt við hjá Landspítalanum. María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að rúmir þrír milljarðar færu í hækkun launa og því yrðu um 800 milljónir eftir inn í reksturinn.Páll MatthíassonPáll segir síðan meira koma til sem breyti stöðunni umtalsvert. „Þegar tekinn er til greina halli á þessu ári og því næsta, vangoldnar launahækkanir lækna og eftirspurnaraukning sem er ein og sér um 2,1 milljarður króna, sjáum við að við þurfum að skera niður um 5,3 milljarða króna á næsta ári,“ segir Páll. „Það eru einfaldlega um tíu prósent af rekstri stofnunarinnar. Þetta þýðir styrjaldarástand og fjöldauppsagnir og að við höggvum niður þjónustu. Það er síðan þeirra sem lögðu frumvarpið fram að taka afstöðu til þeirra.“Umræðan í þingsalUm 5.200 manns vinna á Landspítalanum. Stofnunin er langstærsti opinberi vinnustaðurinn og slaga fjárframlög til hans á næsta ári í sextíu milljarða króna. Ef til uppsagna kemur á stofnuninni gæti það haft áhrif á fjölda manns. Að mati Páls er hér um að ræða gífurleg vonbirgði. Spítalinn hafi talað skýrt um að þörfin væri um 12 milljarðar króna. Með þessum tölum sé ekki hægt að fara í flatan niðurskurð. Nú þyrfti að fara í forgangsröðun og hætta að veita einhverja þjónustu sem nú er fyrir hendi innan spítalans. „Ef við skoðum nýlega OECD-skýrslu erum við í neðsta sæti meðal Evrópulanda þegar innviðauppbygging er skoðuð. McKinsey-skýrslan sýndi okkur að við erum að reka spítala með miklu minna fjármagn en löndin í kringum okkur. Allt helst þetta í hendur og nú erum við að sjá niðurskurð eins og hann gerðist verstur eftir kreppuna 2008,“ segir Páll. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira