Aldraðir eiga að geta lifað með reisn Björgvin Guðmundsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Ný ríkisstjórn verður að bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega til viðbótar við þá litlu breytingu, sem samþykkt var á Alþingi áður en því var slitið fyrir kosningar. Þær breytingar, sem Alþingi samþykkti, byggðust á gömlum kröfum frá 2015 en þær eru löngu orðnar úreltar. Auk þess samþykkti Alþingi, að lífeyrisfólk ætti að fá hækkanir í tveimur áföngum, 2017 0g 2018. Það er allt of seint. Aldraðir og öryrkjar þurfa að fá sínar kjarabætur strax. Þegar þeir hafa aðeins um 200 þúsund kr. á mánuði eftir skatt er ekki unnt að bíða i mörg ár eftir kjarabótum. Þessar upphæðir duga ekki fyrir framfærslukostnaði.Þurfa 400 þús. fyrir skatt – 321 þúsund eftir skatt Staðan núna er þessi: Aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hafa lífeyri frá TR, hafa aðeins 185 þúsund á mánuði eftir skatt, giftir en einhleypir hafa 207 þúsund kr. eftir skatt. Þessar upphæðir hækka í 195 þúsund kr. eftir skatt um áramót fyrir gifta og í 227 þúsund á mánuði eftir skatt fyrir einhleypa. Þetta eru svo lágar upphæðir, að þær duga ekki til framfærslu. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund kr. á mánuði, án skatta. Þessi upphæð er lágmark fyrir lífeyrisþega; samsvarar 400 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt.Draga þarf meira úr skerðingum Ný ríkisstjórn þarf að hækka lífeyrinn í þessa upphæð. Auk þess þarf að draga meira úr skerðingum tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Að mínu mati og Félags eldri borgara í Reykjavík á að afnema skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrissjóða og vegna tekna af vinnu og fjármagni í tveimur til þremur áföngum. Það er óeðlilegt að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna þess að hann fái greiðslur úr lífeyrissjóði. Almannatryggingarnar eiga að vera viðbót við lífeyrissjóðinn. Þetta verður að leiðrétta. Það þolir enga bið. Aðrar skerðingar á einnig að afnema. Með nýjum lögum um almannatryggingar var skerðing aukin vegna atvinnutekna; frítekjumark lækkað úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund kr. Það er afturför. Margir eldri borgarar, sem hafa verið á vinnumarkaðnum, hafa stigið fram og skýrt frá því að þeir geti ekki haldið áfram vinnu eftir þessa miklu skerðingu. Vonandi hefur ný ríkisstjórn meiri skilning á kjörum eldri borgara en fráfarandi ríkisstjórn. Það er kominn tími til þess að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það á að hætta smáskammtalækningum og bæta kjörin það myndarlega, að aldraðir og öryrkjar geti lifað með reisn. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn verður að bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega til viðbótar við þá litlu breytingu, sem samþykkt var á Alþingi áður en því var slitið fyrir kosningar. Þær breytingar, sem Alþingi samþykkti, byggðust á gömlum kröfum frá 2015 en þær eru löngu orðnar úreltar. Auk þess samþykkti Alþingi, að lífeyrisfólk ætti að fá hækkanir í tveimur áföngum, 2017 0g 2018. Það er allt of seint. Aldraðir og öryrkjar þurfa að fá sínar kjarabætur strax. Þegar þeir hafa aðeins um 200 þúsund kr. á mánuði eftir skatt er ekki unnt að bíða i mörg ár eftir kjarabótum. Þessar upphæðir duga ekki fyrir framfærslukostnaði.Þurfa 400 þús. fyrir skatt – 321 þúsund eftir skatt Staðan núna er þessi: Aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hafa lífeyri frá TR, hafa aðeins 185 þúsund á mánuði eftir skatt, giftir en einhleypir hafa 207 þúsund kr. eftir skatt. Þessar upphæðir hækka í 195 þúsund kr. eftir skatt um áramót fyrir gifta og í 227 þúsund á mánuði eftir skatt fyrir einhleypa. Þetta eru svo lágar upphæðir, að þær duga ekki til framfærslu. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund kr. á mánuði, án skatta. Þessi upphæð er lágmark fyrir lífeyrisþega; samsvarar 400 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt.Draga þarf meira úr skerðingum Ný ríkisstjórn þarf að hækka lífeyrinn í þessa upphæð. Auk þess þarf að draga meira úr skerðingum tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Að mínu mati og Félags eldri borgara í Reykjavík á að afnema skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrissjóða og vegna tekna af vinnu og fjármagni í tveimur til þremur áföngum. Það er óeðlilegt að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna þess að hann fái greiðslur úr lífeyrissjóði. Almannatryggingarnar eiga að vera viðbót við lífeyrissjóðinn. Þetta verður að leiðrétta. Það þolir enga bið. Aðrar skerðingar á einnig að afnema. Með nýjum lögum um almannatryggingar var skerðing aukin vegna atvinnutekna; frítekjumark lækkað úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund kr. Það er afturför. Margir eldri borgarar, sem hafa verið á vinnumarkaðnum, hafa stigið fram og skýrt frá því að þeir geti ekki haldið áfram vinnu eftir þessa miklu skerðingu. Vonandi hefur ný ríkisstjórn meiri skilning á kjörum eldri borgara en fráfarandi ríkisstjórn. Það er kominn tími til þess að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það á að hætta smáskammtalækningum og bæta kjörin það myndarlega, að aldraðir og öryrkjar geti lifað með reisn. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun